Öldrun - 01.02.2001, Side 12
12 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001
iv. Hvort fyrirhuguð aðstoð frá aðstandendum hafi
gengið eftir.
v. Hvort úrræði eins og dagspítali, dagvistun, félags-
starf aldraðra, sjúkraþjálfun, skammtímavistun og
heimsendur matur hafi verið nýtt.
Gerð könnunar
Könnunin náði til þeirra sjúklinga sem dvöldust á
öldrunarlækningadeild SHR í Fossvogi og úskrifuðust
heim. Gagnasöfnun hófst í febrúar 1997 og lauk í nóv-
ember 1998. Könnunin skiptist í fimm þætti:
A: Upplýsingar fengnar við komu þ.e aldur, kyn,
félagslegar aðstæður og ástæða innlagnar.
B: Færni sjúklings við útskrift (skv.Barthel skala).
C: Áætlun við útskrift (Útskriftarúrræði).
D: Mat á útskriftarúrræðum fjórum vikum eftir
útskrift.
E: Endurmat á útskriftarúrræðum fimm mánuðum
eftir útskrift.
Spurningalistar og eyðublöð voru fyllt út af þeim
sem framkvæmdu könnunina á sjúkrahúsinu og heima
hjá þátttakendum eftir útskrift.
Þátttakendur
• 74 þátttakendur. Konur n=58 (78%) , Karlar n=16
(22%)
• Aldur: 67–85 ára n=49(66%); 86-99 ára n=25(34%)
• Ekkjur/ekklar n= 44(59%), í hjónabandi n=16
(22%), einhleypir n= 14(19%)
• 47 (64%) búa einir, 14(19%) með maka, 13(17%)
með öðrum
• 58 (78%) búa í eigin húsnæði, 3(4%) í leiguhúsnæði
og 13 (18%) í vernduðu leiguhúsnæði.
• Helstu tómstundir þessa hóps fyrir innlögn var að
hlusta á útvarp, horfa á sjónvarp, lestur dag-
blaða/tímarita og lestur bóka.
• Við mat á færni (Barthel 0 -100) fengu þátttakendur
allt frá 35 upp í 100 stig. 8 (11%) fengu 21- 60 stig
þ.e.: þó nokkuð til verulega háður einhverjum um
sjálfsummönnun og hreyfingu; 36 (48%) þátttak-
enda fékk 61 -90 stig þ.e.: lítillega til þó nokkuð
háður einhverjum um sjálfsumönnun og hreyfingu;
25(34%) fékk 91-99 stig þ.e: lítillega háður ein-
hverjum og 5 (7%) sjálfbjarga
• Gert var mat á vitrænni getu (Mini-Mental State
Examination) fyrir 37 þátttakendur (50%). 28 þátt-
takendur fengu minna en 24 /30 í þessu prófi.
• Við útskrift áttu 36 (49%) vistunarmat þar sem 20
voru metnir í mjög brýna þörf fyrir hjúkrunarrými
og 16 í mjög brýna þörf fyrir þjónusturými.
Niðurstöður
A. Þátttakendur.
Upphaflega tóku 74 þátt í könnuninni. Við 4 vikur
voru þeir 65 og við 5 mánuði 56.
56 (76%) luku síðasta hluta könnunarinnar og náðu
að vera 5 mánuði eða lengur heima.
2 hættu þátttöku
4 fóru á hjúkrunarheimili að heiman.
14 voru endurinnlagðir. Af þeim létust 5, 2 útskrif-
uðust heim og 7 vistuðust á hjúkrunarheimili.
B. Úrræði við útskrift (sjá mynd 1), endurmat
við 4 vikur og við 5 mánuði (sjá myndir 2,3,4,5)
1. Eftirlit hjá lækni – ekki tekið með.
2. Heimahjúkrun. Fyrir innlögn fengu 34 heima-
hjúkrun. Við útskrift var áætlað að 64(86%) fengju
heimahjúkrun. Megin aðstoð heimahjúkrunar fólst í
lyfjatiltekt og böðun. Sótt var um að meðaltali 6.1 inn-
lit á viku allt frá 1 innliti á viku upp í 3 innlit á sólar-
hring. Mynd 2 sýnir þá þjónustu sem sótt var um við
útskrift, fengin við 4 vikur og 5 mánuðum frá útskrift.
3. Heimilishjálp: Fyrir innlögn fengu 51 einstak-
lingar heimilishjálp. Við útskrift var áætluð heimilis-
hjálp fyrir 68 (91%) þar af eru 8 í þjónustuhúsnæði.
Megin aðstoð heimilishjálpar voru þrif, þvottur, sam-
vera og innkaup. Áætlaðar voru að meðaltali 7 stundir
á viku, allt frá 4 stundum á mánuði upp í 20 stundir á
viku. Mynd 3 sýnir þá þjónustu sem sótt var um við
útskrift, fengin við 4 vikur og 5 mánuðum frá útskrift.
4. Aðstandendur. Fyrir innlögn segjast 69 af 74 fá
aðstoð frá aðstandendum.Við útskrift var áætlað að 72
(97%) fái aðstoð fra aðstandendum. Á tímabilinu var
aðstoð frá ættingjum svipuð og reiknað hafði verið
með. Þegar kannað er hverjir úr hópi aðstandenda eru
aðalstuðningsaðilar 4 vikum eftir útskrift kemur í ljós
að það eru börn og tengdabörn (64%), síðan makar,
ættingjar og barnabörn. Algengasta aðstoð veitt af
aðstandendum er: innkaup, samvera, þvottur, akstur
og matargerð.
5. Heimsendur matur: Fyrir innlögn voru 19 ein-
staklingar (25,6%) sem fengu heimsendan mat en 28
(37,8%) eftir útskrift.
6. Dagspítali: Á dagspítala er endurhæfing sem
nýtist vel sem framhaldsmeðferð eftir dvöl á sjúkra-
húsi. Um er að ræða dvöl hálfan daginn 2 – 3 x/viku í
takmarkaðan tíma. Fólk er sótt og því ekið heim. Þegar
bíllinn kemur þarf fólk að vera tilbúið og til þess að það
takist þarf að samræma þjónustu sem fólk þarf bæði
við að komast á fætur og jafnvel aðstoð við að komast
niður stiga að útidyrum. Eftir lok tímabils á dagspítala
er unnið að áframhaldandi úrlausnum fyrir viðkom-
andi. Dagspítali kom inn sem nýtt úrræði eftir að könn-
unin hófst en sótt var um fyrir 17 (23%) fyrir útskrift og
yfir 5 mánaða tímabil höfðu allir nema 1 einstaklingur
fengið þjónustu þaðan.
7. Dagvistun: Mælt er með dagvistun fyrir þá sem
vilja og geta nýtt sér hana. Dagvistunarstofnanir hafa
bifreiðaþjónustu. Eingöngu er um að ræða heilsdags-
vistun á dagvistunarstofnunum. Fyrir innlögn voru ein-
ungis 8 í dagvistun en pantað var fyrir 10 (14%) fyrir
útskrift og voru 5 í dagvistun við 4 vikur og 5 við 5 mán-