Öldrun - 01.02.2001, Qupperneq 18
18 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001
Farsæl öldrun
Farsæl öldrun (successful aging) – áherslan á
aukin lífsgæði efri ára – undirstrikar að heilsusamlegur
lífsstíll feli í sér félagsleg og efnahagsleg tækifæri.
Framþróun í læknisfræði og lýðheilsu og heilsusam-
legir lifnaðarhættir stuðla að lengri ævi. Ef árin sem við
bætast eru ár verulega skertra lífsgæða, þá er það lítt
eftirsóknarvert. Eitt meginmarkmið heilbrigðis- og fé-
lagsvísinda er því að auka við lífsgæði.
Leiðir að því eru m.a. að allir aldurshópar líti á aldr-
aða sem mikilvægan aldurshóp, sem hafi verðmæti til
málanna að leggja og draga þarf úr aldursmismunun.
Umræða um jákvæðar hliðar efri ára og áhersla á
jákvætt sjálfsmat þarf að aukast. Samfélagið þarf að sjá
fyrir góðri heilsuvernd, góðu aðgengi að upplýsingum
um heilsuvernd og hafa forgöngu um heilsusamlega
lifnaðarhætti ævina út í gegn. Efla þarf einingu meðal
allra kynslóða og gera öldruðum kleift að vera þátttak-
endur í þjóðfélaginu. 7,12, 15
Bætt aðgengi að upplýsingum um heilsuvernd og
heilsuverndarþjónusta, ásamt hvatningu til heilsusam-
legra lífshátta – allt hjálpast þetta að og stuðlar að betri
heilsu fólks fram eftir ævi. Aðstoð við fólk þegar meg-
inbreytingar verða á lífi þess s.s. við missi ástvinar og
undirbúning eftirlaunaaldurs stuðlar einnig að því að
fólk takist á við áföll og vinni úr þeim. Það sem áður var
álitið óumflýjanlegt – skert færni aldraðra, hefur sýnt
sig að á engan veginn við um alla aldraða.
Mikilvægt er að finna nýjar atvinnuskapandi leiðir
og afnema aldursbundin starfslok, og gera fólki þannig
kleift að vinna eins lengi og hugur og heilsa stendur til.
Aukin atvinnuþátttaka aldraðra gæti haft margþætt
efnahagsleg áhrif bæði með auknum tekjum þessa ald-
urshóps og ekki síður þar sem slík virkni og þátttaka í
þjóðfélaginu er líkleg til að skila sér í betra heilsufari,
andlegri líðan og betri stöðu í þjóðfélaginu.
Í þessu sambandi er sjálfsímynd aldraðra og sýn
þjóðfélagsins á aldraða ákaflega mikilvæg. Vinda þarf
ofan af því hugarfari að öldrun fylgi óhjákvæmilega
heilsutap og léleg sjálfsbjargargeta. Leggja þarf
áherslu á gæði lífsins og þau tækifæri sem fylgja efri
árum eins og öðrum aldursskeiðum í lífinu.
Heimildir:
1. Aðalsteinn Guðmundsson. Langlífi og heilsufar aldraðra á Íslandi.
Morgunblaðið, 2000, 28. nóv.
2. Brody, JA et. al. Reproductive longevity and increased life expec-
tancy. Age and Ageing, 2000,29, 75-78.
3. Félagsþjónustan í Reykjavík. Ársskýrsla 1998. 1999
4. Hagstofa Íslands. Landshagir, 2000, nóv. 2000 – jan. 2001
5. Hagstofa Íslands. Ísland í tölum, 1999-2000, 5,
6. Horiuchi S. Demography: Greater lifetime expectations. Nature,
Vol. 405(6788), 2000, June 15, 744-745.
7. Kalache A. Acive ageing makes the difference. Bulletin of the
World Health Oranization, 1999, 77 (4), 299.
8. Kalache A, Keller I. The greying world: a challenge for the twent-
y-first century, Scientific Progress 2000, 83 (Pt 1:33-54).
9. McCormack J. Hitting a Century: Centenarians in Australia. Austr-
alasian Journal on Ageing, 2000,19, No 2 May, 75-80.
10. Lutz W. et al. Doubling of world population unlikely. Nature, 1997,
387(6635) 19.June, 803-805
11. Nusselder, WJ et al. Smoking and the compression of morbidity. J.
Epidemiol Community Health, 2000; 54:566-574
12. Sameinuðu þjóðirnar. Press Release WHO/50, 1999, 28. Sept.
13. Sameinuðu þjóðirnar. Press Release WHO, 4. June 2000, Statistics
DALE
14. Siegel J. Aging into the 21st century (Skýrsla í samvinnu við Adm-
inistration on Aging) National Aging Information Center, 1996, 31.
maí.
15. Unger JB, et.al.I. Variation in the Impact of Social Network Charac-
teristics on Physical Functioning in Elderly Persons: MacArhur
Studies of Successful Aging. Journal of Gerontology, Social
Sciences, 1999, 54B, S245-S251.
17. Vilborg Ingólfsdóttir. Stefnumörkun í öldrunarþjónustu á Íslandi,
Öldrun, tímarit um öldrunarmál, 1999, 2, 20-22.
Styrkur
til umsóknar
úr
Vísindasjóði
Öldrunarfræðafélags Íslands
Vísindasjóði Öldrunarfræðafélags Íslands
er ætlað að styrkja vísinda- og
rannsóknarstarfsemi á málefnum aldraðra,
sem framkvæmd er á vegum félagsins eða
einstaklinga.
Umsóknir er tilgreini lýsingu og markmið
rannsóknarverkefnis, skulu sendar stjórn
Vísindasjóðs ÖFFÍ,
Önnu Birnu Jensdóttur, LHS,
Skrifstofa öldrunarsviðs
Landakoti, 101 Reykjavík
fyrir 10. mars 2001.