Öldrun - 01.02.2001, Síða 20
20 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001
sumarið 1977. Iðulega þegar ég spurði eldra bændafólk
hvar það byggi var svarið : „jeg bor på kår“ og var þá
átt við að fólk byggi í sérhúsnæði á gamla sveitaheim-
ilinu sínu en að aðrir væru teknir við rekstrinum. Mér
varð umhugsunarefni sá merkingarmunur sem greini-
lega hafði orðið þarna á sama gamla orðinu, kör, þar
sem á íslensku þykir ekki fýsilegt að vera lagstur í kör
en í Noregi var síður en svo neikvæður blær á orðinu.
Fólkið bjó sjálfstætt út af fyrir sig en var laust frá amstri
dagsins. Væntanlega hefur þetta fólk þó gripið í ein-
hver verk eftir getu alveg eins og alltaf hefur verið hefð
fyrir á sveitabæjum fram á þennan dag. Á Íslandi hefur
sennilega verið erfiðara að byggja sérstakt húsnæði
yfir fullorðið fólk vegna efnisskorts, hér máttu allir
dúsa saman ungir sem aldnir og jafnvel kýrnar hafðar
innan dyra til að hita upp! Í þá daga var nauðsynlegt að
allir á heimilinu legðu sitt af mörkum til að draga björg
í bú. Í Laxdælu er falleg frásögn af gömlum manni (kar-
lægum) sem er látinn gæta kornabarns í vöggu á
meðan fólkið er í heyskap. Barngæslan gengur ekki
betur en svo að barnið, drengur að nafni Halldór,
dettur úr vöggunni á gólfið og liggur þar ósjálfbjarga.
Gamli maðurinn liggur í rúminu og getur ekkert gert
nema mæla fram eftirfarandi:
Liggjum báðir
í lamasessi
Halldór og eg,
höfum engi þrek;
veldur elli mér,
en æska þér,
þess batnar þér,
en þeygi mér.
Nú á dögum væri gamli maðurinn í endurhæfingu
til að auka hreyfigetuna og Halldór litli ætti móður í
fæðingarorlofi! Svona hafa tímarnir breyst en ekki
mennirnir, þeir hafa alltaf haft sömu þörfina fyrir ástúð
og umhyggju.
Ég lýk þessu máli með lestri á kaflanum úr Egils
sögu þar sem elli og andláti Egils er lýst. Þetta er
magnaður kafli um hvernig gamall maður, farinn að
kröftum er upp á aðra kominn og hæddur af vinnufólk-
inu. En hann hefnir sín að síðustu með því að fela silf-
urpeningana sína svo vel að þeir hafa enn ekki fundist.
Ég flyt þennan kafla til að minnast föður míns Bjarna
Einarssonar dr. philos., handritafræðings (1917-2000).
Uppáhaldssaga hans var Egilssaga og eyddi hann
stórum hluta starfsævi sinnar í að rannsaka hana og
tókst rétt fyrir andlát sitt að ganga frá grundvallarút-
gáfu á helstu handritagerð sögunnar og verður hún
brátt gefin út af Stofnun Árna Magnússonar í Kaup-
mannahöfn. Þorleifi Haukssyni og Einari Hrafnssyni
vil ég þakka góðar ábendingar um efni í þetta erindi,
höfundur hafði bæði gagn og gaman af því að semja
það enda bara með barnaskólapróf í íslensku (!). Von-
ikon) kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Þar er til
dæmis bent á að þótt djúphyggja sé mikils metin (og er
hún oft einmitt einkenni aldraðra), þá njóta aldraðir
sem slíkir ekki mikillar virðingar né umhyggju. Við
getum tekið til vitnis um þetta 134. vísu Hávamála:
að hárum þul
hlæ þú aldregi,
oft er gott
það er gamlir kveða;
oft úr skörpum belg
skilin orð koma,
þeim er hangir með hám
og skollir með skrám
og váfir með vilmögum.
Jafnvel sá gamli víkingur Egill Skallagrímsson
þurfti að þola háð og spott eldhúskvennanna þegar
hann flæktist fyrir þeim við eldstæðið sjóndapur og fót-
fúinn, og er þá illa komið fyrir kappanum þegar konur
eru meira að segja farnar að hæðast að honum. En
þess á milli er honum líka sýndur sómi opinberlega á
þingi og er hann beðinn um að dæma í málum manna.
Þar kemur sjálfsagt löng og mikil lífsreynsla honum að
gagni og sú djúphyggja sem henni fylgir, og þess vegna
hefur hann verið kallaður til dóma.
Í norrænni sögu hefur verið ríkjandi sú hefð öldum
saman að það sé samfélagsleg skylda að sjá fyrir öldr-
uðu fólki þó stundum hafi verið reynt að komast hjá
þeirri skyldu, sérstaklega ef mikið hallæri ríkti. Þá
komu menn stundum fram með tillögur um að drepa
gamalt fólk til að losna við að sjá því farborða. Eða það
gekk sjálft (meira eða minna hjálparlaust?) fyrir ætter-
nisstapa til að losna við að deyja á sóttarsæng og þar
með komast örugglega til Óðins.
Í Reykdælasögu er sagt frá því að samkoma hér-
aðsmanna „lofaði að gefa upp fátæka menn, gamla, og
veita enga hjálp, svo þeim, er lama voru eða að nokkru
vanheilir, og eigi skyldi herbergja þá, en þá gnúði á
hinn snarpasti vetur…“ Sem betur fer átti mesti höfð-
ingi í sveitinni, Arnór kerlingarnef, móður sem gat
sannfært hann um hve ómannúðleg þessi ráðstöfun
væri og lét hann setja ný lög sem kváðu á um fram-
færsluskyldu á „einkanlega föður og móður“.
Gamalt fólk og óvinnufært voru ómagar sem erfin-
gjarnir áttu að sjá fyrir samkvæmt lögum. Þó voru til
ýmsar aðrar framfærsluleiðir fyrir efnað fólk, til dæmis
gat maður keypt sér framfærslu með því að eftirláta
eigur sínar svokölluðum „varnaðarmanni“ og gerast
sjálfur „afsalsmaður “. Og í kristni var hægt að kaupa
próventubréf og gerast próventumaður eða -kona í
klaustri, þ.e. fá þar fæði og húsnæði (og væntanlega
hjúkrun) gegn greiðslu. Setjast í helgan stein.
Það má kannski segja að þetta hafi verið upphafið
að elli- og hjúkrunarheimilum nútímans?
Sú sem þetta ritar vann sem aðstoðarlæknir á Hér-
aðssjúkrahúsinu í Lifangri í Norður-Þrændalögum