Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 10

Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 10
10 www.oldrun.net ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 að framkvæma þær á þriggja til fjögurra klst. fresti fyrstu dagana eftir aðgerð. Á sama hátt er mikilvægt að kenna fólki djúpöndun og hvetja það til æfinga daginn fyrir aðgerð. Úthreinsun fer fram síðdegis daginn fyrir aðgerð og er algengast að sjúklingur noti hægðalosandi Toilax- túbu í endaþarm. Þetta er gert til að sjúklingur sleppi við hægðalosun fyrstu daga eftir aðgerð. Sjúklingur sefur stundum á aðgerðardeild nóttina fyrir aðgerð og fær þar með aðstoð við undirbúning. Annars lýkur hann undirbúningi á deild, sefur heima og fer í sturtu þar. Fasta. Sjúklingur þarf að fasta frá miðnætti kvöldið fyrir aðgerð eða alls 6-8 klst. ef aðgerð fer fram á öðrum tíma. Að fasta þýðir að hann megi hvorki borða né drekka þennan tíma. Einnig er hann hvattur til að reykja ekki né heldur nota tyggigúmmí. Lyfjaforgjöf, sem oftast er tafla undir tungu, er gefin ca. 1 klst. fyrir aðgerð. Eftir það á sjúklingur að halda kyrru fyrir í rúminu. Hjúkrun eftir aðgerð Eftir aðgerð dvelur sjúklingurinn á vöknun í 6-8 klst. þar sem grannt er fylgst með lífsmörkum og ástandi hans. Aðgerð er oftast gerð í mænudeyfingu sem hefur marga kosti fyrir sjúkling umfram svæfingu. Stundum er einnig lagður utanbastsleggur (epidural) til að auð- velda verkjastillingu. Hann er þá hafður áfram í 1/2–1 sólarhring, en oftast ekki lengur við liðskiptaaðgerð á mjöðm. Verkjameðferð. Á aðgerðardegi og fyrsta degi eftir aðgerð fær sjúklingur sterk verkjalyf í sprautuformi. Eftir það eru notuð hefðbundin verkjalyf eða gigtarlyf sem töflur eða endaþarmsstílar. Sjúklingar eru hvattir til að þiggja verkjalyf á föstum tímum til að tryggja sig gegn verkjum, en einnig til að auðvelda hreyfingu sem er mjög mikilvæg. Mikilvægt er að hagræða sjúklingi og tryggja rétta og þægilega legu í rúminu. Sýklalyfjagjöf. Sjúklingur fær sýklalyfjagjöf í æð skömmu áður en aðgerð hefst og síðan í einn sólar- hring. Þetta er gert í fyrirbyggjandi tilgangi til að forð- ast sýkingar á skurðstað. Þvagleggur. Vegna mænudeyfingarinnar er lagður þvagleggur sem sjúklingur þarf að hafa í sólarhring eftir aðgerð. Æskilegast er að hægt sé að fjarlægja hann á fyrsta eða öðrum degi eftir aðgerð, því vitað er að sýkingarhætta í blöðru eykst umtalsvert ef hann liggur inni lengur. Blóðgjöf, eftirlit með blóðmagni. Við aðgerðina tapar sjúklingur talsverðu blóðmagni. Þess vegna þurfa flestir að fá blóðgjöf meðan á aðgerð stendur. Síðan þarf að mæla blóðhag tvisvar til þrisvar sinnum eftir aðgerð til eftirlits og stundum þarf að gefa meira blóð. Dren, umbúðir, saumataka. Sjúklingur er með sog- dren inn á aðgerðarsvæði fyrsta sólarhringinn til að taka við viðbótarblæðingu eftir aðgerð. Það er fjarlægt á fyrsta degi. Umbúðir eru hafðar óhreyfðar í þrjá daga eftir aðgerð, eftir það eru settar léttar umbúðir. Sauma- taka eða heftataka er framkvæmd á fjórtánda degi á heilsugæslustöð eða af heimahjúkrun. Hreyfing og öndun. Strax á vöknun er mikilvægt að hvetja til djúpöndunar. Daginn eftir aðgerð er síðan hægt að hefja fótaæfingar. Sjúkraþjálfarar aðstoða sjúkling við að fara fram úr rúmi á fyrsta degi eftir aðgerð. Þegar á öðrum degi er mikilvægt að aðstoða sjúkling fram úr minnst þrisvar á dag og ganga með honum nokkur skref á stofu og gangi. Há göngugrind er nauðsynlegt hjálpartæki. Sjúkraþjálfarar kenna síðan sjúklingnum að ganga við hækjur eða göngugrind og mikilvægt er að allir, bæði sjúklingurinn sjálfur og starfsfólk, skilji gildi þess að hann auki hreyfingu dag frá degi og aðstoði hann við það eftir þörfum. Blóðþynningarlyf er gefið daglega í fimm til sex daga. Næring og vökvi. Fylgst er með vökvajafnvægi eftir aðgerð og sjúklingur síðan hvattur til að drekka vel og fylgst með næringarinntekt. Hættan á liðhlaupi. Eftir liðskipti á mjöðm er tölu- verð hætta á liðhlaupi í liðnum, nema að vissum varúð- arreglum sé fylgt. Sjúkraþjálfari kennir fólki þessar var- úðarreglur og kennir þeim nýjar hreyfingar. Það er mik- ilvægt að þessum hreyfingum sé beitt í öllum aðgerðum daglegs lífs næstu þrjá til sex mánuði og sumar hreyf- ingar þarf að viðhafa ævilangt. Þess vegna þurfa allir að leggjast á eitt að hjálpa sjúklingi að festa þessar æfingar í minni og þjálfa sig í að beita þeim. Hjálpartæki. Eftir aðgerð fær sjúklingur hjálpartæki sem hann notar með okkar hjálp meðan á sjúkrahús- dvöl stendur, en fær síðan með sér heim að láni frá Hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar. Þau eru upp- hækkun á salerni, sessa í stól, sokkaífæra og griptöng (Black, o.fl., 2001; Gerviliður í mjöðm, 1997). Undirbúningur fyrir heimferð Alveg frá því að aðgerð er fyrirhuguð hjá sjúklingi þarf að byrja að huga að því hvernig málum hans verði best háttað eftir aðgerð. Sá undirbúningur hefst oft á læknastofunni, þegar læknir sjúklings spyr hann um aðstæður á heimili og hvort einhver vandkvæði séu fyrir hendi varðandi endurbata og endurhæfingarmögu- leika hans. Í móttökuviðtali hjúkrunarfræðings er spurt um aðstæður á heimili og hvort líkur séu á að sjúklingur fari heim að aðgerð lokinni. Í samræmi við það er skoðað hvort gera þurfi endurbætur á heimili, hvort biðja eigi um heimahjúkrun eða aðstoð frá félagsþjón- ustu eða hvort sjúklingur fari áfram á endurhæfingar- stofnun eða deild. Upplýsingagjöf og gott samstarf við aðstandendur er mikilvægt í þessu tilviki og undirbún- ingur mikilvægur. Sé ekki um aðra sjúkdóma að ræða og aðstæður góðar, er fólk oftast komið vel á veg með að ganga á hækjum og vera sjálfbjarga við athafnir dag- legs lífs við útskrift af sjúkrahúsi, og er því fært um að fara heim með þeirri aðstoð sem völ er á hverju sinni.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.