Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 13

Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 13
13ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 www.oldrun.net Aðgerðin Gerviliðurinn samanstendur af tveimur hlutum, hágæða plastskál sem sett er í augnkarlinn (aceta- bulum) og stálkúlu á skafti sem er sett niður í lærlegg- inn og yfirleitt fest með beinsementi (Gerviliður í mjöðm. Bæklingur, 1997). Hér á landi eru notaðar tvær aðferðir við aðgerð- irnar. Annars vegar er mjaðmarliðurinn opnaður aftan frá og liggur sjúklingur þá á hlið í aðgerð og hins vegar er liðurinn opnaður framan frá og liggur sjúklingur þá yfirleitt á bakinu. Eftir aðgerð er sá hluti liðpokans sem var opnaður viðkvæmur fyrir álagi og því hætta á liðhlaupi sérstak- lega fyrstu þrjá mánuðina á meðan vefir eru að gróa. Mikilvægt er þó að fara varlega alla tíð. Þessa fyrstu mánuði þarf því að fylgja ákveðnum varúðarráðstöf- unum í sambandi við hreyfingu. Þegar liðurinn er opn- aður aftan frá þarf að gæta þess að snúa fótleggnum ekki inn á við, en þegar hann er opnaður framan frá þarf að fara varlega í snúninga út á við. Í báðum tilfellum má aðeins beygja að 90° í mjöðm (Gerviliður í mjöðm. Fræðslubæklingur, 1997). Góður árangur þessarar aðgerðar er háður því að hún hafi gengið vel, að liðurinn sitji rétt og að fólk sé vel meðvitað um ástand sitt og viti hvað það má gera og hvað beri að varast (Ólöf R. Ámundadóttir, 2005). Endurhæfingin Niðurstöður rannsókna sýna að helstu vöðvahópar sem eru slappir hjá einstaklingum bæði fyrir og eftir gerviliðsaðgerð á mjöðm eru réttivöðvar mjaðmar (ext- ensorar), beygjuvöðvar mjaðmar (flexorar), fráfærslu- vöðvar mjaðmar (abductorar) og beygju- og réttivöðvar í hné. Einnig geta verið styttingar í vöðvum kringum mjöðm og hné (Shih, Du, Lin, og Wu, 1994). Hreyfingarleysi samfara stórum aðgerðum og sjúkrahúslegu veldur m.a. vöðvarýrnun (Suetta, o.fl., 2004). Þá hafa verkir einnig áhrif á að hreyfigeta minnkar og vöðvarýrnun eykst. Almennt Gerviliðsaðgerð á mjöðm er ein algeng- asta bæklunaraðgerð sem gerð er á fólki 65 ára og eldra (Freburger, 2000). Algengasta orsök þess að settur er gervi- liður í mjöðm er slitgigt. Markmiðið með þessari aðgerð er að losa fólk við verki, auka liðferil, bæta starf- ræna getu og auka lífsgæði. Miklar framfarir hafa orðið bæði í þróun gerviliða og tækni við aðgerðir. Einnig er legutími mun styttri nú en áður var. Áhætta sem fylgir þessum aðgerðum hefur minnkað og árangur batnað (NIH Con- sensus Development Conference on Total Hip Replacement, 1995). Endurhæfing eftir ísetningu gerviliðar í mjöðm Harpa Hrönn Sigurðardóttir sjúkraþjálfari á bæklunar- lækningadeild LSH, Fossvogi

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.