Öldrun - 01.02.2001, Page 22
22 ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001
Það var á dögum Hákonar hins ríka öndverðum, þá
var Egill Skalla-Grímsson á níunda tigi og var hann þá
hress maður fyrir annars sakir en sjónleysis.
Það var um sumarið er menn bjuggust til þings þá
beiddi Egill Grím að ríða til þings með honum. Grímur
tók því seinlega.
Og er þau Grímur og Þórdís töluðust við þá sagði
Grímur henni hvers Egill hafði beitt, „vil eg að þú for-
vitnist hvað undir mun búa bæn þessi.“
Þórdís gekk til máls við Egil frænda sinn. Var þá
mest gaman Egils að ræða við hana. Og er hún hitti
hann þá spurði hún: „Er það satt frændi er þú vilt til
þings ríða? Vildi eg að þú segðir mér hvað væri í ráða-
gerð þinni.“
„Eg skal segja þér,“ kvað hann, „hvað eg hefi
hugsað. Eg ætla að hafa til þings með mér kistur þær
tvær er Aðalsteinn konungur gaf mér er hvortveggi er
full af ensku silfri. Ætla eg að láta bera kisturnar til
Lögbergs þá er þar er fjölmennast. Síðan ætla eg að sá
silfrinu og þykir mér undarlegt ef allir skipta vel sín í
milli. Ætla eg að þar mundi vera þá hrundningar eða
pústrar eða bærist að um síðir að allur þingheimurinn
berðist.“
Þórdís segir: „Þetta þykir mér þjóðráð og mun uppi
meðan landið er byggt.“
Síðan gekk Þórdís til tals við Grím og sagði honum
ráðagerð Egils.
„Það skal aldrei verða að hann komi þessu fram,
svo miklum firnum.“
Og er Egill kom á ræður við Grím um þingferðina
þá taldi Grímur það allt af og sat Egill heima um þingið.
Eigi líkaði honum það vel. Var hann heldur ófrýnn.
Að Mosfelli var höfð selför og var Þórdís í seli um
þingið.
Það var eitt kveld þá er menn bjuggust til rekkna
að Mosfelli að Egill kallaði til sín þræla tvo er Grímur
átti. Hann bað þá taka sér hest „vil eg fara til laugar.“
Og er Egill var búinn gekk hann út og hafði með
sér silfurkistur sínar. Hann steig á hest, fór síðan ofan
eftir túninu fyrir brekku þá er þar verður er menn sáu
síðast.
En um morguninn er menn risu upp þá sáu þeir að
Egill hvarflaði á holtinu fyrir austan garð og leiddi eftir
sér hestinn. Fara þeir þá til hans og fluttu hann heim.
En hvorki komu aftur þrælarnir né kisturnar og
eru þar margar gátur á hvar Egill hafi fólgið fé sitt.
Fyrir austan garð að Mosfelli gengur gil ofan úr fjalli.
En það hefir orðið þar til merkja að í bráðaþeyjum er
þar vatnsfall mikið en eftir það er vötnin hafa fram fallið
hafa fundist í gilinu enskir peningar. Geta sumir menn
þess að Egill muni þar féið hafa fólgið. Fyrir neðan tún
að Mosfelli eru fen stór og furðulega djúp. Hafa það
margir fyrir satt að Egill muni þar hafa kastað í fé sínu.
Fyrir sunnan ána eru laugar og þar skammt frá jarð-
holur stórar og geta þess sumir að Egill mundi þar hafa
fólgið fé sitt því að þangað er oftlega sénn haugaeldur.
Egill sagði að hann hefði drepið þræla Gríms og svo
það að hann hafði fé sitt fólgið, en það sagði hann
engum manni hvar hann hefði fólgið.
Egill tók sótt eftir um haustið þá er hann leiddi til
bana. En er hann var andaður þá lét Grímur færa Egil
í klæði góð. Síðan lét hann flytja hann ofan í Tjaldanes
og gera þar haug og var Egill þar í lagður og vopn hans
og klæði.
9:00-9:05 Setning
9:05-9:45 Mat á líkamlegri færni aldraðra
Kynntar aðferðir sem sjúkraþjálfarar nota við mat á líkamlegri
færni aldraðra. Þessar matsaðferðir prófa þætti eins og jafn-
vægi, göngugetu og almenna hreyfi- og sjálfsbjargargetu.
Áhersla verður lögð á próffræðilega eiginleika þessara mats-
aðferða og notkunarmöguleika í þjónustu við aldraða.0
Sólveig Á. Árnadóttir, sjúkraþjálfari Akureyri
9:45-10:00 Kaffihlé
10:00-10:40 Taugasálfræðilegt mat á vitrænni hrörnun
Kynnt verða helstu taugasálfræðileg próf sem notuð eru til að
greina á milli ólíkra tegunda heilabilunar. Niðurstöður frá raun-
verulegum sjúklingum verða sýndar og ræddar.
María K. Jónsdóttir, taugasálfræðingur Landakoti.
10:40 -11:15 Aðferðir við mat á félagslegum aðstæðum
Fjallað um aðferðir félagsráðgjafa við mat á félagslegum
aðstæðum aldraðra í heimahúsum. Skoðuð verða tengsl
stuðningskerfis og félagslegrar þátttöku við andlega líðan og
líkamlega færni.
Steinunn K. Jónsdóttir, yfirfélagsráðgjafi LSH Landakoti
11:15-11:50 Með iðju mannsins að leiðarljósi.
Mælitæki og matsaðferðir iðjuþjálfa í þjónustu við aldraða.
Ingibjörg Ásgeirsdóttir forstöðuiðjuþjálfi LSH Fossvogi
11:50-13:20 Umræður og matarhlé
13:20-14:00 Greining á þunglyndi aldraðra
Fjallað verður um fyrirbrigðið (fenomenologiu) þunglyndi
aldraðra og hvað greinir það frá þunglyndi yngra fólks, hvernig
það tengist öðrum sjúkdómum aldraðra m.a. heilabilun og um
greiningaraðferðir.
Sæmundur Haraldsson geðlæknir, LSH Landakoti.
14:00-14:40 Klínísk notkun RAI mælitækisins -raunverulegur
aðbúnaður íbúa
Fjallað um notkun RAI mælitækisins við mat á heilsufari og
hjúkrunarþörf aldraðra sem dvelja á öldrunarstofnunum.
Kynnt notkun RAI matslykla (RAPs), sem byggja á kerfisbund-
inni aðferð til að greina heilsufarslegt og félagslegt ástand og
notkun RAI gæðavísa (QI) sem voru þróaðir til að tryggja
ákveðin gæði umönnunar.
Hlíf Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, Landspítala
14:40-15:00 Kaffihlé
15:00-15:35 Um vistunarmat aldraðra
Fjallað um vistunarmat aldraðra, forsendur þess og markmið.
Rætt verður um eiginleika vistunarmatsins sem mælitækis.
Þorgerður Valdimarsdóttir forstöðumaður Mathóps Reykja-
víkur
15:35-16:00 Pallborðsumræður
MÆLITÆKI Í ÞJÓNUSTU VIÐ ALDRAÐA
NÁMSTEFNA ÖLDRUNARFRÆÐAFÉLAGS ÍSLANDS OG ENDURMENNTUNARSTOFNUNAR HÍ
Haldin í húsi Endurmenntunar, Dunhaga 7 – miðvikudaginn 7. mars kl. 9-16