Öldrun - 01.02.2001, Page 15

Öldrun - 01.02.2001, Page 15
15ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001 Á síðustu árum hafa menn snúið vörn í sókn til að takast á við vaxandi fólksfjölda á nýrri öld. Mikil áhersla er einkum lögð á heilsusamlega lifnaðarhætti, ábyrgð ein- staklingsins á eigin heilsu og ábyrgð þjóðfé- lagsins hvað varðar sýn á aldraða – í að efla jákvæða sjálfsímynd, í að virkja aldr- aða og skapa þeim svigrúm til þátttöku í þjóðfélaginu. Er ekki laust við að auk- innar bjartsýni gæti á að afleiðingar fólks- fjölgunar og breyttrar aldurssamsetningar verði jafnvel viðráðanlegar. Í greininni er fjallað um breytingar á aldurssamsetningu í heiminum og þá fjölgun sem á sér stað í elstu aldurshópunum. Nefndir eru helstu álitaþættir við mat á lífslíkum og fram- reikning mannfjölda og ræddar helstu leiðir sem menn sjá færar við að takast á við vaxandi fólksfjölda. Lýðfræðilegar breytingar Þróun lýðfræðilegra breytinga á 20. öldinni hefur verið hröð og verður enn sýnilegri næstu áratugina. Breytingarnar eru helst raktar til aukinnar þekkingar og framfara í heilbrigðismálum, s.s. aukins hreinlætis, mæðra- og ungbarnaverndar, getnaðarvarna og með- höndlunar sjúkdóma og slysa. Ásamt breytingum á þjóðfélagsaðstæðum, félagslegri aðstoð og bættum efnahag hefur þróunin skilað okkur betra heilsufari og langlífi. Þetta á auðvitað f.o.f. við um iðnvædd ríki, þró- unarlöndin eiga langt í land þó svo breytingar þar hafi einnig átt sér stað. Áhrif á umönnun og aðhlynningu og þann kostnað sem henni fylgir er helsta áhyggjuefnið samfara fjölguninni í elstu aldurshópunum. 8 Mannfjöldaspár Í samræmi við þróunina á öldinni er mikilla breyt- inga að vænta, einkum í iðnríkjum. Á síðasta ári voru 605 milljónir manna 60 ára og eldri. Aldursspár gera ráð fyrir að þeir verði 1.200 milljónir árið 2025. Þessi hópur mun því tvöfaldast á næstu 25 árum ef þetta gengur eftir. Af íbúafjölda heims 60 ára og eldri búa 60% í þróunarlöndunum (1998). Í Bandaríkjunum einum er fjöldi 65 ára og eldri 34 milljónir (2000) og gæti sá hópur tvöfaldast á næstu 30 árum, þar sem búist er við hlutfallshækkun í 20% árið 2030 og að fjöldi 85 ára muni hafa tvöfaldast árið 2030, verði þá 2,4 % af heildaríbúafjölda, í stað 1.6% í dag. 8, 14 Öldungum heldur áfram að fjölga og sem dæmi má nefna Japan, þar sem tala íbúa 100 ára og eldri hefur tvöfaldast sl. 6 ár og búist er við tvöföldun sama aldurs- hóps í Ástralíu á næstu 6 árum. 9 Verulegar breytingar eru einnig að eiga sér stað í þróunarlöndunum, þar sem lífslíkur hafa aukist úr 41 ári frá því um 1950, í 62 ár, árið 1990. Í hluta þróunar- ríkja eru lífslíkur þegar komnar í 70 ár (í Argentínu, Steinunn K. Jónsdóttir yfirfélagsráðgafi á LSH Landakoti Lýðfræðilegar breytingar – aldurssamsetning og farsæl öldrun

x

Öldrun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.