Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 3

Öldrun - 01.05.2005, Blaðsíða 3
3ÖLDRUN – 23. árg. 1. tbl. 2005 www.oldrun.net 23. árg. 1. tbl. 2005 EFNISYFIRLIT: Gerviliðsaðgerðir á mjöðm 4 Þorvaldur Ingvarsson Hjúkrun sjúklinga vegna aðgerða á mjöðm 8 Ingibjörg S. Guðmundsdóttir Endurhæfing eftir ísetningu gerviliðar í mjöðm 13 Harpa Hrönn Sigurðardóttir Styttri legutími og bætt líðan við gerviliðsaðgerð á mjöðm 16 Kristín Siggeirsdóttir Heilsutengd lífsgæði aldraðra 22 Tómas Helgason Útdráttur úr skýrslum ÖFFÍ 2004-2005 24 Samanburður á þjálfunaraðferðum og þjálfunaráætlunum eldri aldurshópa 26 Janus Guðlaugsson Byltu- og beinverndarmóttaka á Landakoti 28 Helga Hansdóttir Námsstefna ÖFFÍ 2005: Aldraðir innflytjendur á Íslandi 30 Ólafur Samúelsson Námsstefna ÖFFÍ 2004: Á tímamótum – nýr lífsstíll aldraðra 31 Sigríður Jónsdóttir • ÚTGEFANDI: Öldrunarfræðafélag Íslands Pósthólf 8391, 128 Reykjavík www.oldrun.net ÁBYRGÐARMAÐUR: Smári Pálsson PRÓFARKALESTUR: Hervör Hólmjárn FORSÍÐUMYND: Róbert Fragapane UMSJÓN AUGLÝSINGA: Öflun ehf. – Faxafeni 5 UMBROT OG PRENTUN: Gutenberg UPPLAG: 700 eintök Tímaritið Öldrun kemur út tvisvar á ári STJÓRN ÖLDRUNARFRÆÐAFÉLAGS ÍSLANDS Pósthólf 8391 128 Reykjavík Sigrún Ingvarsdóttir, formaður, formadur@oldrun.net Ingibjörg Þórisdóttir, ritari, ritari@oldrun.net Ólafur H. Samúelsson, gjaldkeri, gjaldkeri@oldrun.net Geirlaug Dröfn Oddsdóttir, Berglind Indriðadóttir Sigrún Guðjónsdóttir, Sigurveig H. Sigurðardóttir ISSN 1607-6060 ÖLDRUN Frá ritnefnd Tímaritið Öldrun er fagtímarit fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu og aðra áhugasama um málefni aldraðra. Blaðið er gefið út af Öldrunarfræðafélagi Íslands (ÖFFÍ) og er því helsti miðill félagsins til að koma á framfæri upplýsingum um starfsemina til félagsmanna sinna, s.s. um námsstefnur sem félagið heldur í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands og skýrslur stjórna félagsins. Í þessu tölublaði má því finna samantekt um efni tveggja síðustu námsstefna ásamt útdrætti úr skýrslu fráfarandi formanns ÖFFÍ og skýrslu vísindasjóðs félagsins. Meginefni blaðsins er hins vegar greinar sem tengjast gerviliðsaðgerð á mjöðm með einhverjum hætti, hvort sem það er tengt lífsgæðum, byltu- og brotaforvörnum, endurhæfingu eða aðgerðinni sjálfri. Þrátt fyrir að efnið sé afmarkað telur ritnefnd að það eigi erindi til allra áskrifenda blaðsins, þar sem allmargir aldraðir þurfa á slíkri aðgerð að halda og ætíð er gott að huga að forvörnum. Einnig er að finna grein um mismunandi þjálfunaraðferðir fyrir eldri borgara. Á aðalfundi ÖFFÍ, 15. mars síðastliðinn, urðu eftirtaldar breytingar á ritnefnd Öldrunar. Smári Pálsson mun stíga úr stóli ritstjóra nú að lokinni vinnu við þetta tölublað. Við ritstjórastarfinu tekur Berglind Indriðadóttir, sem setið hefur í ritnefnd undanfarið ár. Ólafur Samúelsson hættir einnig störfum í ritnefndinni og munu þá taka til starfa þær Guðlaug Guðmundsdóttir og Gríma Huld Blængsdóttir. Ritnefnd þakkar þeim Smára og Ólafi samvinnuna og býður Guðlaugu og Grímu Huld velkomnar í hópinn. Undanfarin ár hefur Hervör Hólmjárn unnið mikið starf við kynningu á félaginu og þar með talið blaðinu Öldrun, ásamt því að prófarkalesa blaðið. Hún hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér frá og með haustinu. Ritnefnd færir henni bestu þakkir fyrir farsælt og gott samstarf. Fráfarandi ritnefnd: Smári Pálsson, taugasálfræðingur, ritstjóri Soffía Egilsdóttir, félagsráðgjafi Ólafur Samúelsson, öldrunarlæknir Berglind Indriðadóttir, iðjuþjálfi Ný ritnefnd: Berglind Indriðadóttir, iðjuþjálfi, ritstjóri Soffía Egilsdóttir, félagsráðgjafi Guðlaug Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur Gríma Huld Blængsdóttir, heilsugæslulæknir og sérfræðingur í heimilislækningum Netfang Öldrunar: ritnefnd@oldrun.net

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.