Öldrun - 01.02.2001, Page 14
14 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001
urými fyrir 16. Einungis 4 af þessum hópi vistuðust úr
heimahúsi en 7 eftir endurinnlögn á sjúkrahús.
Samantekt
Flestir þátttakenda höfðu fengið utanaðkomandi
aðstoð áður og úrræðin reynd en í mismiklum mæli.
Eftir 5 mánuði voru 56 (76%) þátttakenda enn
heima.
Í flestum tilfellum fengu sjúklingar þá þjónustu
sem lagt var upp með við útskrift, þó nokkurs mis-
ræmis gæti í magni þeirrar þjónustu sem sótt var um
frá sjúkrahúsinu og þeirrar sem var veitt.
Sjúkraþjálfun var meira nýtt eftir
útskrift en fyrir innlögn
Dagspítalinn kom inn sem nýtt
úrræði.
Dagvistun og félagsstarf aldr-
aðra er annaðhvort vannýtt úrræði
eða hentar ekki þessum sjúklinga-
hópi.
Skammtímainnlögn er ekki mik-
ið notað úrræði .
Hjálpartæki koma oft að góðum
notum þegar þau eru komin til not-
anda, eru rétt stillt og sjúklingur
nýtir sér þau. Í þessum hópi komu
15% hjálpartækja ekki í tilætlaða
notkun. Þetta er stórt hlutfall miðað
við þá vinnu og kostnað sem er lögð
í að sækja um hjálpartæki, fylgjast
með umsóknum auk samtala við
sjúklinga og aðstandendur varðandi
hjálpartækin. Það er augljóst að þörf
er á eftirfylgni í einhverri mynd til að
fullvíst sé að hjálpartækin komi að
gagni.
47% þátttakenda sem áttu um-
sókn um vistun á öldrunarheimili
höfðu ekki komist að 5 mánuðum frá
útskrift.
Lokaorð
Við sem unnum að þessari
könnun teljum að með því að undir-
búa útskrift sem allra best megi
draga úr endurinnlögn og stuðla að
því að einstaklingar geti búið lengur
á eigin heimili við sem bestar
aðstæður. Það hversu margir voru
enn í heimahúsi þrátt fyrir vistunar-
mat hlýtur að velta þeirri spurningu
upp hvort úrræðin hafi reynst svona
vel, hvort álag á aðstandendur sé
ásættanlegt, eða hvort þörfin á vist-
un skv. vistunarmati hafi verið of-
metin. Þörfin á hjúkrunarrýmum á
Stór-Reykjavíkursvæðinu er enn til staðar og bið sjúk-
linga hefur ekki styst á þeim 2 árum sem eru liðin frá
því að þessi könnun var gerð. Þess má í lokin geta að í
árslok árið 2000 voru 32 einstaklingar látnir af þessum
hópi, 21 bjó enn heima, 19 hafa vistast á hjúkrunar-
heimili og 2 í þjónustuhúsnæði.
Þeir sem stóðu að gerð þessarar könnunar voru:
Karítas Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, Sara Hafsteinsdóttir sjúkraþjálfari
og Jóna Eggertsdóttir félagsráðgjafi.
Auk þeirra tók Fanney Jónsdóttir iðjuþjálfi þátt í gagnasöfnun.
Könnunin náði til þeirra sjúklinga sem dvöldu á öldrunarlækninga-
deild SHR í Fossvogi og útskrifuðust heim.
Gagnasöfnun hófst í febrúar 1997 og lauk í nóvember 1998.
Mynd 4.
Mynd 5.
Úrræði við útskrift, við 4 vikur og eftir 5 mánuði
Hjálpartæki per fjölda einstaklinga (n=74)
0 10 20 30 40 50
Áætlað við
útskrift
4 vikur eftir
útskrift (n=65)
5 mán. frá
útskrift (n=56)