Nesfréttir - 01.03.2008, Qupperneq 12

Nesfréttir - 01.03.2008, Qupperneq 12
Vorið 2005 var grenndarkynnt teikning af fjórbýlishúsi tveggja hæða með risþaki í staðinn fyrir lágreist lítið einbýli sem byggingar- félagið Smári hafði áður keypt fyrir 16 til 17 milljónir kr. við Melabraut 27. Eigendur aðliggjandi eigna mót- mæltu kröftuglega slíku stórhýsi í stað gamla hússins. Í eitt ár gerðist ekkert í málinu, mótmælum íbúa var ekki einu sinni svarað af bæjar- yfirvöldum. Sumarið 2006 fá íbúar við Val- húsabraut að hluta, Melabraut, Mið- braut, Vallarbraut og Lindarbraut að hluta norðan Hæðarbrautar, inn um bréfalúguna hjá sér auglýsingu um forkynningu á deiliskipulagi Vestur- hverfis. Margir á svæðinu höfðu eng- an áhuga á málinu, aðrir í sumarfríi, einhverjir skildu ekki út á hvað þetta gekk og flestir höfðu ekki hugmynd um að þeir byggju í hverfi sem héti Vesturhverfi. Íbúar gátu kynnt sér málið á netinu og bókasafninu og gert athugasemdir innan mánaðar. Á svæðinu eru rúmlega 60 lóðir og eru byggingarnar á þeim mjög mis- munandi. Í deiliskipulaginu er þeim úthlutað byggingarleyfi fyrir einni eða tveimur hæðum, fjölda íbúða og nýtingarhlutfallið frá 0,3 til 0,5. Þannig er lóðaeigendum mismunað innan hverfisins. Í þessari forkynn- ingu var kynnt þriggja íbúða hús við Melabraut 27 og töldu nágrannar að þar með hefði verið tekið tillit til mót- mæla þeirra og gerðu þeir því ekki athugasemdir við deiliskipulagið. Nokkrar athugasemdir voru gerð- ar við forkynninguna og þá helst varðandi mismunun á úthlutun dýr- mæts byggingarréttar. Í október 2006 var deiliskipulag Vesturhverfis síðan auglýst nánast óbreytt frá forkynningunni nema hvað búið var að úthluta fjórum íbúð- um á Melabraut 27, fólk þurfti að fara á bókasafnið eða netið og kynna sér málið og gera athugasemdir inn- an mánaðar. Auglýsing þessi virðist hafa farið framhjá mörgum á svæð- inu og flestum kringum Melabraut 27 en þrettán gerðu athugasemdir varðandi byggingarrétt þ.e. þeir sem fengu minnst úthlutað. Í júlí 2007 berast svör við athuga- semdum til þeirra sem mótmæltu deiliskipulaginu formlega þar segir meðal annars að stjórnvald megi mismuna fólki og vilji íbúa svæðisins hafi verið hafður til hliðsjónar við gerð deiliskipulagsins. Núverandi íbúar hverfisins kannast ekki við að hafa verið spurðir álits um væntan- legt deiliskipulag enda er komið í ljós að það var unnið fyrir 10 árum síðan og má ætla að meira en 50% eigna hafi skipt um eigendur á síðastliðn- um 10 árum, einnig er ljóst að verð- mæti bygginganna hefur margfaldast á þessum árum og lóðanna mest sérstaklega þeirra sem hafa fyrir og fengu úthlutað mestan byggingarrétt- inn. Áður en svörin frá því í júlí voru send út var búið að senda deiliskipu- lagið til Skipulagsstofnunar þar sem það var samþykkt í lok júlí. 7. ágúst var síðan gefið út byggingarleyfi fyr- ir fjórbýlishúsi á tveimur hæðum með risþaki og tveimur bílskúrum á Melabraut 27, nánast sama teikning og nágrannar höfðu hafnað sumar- ið 2005 nema húsið hafði hækkað á lóðinni. Svona fer bæjarstjórn Seltjarnar- nes að því að hjálpa þeim sem hún hefur meiri mætur en sínum eigin bæjarbúum, hver tengsl bæjarstjórn- arinnar og byggingarfélagsins Smára í Garðabæ eru, vitum við ekki, en það er ljóst að þessu félagi átti að úthluta dýrmætum byggingarrétti í andstöðu við nágrannana og áttu aðr- ir íbúar