Öldrun - 01.02.2001, Blaðsíða 16

Öldrun - 01.02.2001, Blaðsíða 16
16 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001 Efst á DALE listanum tróna Japanir með DALE líkur 74.5 ár, í öðru sæti Ástralir með 73.2 ár, þá Frakkar, Svíar, Spánverjar og Ítalir. Íslendingar eru í 19. sæti og Bandaríkjamenn í 24. sæti. Sierra Leone sem er meðal fátækustu ríkja heims er neðst á list- anum með 25.9 ára líkur á góðri heilsu og eru lífslíkur þar 30 árum lægri en í Japan. Rétt er að benda á að lífslíkur Íslendinga f. 2000 eru ívið hærri, eða 81,4 ár hjá konum. 1 Umræðan um langlífi fer inn á fleiri svið og má þar nefna barneignaraldur. Á 20. öldinni hafa lífslíkur kvenna í iðnþróunarlöndum aukist um u.þ.b. 30 ár. Þær breytingar hafa ekki orðið til þess að barneignir kvenna, seint á barneignaraldri, aukist. Þvert á móti fækkar fæðingum hjá konum 35 ára og eldri og engin aukning hefur orðið á fæðingum hjá konum 50 ára og eldri. 2 Kína, Mexikó og víðar) en annars staðar er búist við að meðaltalið nái þessu marki um 2020. Í Austur-Evrópu og fyrrum Sovétríkjum er þróunin mjög hæg og jafnvel dæmi um bakslag í meðalaldri. Færir þetta okkur heim sanninn um að bágur efnahagur og óstöðugleiki í þjóð- félagi getur kippt þróuninni aftur á við. Fæðingartíðni hefur lækkað allverulega í fjölmennum ríkjum, þar sem fólksfjölgun hefur verið illviðráðanleg: Frá 1970 hefur fæðingartíðni í Brasilíu lækkað úr 5,9 í 3,1, á Ind- landi úr 5,1 í 2,2, og í Kína úr 5,9 í 3,1. Framvindan í þróunarríkjum er langt frá því að vera einsleit, en há fæðingartíðni, lítil þjóðarframleiðsla og innanlandserf- iðleikar í þriðja heiminum valda áhyggjum um vaxandi erfiðleika. 1, 6, 12 Mat á lífslíkum Áhrifavaldar um hvort þróunin gengur eftir eins og nú er spáð eru á mörgum sviðum – þjóðfélags, heil- brigðis og efnahags. Hver verður þróunin í krabba- meinssjúkdómum og hjartasjúkdómum, hver verður þróunin í beinþynningu? Hvað með HIV? Tekst að draga úr og jafnvel útrýma reykingum? Hver verða áhrif fólksflutninga milli landa? Spurningarnar eru áleitnar enda skiptir framvinda þessara þátta verulegu máli varðandi lífslíkur og umönnunarþörf. Í Bandaríkj- unum, koma 60% krabbameinstilfella fram í 65 ára og eldri, og um fjórðungur aldraðra flyst á dvalarstofnun eftir mjaðmarbrot. Verulegur munur er á lífslíkum þeirra sem reykja og hinna – auk þess sem hinir reyk- lausu geta búist við að eyða færri árum við skerta sjálfsbjargargetu. Baráttan gegn reykingum getur því reynst ábatasamt verkefni. Niðurstaða nýlegrar rann- sóknar frá Hollandi og Bandaríkjunum er að reyklaust líf lengi lífið um 1,6 ár hjá körlum og að æviárum við góða sjálfsbjargargetu fjölgi um 2,5 ár. Hjá konum eru þessar tölur 0,8 ár og 1,9 ár. 10, 11 Horiuchi (2000) telur að lífslíkur eigi jafnvel eftir að aukast hraðar í iðnríkjum en nú er spáð. Hann ofl. byggja sína útreikninga þróuninni á seinni hluta 20. aldar og vísa til þess hve lífslíkur á tímabilinu hafa auk- ist jafnt og þétt. Einnig er vísað til lækkandi dánartíðni vegna hjartasjúkdóma, og nú allra síðustu ár krabba- meinssjúkdóma, örra framfara í tækniþróun og ekki síst þess að framreikningar hafi síðustu áratugi reynst varfærnislegir. 6 Á síðasta ári kynnti Alþjóða heilbrigðisstofnun SÞ nýjan mælikvarða um lífslíkur – DALE kvarða (Disabil- ity adjusted life expectancy) (Tafla 1). Fróðlegt er að skoða þær upplýsingar til samanburðar við hefð- bundna útreikninga. Þar er metið vægi árafjölda við skerta heilsu og dregið frá lífslengd. Verulegur munur er á fátækari ríkjum heims og þeim sem búa við bestar aðstæður og er hlutfallið 14% í þeim fyrrnefndu en um 9 % af lífslengd í þeim síðarnefndu. Tafla 1 Lífslíkur -DALE, fæddir 1999 DALE 191 ríki lífslíkur sæti Danmörk 69.4 28 Ísland 70.8 19 Finnland 70.5 20 Noregur 71.7 15 Svíþjóð 73.0 4 Bretland 71.7 14 Frakkland 73.1 3 Þýskaland 70.4 22 13 Tafla 2 Lífslíkur fæddir 1997 karlar konur Danmörk 73.6 78.5 Finnland 73.4 80.5 Ísland 74.6 80.9 Noregur 75.5 81.0 Svíþjóð 76.7 81.8 Bretland 74.7 80.6 Frakkland 74.5 82.2 Þýskaland 74.0 80.3 5

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.