Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 5

Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 5
5ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 www.oldrun.net Markmið aðgerða Markmið gerviliðsaðgerðar á mjöðm er að verkir í mjöðm hverfi eða minnki. Að liðurinn sé stöðugur og beri sjúklinginn vel og síðast en ekki síst að hann sé hreyfanlegur. Algengur dvalartími á sjúkrahúsi er einn dagur fyrir aðgerð og fimm til sex dagar eftir aðgerð. Gerviliðurinn Gerviliðurinn kemur í staðinn fyrir hinn eiginlega lið, en þó aðeins brjóskið í liðnum. Gerviliðurinn er úr tveimur hlutum, í augnkarlinn í mjaðmargrindinni er settur bolli úr plasti sem er festur með beinsementi. Í lærlegginn er settur sjálfur gerviliðurinn sem er stöng úr málmblöndu með kúlu á endanum sem kemur í stað hinnar eiginlegu mjaðmarkúlu (sjá mynd). Með þessu er slitni liðurinn endurskapaður. En betra er heilt en vel gróið og þrátt fyrir að árangur þessara aðgerða sé góður og flestir sjúklingar séu ánægðir með árangurinn þá eru fylgikvillar aðgerðanna nokkrir. Fylgikvillar Í um 3% tilfella kemur það fyrir að liðurinn hleypur úr lið og þarf þá oft að svæfa viðkomandi stutta stund og setja í liðinn. Liðhlaup verða helst ef sjúklingar fara óvarlega, sitja í djúpum stólum eða snúa fætinum inn á við of mikið. Stundum þarf þetta ekki til og liðhlaupið verður vegna þess að afstaða hluta gerviliðarins er ekki rétt. Það kemur fyrir að það þarf að gera aðra aðgerð til að laga þetta. Sýkingar eru sjaldgæfar (innan við 1% aðgerða) en illar viðureignar. Aðrir fylgikvillar eru sjald- gæfari (sjá síðar). Hver er árangur gerviliðsaðgerða á FSA 1982-2002 Árangur aðgerðarinnar er yfirleitt góður. Sjúklingar verða flestir verkjalausir eða verkjalitlir, hreyfifærni batnar og þeir eru komnir til síns heima um það bil viku eftir aðgerð. Frá upphafi hafa allar aðgerðir við bæklunardeild FSA verið skráðar og síðan árið 1992 hefur sú skráning falið í sér gæðaeftirlit með mörgum þáttum. Greiningar fyrir aðgerðir voru staðfestar, fylgikvillar skráðir svo og ástæður enduraðgerða. Enduraðgerð er skilgreind sem skipti á gervilið eða hluta hans. Kannað var hvort sjúk- lingar okkar hefðu leitað til annarra sjúkrahúsa vegna fylgikvilla í framhaldi af aðgerð eða hvort enduraðgerð hafi verið gerð á öðrum sjúkrahúsum vegna þeirra. Niðurstöður Frá nóvember árið 1982 til 1. janúar árið 2000 voru 744 Exeter-gerviliðsaðgerðir framkvæmdar á bæklun- ardeild FSA. Sem fyrsta aðgerð voru 654 aðgerðir gerðar, en 90 enduraðgerðir fóru fram. Mest voru það gerviliðir frá öðrum sjúkrahúsum sem skipt var um. Flestar aðgerðirnar voru gerðar vegna slitgigtar eða 571 þ.e. 87%, þá vegna liðagigtar 17 eða 3%, vegna brota á lærleggshálsi eða afleiðinga þeirra voru gerðar 42 aðgerðir eða 6% og 24 aðgerðir vegna annarra sjúk- dóma. Meðalaldur karla við aðgerð var 68,4 ár og kvenna 68,8 ár. Meðallegutími sjúklings hefur styst frá árinu 1982 úr 22 dögum í 11 daga árið 1999 og styttist enn. Enduraðgerðir Við lok rannsóknartímabilsins hafði þurft að gera enduraðgerð á 37 mjöðmum af þeim 654 aðgerðum sem gerðar voru á tímabilinu. Þrjár af þessum 37 endurað- gerðum voru framkvæmdar á öðrum sjúkrahúsum. Orsakir enduraðgerða voru þessar: 28 (4,3%) voru gerðar vegna þess að los komst á gervilið, vegna endur- tekinna liðhlaupa voru gerðar 7 aðgerðir (1,1%) og vegna djúpra sýkinga 2 (0,3%) (vinsamlega sjá töflu 1). Hlutfall enduraðgerða fyrir allt tímabilið vegna þess að los komst á gerviliði var 6% eftir 10 ár og 10% eftir 16 ár. Árangur aðgerða eftir 1990 batnar og er hlutfall end- uraðgerða þá innan við 5%, en eftir árið 1990 var aðgerðatækni breytt að því talið er til hins betra. Exeter-gerviliður. Plastbolli í mjaðmargrind og gerviliður úr málmblöndu í legg. Til hliðar er röntgenmynd af slit- inni mjöðm.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.