hverfisins að sætta sig við þá mismunun og brot á jafnræði sem í deiliskipulaginu felst. Við Miðbraut eru tvær aðliggj- andi lóðir við Melabraut 27 þar sem annarri er úthlutað tvíbýlishúsi, sú lóð (hús til niðurrifs) var seld fyrir stuttu á tæpar 50 milljónir, en hin lóð- in sem norðar er við götuna og ætti því að vera með sama eða minna byggingarmagn skv. markmiðum deiliskipulagsins, kom frá Skipulags- stofnun sem fjórbýlislóð þó hvergi hafi það verið kynnt áður en þess má geta að höfundur deiliskipulagsins. Valgerður Bjarnadóttir arkitekt og fyrrverandi formaður Arkitektafélags- ins, er systir eiganda þeirrar lóðar. Hvar skyldi þessi stefna í skipu- lagsmálum hafa verið mörkuð ? Hún minnir óneitanlega á framgöngu bæjarstórnar Akureyrar og Kópa- vogs gagnvart sínum íbúum, mætti kannski kalla þetta skipulagsfasisma. Það er líka spurning hvort reglur um aðal og deiliskipulagsgerð séu svo ófullkomnar að pólitíkusarnir geti alltaf snúið út úr þeim fyrir sig og sína þó það sé í andstöðu við íbúana, það eru samt alltaf íbúarnir sem hafa af þessu leiðindi og borga brúsann. Það er ljóst að bæjarstjórninni er mjög umhugað að koma þessu fjór- býlishúsi upp þar sem hún hefur í tvígang gefið út byggingarleyfi, sem uppfyllir ekki einu sinni skilmála deiliskipulagsins sem virðist hafa ver- ið sett á hverfið svo byggingarfélagið Smári gæti haft hámarks hagnað af byggingu hússins. Deiliskipulag Vesturhverfis er í kærumeðferð hjá úrskurðarnefnd skipulags og byggingarmála þar sem a.m.k 18 stjórnsýslukærur bárust frá þeim húseigendum sem litlar eða engar breytingar fá að gera á sínum eignum skv. deiliskipulaginu. Einnig hafa eigendur ca. 15 til 20 eigna í námunda við Melabraut 27 lagt fram kærur á skipulagið og útgefin bygg- ingarleyfi frá 7. ágúst og aftur frá 8. nóvember og krafist stöðvunar fram- kvæmda þar til úrskurðarnefndin felli sinn dóm. Þann 10. janúar 2008 var kveð- inn upp bráðabirgðaúrskurður hjá úrskurðarnefnd skipulags- og bygg- ingarmála þar sem framkvæmdir voru stöðvaðar á lóðinni nr. 27 við Melabraut meðan deiliskipulagið er til meðferðar hjá nefndinni. Gildir íbúðalýðræði í skipulagsmálum ein- ungis um sérvalin hverfi á Nesinu? Er yfirgangur og valdníðsla stefnan í öðrum hverfum? 12 NES FRÉTTIR Umhverfisnefnd Seltjarnarnes hefur samið við Náttúrufræði- stofu Kópavogs um að fram fari rannsókn á lífríki Bakkatjarnar. Bakkatjörn er friðlýst og þekkt fyrir fjölskrúðugt fuglalíf og mun rannsóknin m.a. varpa ljósi á lífskilyrði fuglanna. Lykilþættir í lífríki og efnabúskap tjarnarinnar verða athugaðir til að meta núver- andi og aðsteðjandi álag á vist- kerfið og hvort nauðsynlegt sé að grípa til sérstakra ráðstafana í eða við tjörnina. Að auki verður hugað að almennu ástandi lífríkis í Búðatjörn og Daltjörn. Niðurstöður rannsóknarinnar eiga m.a. að nýtast við skipulags- vinnu á Vestursvæði Seltjarnar- ness. Að auki er það von Umhverf- isnefndar að rannsóknina megi nýta til námsefnisgerðar við Grunnskóla Seltjarnarness, þar sem börnin fái fróðleik og verk- efni um sitt nánasta umhverfi. F.h. Umhverfisnefndar, Kristín Ólafsdóttir U M H V E R F I S H O R N I Ð Rannsókn á lífríki Bakkatjarnar í sumar Bæjarstjórn byggingarverktaka Einar Þorbergsson, Björn Ólafsson, Árný Jakobsdóttir og Guðrún Rúnarsdóttir íbúar í Vesturhverfi skrifa:

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.