Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 11

Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 11
11ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 www.oldrun.net Algengur legutími er fimm til sjö dagar. Ef um aðra sjúk- dóma er að ræða eða aldur eða styrkur sjúklings krefst lengri sjúkrahúsdvalar, er það góður undirbúningur að tryggja fólki vist á endurhæfingardeild fyrir aldraða áður en til aðgerðar kemur. Læknir og sjúkraþjálfari ákveða hverju sinni hvernig endurhæfingu skuli háttað, en bataferlið tekur þrjá til sex mánuði. Hugleiðingar frá eigin brjósti Mér hefur þótt ánægjulegt að vinna með sjúklingum sem fara í gerviliðsaðgerðir. Sjúklingar eru oftast nokkuð tilbúnir að taka þetta stóra skref til að bæta líðan sína. Aðgerðir ganga yfirleitt vel og margt hjálpast að við að gera aðgerðina sífellt áhættuminni. Þegar svo sjúklingur uppgötvar að aðgerð lokinni, jafnvel við fyrsta ástig, að líðan í liðnum hefur breyst til batnaðar þá upphefst tímabil væntinga um betra líf. Við útskrift er oft komin talsverð reynsla þessu til staðfestingar, svo sjúklingur kveður okkur fullur bjart- sýni. Þetta er því þakklátt starf og hægt að gleðjast með sjúklingi yfir góðum árangri og von um betra líf. 2. Hjúkrun sjúklinga sem gangast undir mjaðmaraðgerðir vegna beinbrota Hættan á að fá brot á mjaðmarsvæði eykst verulega með hækkuðum aldri. Um 95% allra mjaðmarbrota verða hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Áhættuþættir varðandi mjaðmarbrot eru, auk aldurs, beinþynning, heilabilun, það að vera hvít kona og að dvelja á öldrun- arstofnun. Karlar eru þó alls ekki undanskildir hættu á mjaðmarbroti sem hefur aukist með hækkuðum lífaldri. Ástæða beinbrotsins er oftast fall, sem getur orsakast af svima eða skerðingu á hreyfifærni. Lélegt næringar- ástand, hreyfingarleysi, heilabilun og ýmsir undirliggj- andi sjúkdómar eru oft orsök þess að fólk dettur og beinbrotnar. Þess vegna koma þessir sjúklingar til aðgerðar á allt öðrum forsendum og með allt annan undirbúning en þeir sjúklingar sem hafa valið í samráði við lækni sinn að gangast undir aðgerð (Black, o.fl., 2001). Þegar að aðgerð kemur gilda þó sömu viðmið og áður hafa verið nefnd, nema hvað aðstæður sjúklinga og aðstandenda þeirra eru miklu verri þar sem enginn er í raun undirbúinn. Þegar tekin er heilsufarssaga skiptir almennt ástand og aðrir sjúkdómar miklu, en það skiptir einnig miklu að meta styrkleikaþætti og veik- leikaþætti einstaklingsins og aðstandenda hans. Undirbúningur fyrir aðgerð Undirbúningur fyrir aðgerð er oftast minni en við gerviliðsaðgerðir vegna þess að sjúklingur fer svo fljótt sem hægt er í aðgerð. Huga þarf að næringarástandi og húðhreinsun, viðhafa legusáravarnir, setja upp þvag- legg og gefa blóðþynningarlyf, sýklalyf og verkjalyf og fylgjast vel með verkun þeirra (Black, o.fl., 2001). Hjúkrun eftir aðgerð Hjúkrun eftir aðgerð er á fyrstu dögum sambærileg við hjúkrun eftir mjaðmaraðgerðir. Hún fer þó nokkuð eftir aðgerðartegund, sem er mismunandi eftir legu brotsins. Í öllum tegundum aðgerða, nema einni, er umtalsvert blóðtap og aðgerð tekur talsverðan tíma. Þegar hægt er að gera aðgerð með neglingu í röntgenskyggningu án teljandi inngrips er blóðtap hverfandi og aðgerð reynir lítið á sjúkling, sem gerir endurbata og endurhæfingu auðveldari en ella. Aðrar aðgerðartegundir eru annaðhvort negling eða að settur er hálfur liður eða nagli með haus sem gengur inn í mjaðmarskálina. Við allar þessar aðgerðir þarf að sinna sjúklingi á sama hátt og við mjaðmarað- gerðir. Hættan á liðhlaupi er þó ekki fyrir hendi við negl- ingar, en eftir sem áður þarf að hagræða sjúklingi vel og gæta vel að hreyfingum (Black, o.fl., 2001). Undirbúningur fyrir útskrift Batahorfur sjúklinga sem hafa hlotið mjaðmarbrot eru mjög mismunandi og endurbatinn tekur mislangan tíma. Þar skiptir miklu almennt ástand, aðrir sjúkdómar, aldur, aðstæður og lífskraftur einstaklingsins. Einnig skiptir miklu hvort tekst að forða fylgikvillum eftir aðgerð og/eða fylgikvillum vegna brotsins. Við mat á getu sjúklings skiptir samstarf fagstétta miklu og reynist vel að vinna að framvindu mála sjúk- lings í teymisvinnu. Er þá um skipulagt samstarf að ræða, bæði innan deildar þar sem sjúklingur dvelst og einnig í samvinnu við önnur útskriftarteymi. Á LSH er starfandi útskriftarteymi sem vinnur í samráði við starfsfólk deildar að útskriftarmálum. Einnig er sam- vinna og upplýsingagjöf til aðstandenda mikilvæg. Stundum getur sjúklingur útskrifast í fyrri aðstæður með þeirri hjálp sem býðst á heimili. Oft þarf þó sjúk- lingur lengri tíma til að ná bata og er þá æskilegt að hann komist á endurhæfingarstofnun fyrir aldraða (Black, o.fl., 2001). Hugleiðingar frá eigin brjósti Það er alltaf erfitt og krefjandi verkefni að hjúkra sjúklingi sem hefur beinbrotnað. Beinbrot kemur öllum í opna skjöldu, jafnt ungum sem gömlum. Að hjúkra öldruðum sem hafa hlotið mjaðmarbrot krefst nær- færni, góðs eftirlits og nákvæmni þegar kemur að því að meta heilsufar, andlega líðan og varnir gegn fylgi- kvillum aðgerðar og legu. Vitað er að mjaðmarbrot á efri árum dregur úr lífs- gæðum fólks og eykur líkur á stofnanavistun. Þess vegna er mikilvægast að fyrirbyggja slík brot eftir megni. Vitað er um margt sem getur aukið öryggi fólks á efri árum s.s. gott heilsufarseftirlit og eftirfylgd, næg heimahjúkrun og önnur aðstoð á heimili, en einnig þarf að veita fjármagni í aðgerðir sem vitað er að eru fyrir-

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.