Öldrun - 01.02.2001, Síða 17
17ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001
Ísland og mannfjöldaspár
Ef við skoðum þróunina á Íslandi má sjá að hún
gerist á svipaðan hátt og í nágrannalöndunum en er þó
seinna á ferð sbr. hærri fæðingartíðni. Fjöldi 70 ára og
eldri hefur tvöfaldast frá því um miðja öldina. Þó ekki
sé um marga einstaklinga að ræða sem fylla öldina, þá
er aukningin þó margföld. Á síðasta ári voru eftirlif-
endur 100 ára eða eldri 24 (1.des.), og eftir 25 ár er
áætlað að þeir verði orðnir 81. Einna áhugaverðast er
að skoða breytinguna á fjölda 80 ára eldri, sem helst
þurfa að nýta sér umönnun og þjónustu. Þeim fjölgar
hlutfallslega úr 2.73 % í 3.65% á næstu 25 árum.
(Sjá töflu 3)
Mannfjöldi á Íslandi 1. des. 2000 var 282.845, sem
er tvöföldun frá því á 5. áratugnum. Á síðasta ári var
heildarfjölgun 1,48% fjölgun frá fyrra ári. Meðaltals-
fjölgun á ári sl. 20 ár er rúmt prósent (1.04) Fólksfjölg-
unin hefur sterk áhrif hér eins og annars staðar og
hlutfall útgjalda til félags- og heilbrigðismála og eftir-
launagreiðslur munu aukast. Hlutfall af útgjöldum
1997 til félags og heilbrigðismála var 27.8% í málaflokk
aldraða. 4,5 Þeir sem höfðu félagslega heimaþjónustu í
Reykjavík, 67 ára og eldri, voru 25 % af heildarfjölda
árið 1998 og meðalaldur var 79,7 ár. Rekstrarútgjöld
Reykjavíkurborgar til málaflokksins voru nálægt 315
milljónum. 3
Viðbrögð hérlendis eru í svipuðum anda og annars
staðar (sjá hér á eftir). Töluvert vantar enn á í uppbygg-
ingu hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða og hafa nágrann-
aþjóðirnar þar forskot sem við eigum eftir að vinna
upp. Hérlendis eru hins vegar aðstæður til þess að
afnema aldursbundin starfslok líklega með besta móti.
Atvinnuástand er mjög gott, atvinnuleysi er með því
lægsta sem gerist og atvinnuþátttaka hæst á Norður-
löndum, eða 90 % hjá körlum á vinnumarkaði og 83,2 %
hjá konum. Næst á eftir er Noregur, með 85,5% og 76%
þátttöku. Í aldurshópnum 65-74 ára er atvinnuþátttakan
einnig mjög há: 50,1 % meðal karla en 27,3% meðal
kvenna. 4
Forvarnarverkefni – að stefna á gott líf
á efri árum
Meginákvörðunarþættirnir um heilsufar á efri
árum eru lífshættir á ævinni, mataræði, hreyfing, reyk-
ingar, áfengisneysla, félagsleg staða, félagsleg virkni
og sjálfsmynd.
Við vitum að stór hluti aldraðra býr við tiltölulega
góða heilsu og að sá hópur getur farið stækkandi með
fyrirbyggjandi aðgerðum, áherslu á heilbrigði og
heilsusamlegt líferni, líkamsrækt og hollu mataræði.
Æ fleiri búa við tiltölulega góða heilsu og sjálfsbjargar-
getu framundir níræðisaldur og er aldurshópurinn 85
ára og eldri því að verða megin notendur umönnunar-
þjónustu.
Verkefni á vegum Öldrunar og heilsuáætlunar
(Ageing and Health Programme) Alþjóða heilbrigðis-
stofnunar SÞ (WHO), eru einmitt annars vegar víðtæk
verkefni með áherslu á virkni og þátttöku aldraðra
(t.d.The Global Embrace 1999) og tóbaksvarnarverk-
efni. Höfðað er til ábyrgðar fólks á eigin lífsháttum yfir
ævina og lögð áhersla á alhliða heilsuvernd er nær til
líkamlegrar heilsu, andlegrar heilsu og félagslegrar
virkni. Í verkefnum Sameinuðu þjóðanna er einnig lögð
rík áhersla á að höfða til þeirra er sjá um stefnumótun
í stjórnmálum og ákvarðanatöku er varða vellíðan
fólks. Ef verulegur árangur næst í þessum efnum mun
það bæði skila sér í betra lífi viðkomandi einstaklinga
og verulega bættum efnahag. Þarna er því um að ræða
aðferðir sem miðast við ábyrgð á heilsu og forvarnir en
ekki meðhöndlun eftirá. 12, 15
Íslensk heilbrigðisáætlun, sem lögð var fram árið
1999 og nær til ársins 2005 tekur mið af stefnu Alþjóða
heilbrigðisstofnunarinnar. Meginmarkmið er varða
aldraða eru að dregið verði úr biðtíma eftir hjúkrun-
arrými, að 70% þeirra sem eru 80 ára og eldri búi við
nægilega góða heilsu til að þurfa ekki stofnanarými, og
að mjaðma- og hryggbrotum fækki um 25%. 17
Tafla 3
Framreikningur mannfjölda
60 ára og eldri, ásamt hlutfalli af heild
Ár Alls 60+ % 70+ % 80+ % 90+ % 100+ %
1801 47,240 5,169 10.94 2,163 4.58 478 1.01 38 0.08 -
1901* 78,470 7,661 9.76 3,082 3.93 513 0.65 45 0.06 -
1950 143,973 15,552 10.80 7,231 5.02 2,157 1.50 249 0.17 -
2000 282,845 42,471 15.02 23,230 8.21 7,724 2.73 1,117 0.39 24 0.01
2025 317,319 73,986 23.32 36,639 11.55 11,588 3.65 2,058 0.65 81 0.03
(* ótilgreindur aldur 280) ( Framreikningar miðast við gögn frá 1995) 4