Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 18

Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 18
18 www.oldrun.net ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 Rannsóknin hófst á bæklunarskurðdeild Landspítal- ans í desember 1997. Rúmlega ári eftir að farið var af stað með rannsóknina var ákveðið að flytja starfsemi bæklunarskurðdeildar Landspítalans yfir á Borgarspít- alann. Vegna alls rasks sem af þessu hlaust fækkaði þeim sjúklingum sem komu inn í rannsóknina á Land- spítalanum. Því var ákveðið árið 1999 að bjóða einnig sjúklingum sem gengust undir gerviliðsaðgerð á mjöðm á Sjúkrahúsi Akraness að taka þátt í rannsókn- inni. Mælitæki Til að meta árangur voru sjúklingar úr báðum hópum beðnir um að svara spurningum um árangur fyrir aðgerð, við útskrift, 2, 4 og 6 mánuðum eftir gervi- liðsaðgerðina. Notaðir voru sértækir mjaðmarmæli- kvarðar svo sem kvarði Meurle d´Abuigne og Postel (Charnley, 1972) og Harris Hip Score (HHS; Harris, 1969). Þessir listar eru báðir hannaðir til að meta árangur af meðferð við sjúkdómum í mjöðm. Meðferð- araðilinn fyllir listana út. Annar listi, Oxford Hip Score (OHS; Dawson, Fitzpatrick, Carr og Murray, 1996), var einnig notaður. Þessi spurningalisti er sérstaklega hannaður til að meta árangur af gerviliðsaðgerð á mjöðm út frá starfrænni getu og verkjum. Hann inni- heldur aðeins 12 spurningar og er því fljótlegur og hent- ugur. Áreiðanleiki, réttmæti og næmni fyrir breytingum er gott. Heilsutengd lífsgæði voru mæld með hjálp Notting- ham Health Profile (NHP; Hunt, McEwen og McKenna, 1986). Þessi spurningalisti mælir líðan sjúklingsins með tilliti til líkamlegra, félagslegra og tilfinningalegra þátta. Honum er skipt í tvo hluta, þar sem notuð eru já og nei svör. Réttmæti listans og áreiðanleiki er góður. Sjúkling- urinn svarar honum sjálfur. Árangur Legutíminn var marktækt styttri í fræðsluhópnum á báðum sjúkrahúsunum, eða 6 og 4 dagar að meðaltali miðað við 10 daga í samanburðarhópnum (Tafla I). Allir í fræðsluhópnum fóru heim, en í samanburðarhópnum fóru ellefu á endurhæfingardeild og tveir á sjúkrahótel. Meðalaldur var 66 ár í samanburðarhópnum, en 69 ár í fræðsluhópnum. Langflestir í báðum hópunum fóru í aðgerð vegna slitgigtar. Fimm í fræðsluhópnum og ell- efu í samanburðarhópnum fengu fylgikvilla af ein- hverjum toga, en enginn þeirra var alvarlegur og engin dauðsföll voru fyrstu sex mánuðina eftir aðgerð. Starfræn geta var marktækt betri og verkir mark- tækt minni hjá fræðsluhópnum að tveim, fjórum og sex mánuðum liðnum frá aðgerð samkvæmt mælitækinu OHS. Meðaltals OHS-skor mældist ekki marktækt mis- munandi milli hópa fyrir aðgerð, eða 33,1 hjá fræðslu- hópi en 36,6 hjá samanburðarhópi (p=0,061). Því hærri einkunn því meiri óþægindi. Tveim mánuðum eftir aðgerð var gildið 19 í fræðsluhópnum en 24 í saman- burðarhópnum (p=0,032). Eftir fjóra mánuði hafði fræðsluhópurinn 15,4 í einkunn en samanburðarhópur- inn 22 (p=0,007). Við lokamatið sex mánuðum eftir aðgerð var meðalgildið 14,2 hjá fræðsluhópi en 20,5 hjá samanburðarhópi (p=0,001; Tafla II). Fræðsluhópurinn var betri en samanburðarhópur- inn á flestum sviðum þegar þeir voru bornir saman með NHP heilsutengda lífsgæðamælitækinu. Tveim mán- Tafla 1. Samanburður á legutíma miðað við meðferðarhóp og sjúkrahús. Fræðslu-hópur Samanburðar-hópur Reykjavík Akranes Samtals Reykjavík Akranes Samtals P-gildi Fjöldi 18 9 27 11 12 23 Meðaltal (SD) 5,7 (1,3) 6,9 (1,9) 6,4 (2,4) 7,6 (2,2) 12,8 (2,9) 10 (3,5) <0,001* Miðgildi (IQR) 5 (5,0-6,25) 6 (5,5-8,5) 5,5 (5-7) 7 (6,0-9,0) 12 (10,0-15,75) 9,5 (7,0-13) * Tölfræði samkvæmt Mann-Whitney prófi. Aldrei má krossleggja skorna fótinn.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.