Öldrun - 01.02.2001, Síða 19

Öldrun - 01.02.2001, Síða 19
19ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001 Í tilefni af jólafundi hjá Félagi öldrunarlækna 16. des. sl. flutti nýkjörinn formaður smáhugvekju þar sem hún vogaði sér inn á allt aðra fræðibraut en hún er vön að ferðast á, það er að segja á svið norrænna fræða og velti fyrir sér viðhorfi til aldraðra að fornu. Erindið birtist hér svolítið breytt og endurbætt. Kæru félagar ! Elds er þörf , þeim er inn er kominn, og á kné kalinn; matar og voða er manni þörf, þeim er hefir um fjall farið. Þannig hljóðar 3ja erindi Hávamála og finnst mér það eiga vel við þegar fólk kemur saman á dimmu vetr- arkvöldi eins og við núna til að eiga saman góða stund yfir góðum mat, þó við sleppum því að vefja okkur voðum! Það vill svo skemmtilega til að í núverandi stjórn Félags íslenskra öldrunarlækna sitja einvörðungu konur og leyfi ég mér að óska félagsmönnum til ham- ingju með það. En þó konur séu ákaflega merkilegur hluti mannkynsins þá gekk mér illa að finna nógu mikið lof um þær í Eddukvæðum sem ég fletti á meðan ég var að undirbúa þetta erindi og gríp því til þess ráðs að lesa fyrir ykkur smákafla úr Hallfreðarsögu sem lýsir vel hvað konur eldast yfirleitt vel og eru virkar fram eftir öllum aldri. Þorsteinn Ingimundarson var þá höfðingi í Vatns- dal. Hann bjó að Hofi og þótti mestur maður þar í sveitum; hann var vinsæll og mannheillamaður mikill. Ingólfur og Guðbrandur voru synir hans. Ingólfur var vænstur maður norðan lands; um hann var þetta kveðið: Allar vildu meyjar með Ingólfi ganga, þær er vaxnar voru; vesöl kvaðsk æ til lítil. „Eg skal og“, kvað kerling, „með Ingólfi ganga, meðan mér tvær of tolla tennur í efra gómi.“ Af því að hér eru samankomnir læknar með sér- stakan áhuga á öldrun reyndi ég að viða að mér efni úr fornum bókmenntum okkar þar sem minnst er á ellina. Ef flett er upp orðinu elli (alderdom ) í norrænu menn- ingarsöguorðabókinni (Nordisk kulturhistorisk leks- Jólahugvekja á Þorra Guðný Bjarnadóttir lyf- og öldrunarlæknir, formaður félags íslenskra öldrunarlækna

x

Öldrun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.