Öldrun - 01.02.2001, Blaðsíða 25
25ÖLDRUN – 19. ÁRG. 1. TBL. 2001
sjúklingarnir hafa ýmist verið dagspítalasjúklingar, 5-
daga deild eða samfelld innlögn.
Árangurinn hefur í flestum tilfellum verið góður, og
yfir 90% þeirra sem hafa innritast hafa klárað próg-
ramið. Ástæður brottfalls hafa oftast verið alvarleg
veikindi sem komið hafa upp meðan á þjálfun hefur
staðið, og einungis tveir einstaklingar hafa hætt vegna
álags. Að meðaltali hafa sjúklingarnir bætt sig um rúm
15% í úthaldi, og heldur meira í vöðvastyrk. Þessi
árangur er mjög góður miðað við aðrar þekktar
aðferðir sem notaðar eru við endurhæfingu aldraðra.
Haustið 2000 urðu breytingar á starfseminni,
þannig að framvindufundir eru nú fjarfundir, þ.s.
Ólafur situr í Reykjavík en aðrir meðlimir teymisins í
fjarfundastofu FSÍ. Við upphaf og lok hverrar lotu eru
allir skoðaðir og metnir af teyminu og öldrunarlækni
sem kemur mánaðarlega til Ísafjarðar.
Starfsemin hefur til þessa miðast við megin starfs-
væði FSÍ, en í raun er ekkert því til fyrirstöðu að taka
inn sjúklinga annars staðar af landinu eftir tilvísun
lækna.
Þriggja ára reynsla af kröftugri endurhæfingu aldr-
aðra á Ísafirði hefur sýnt að hægt er að ná verulegum
árangri, jafnvel þegar unnið er með mjög veikburða
einstaklinga. Aukin færni og styrkur skilar sér í
auknum lífsgæðum, og gerir eldri einstaklinga sjálf-
stæðari og færa um að búa lengur að sínu, utan stofn-
ana.