Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 19

Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 19
19ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 www.oldrun.net uðum eftir aðgerð voru minni verkir (p=0,005) hjá fræðsluhópnum. Eftir fjóra mánuði hafði fræðsluhópur- inn minni tilfinningaviðbrögð (p=0,022) og félagslega einangrun (p=0,010). Að sex mánuðum liðnum stóð samanburðarhópurinn sig betur hvað varðaði orku- skort (p = 0,007), verki (0,021), hreyfigetu (p = 0,003) og félagslega einangrun (p = 0,033). Munur á skorun í HHS og á Meurle d´Abuigne og Postel-kvarða var ekki marktækur, en öll gildin voru alltaf fræðsluhópnum í hag. Samkvæmt niðurstöðum okkar virðist sem styttri legutími á sjúkrahúsi hafi síður en svo óæskileg áhrif á líðan eftir liðskipti í mjöðm, ef stytt sjúkrahúslega er bætt upp með heimahjúkrun, vandaðri fræðslu og leið- beiningum fyrir og eftir aðgerð. Tafla 2. Starfræn geta og verkir samkvæmt Oxford Hip Score miðað við meðferðarhóp 2 mán. 4 mán. 6 mán. Fyrir aðgerð eftir aðgerð eftir aðgerð eftir aðgerð Fræðsluhópur N 27 27 26 27 Meðaltal (SD) 33,1 (7,5) 19,0 (6,3) 15,4 (4,2) 14,2 (4,3) Miðgildi (IQR) 31,0 (25,0-39,0) 17,0 (15,0-21,0) 13,5 (12,0-17,5) 12,0 (12,0-15,0) Samanburðarhópur N 21 21 22 20 Meðaltal (SD) 36,6 (6,5) 24,0 (9,0) 22,0 (8,7) 20,5 (7,2) Miðgildi (IQR) 35,0 (31,5-43,0) 24,0 (16,5-27,5) 20,5 (13,8-30,3) 21,0 (12,3-25,8) P-gildi* 0,061 0,032 0,007 0,001 * Tölfræði samkvæmt Mann-Whitney prófi Lokaorð Heimahjúkrun og endurhæfing eftir vissa sjúkdóma og aðgerðir hafa verið reynd víða með góðum árangri (Jones, o.fl., 1999; Parker, o.fl., 1991; Wilson, o.fl., 1999). Þessi rannsókn er hinsvegar sú eina sinnar teg- undar á Norðurlöndunum sem hefur skoðað endurhæf- ingu þeirra sem fá gervilið í mjöðm frá áðurgreindu sjónarhorni. Það sem rýrir nokkuð ályktunargildi þessarar rann- sóknar var nauðsyn þess að víkja frá upphaflegri áætlun um að taka einungis sjúklinga frá Landspítalanum. Vegna skipulagsbreytinga þar reyndist því miður nauð- synlegt að taka inn sjúklinga af öðru sjúkrahúsi í rann- Þegar risið er upp úr stól er skorni fóturinn færðu fram á við og armar stólsins notaðir. Farið í/úr bíl, Skyggði fóturinn er sá skorni, farþegasætið er fært eins langt aftur og hægt er, bakið látið halla aftur á bak, sessa eða púði er sett í sætið ef þörf er á.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.