Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 9

Nesfréttir - 01.10.2014, Blaðsíða 9
og búningum sem oft er mikið lagt í. Að öllu jöfnu koma margir hön- nuðir að einu óperusviði – einni uppfærslu.“ Þóra bendir á að þótt óperan sér sérstakt og stór listform þá nái sönglistin til fólks með ýmsum öðrum hætti. „Þetta má til dæmis sjá í ljóðasöngnum þar sem söngvarinn sendur einn á sviðinu með píanóleikarann sér við hlið og þarf að útlista heilan heim í litlu ljóði. Í ljóðasöngforminu felst ákveðinn mínimalismi. Og svo er kirkjulega tónlistin. Þar verður að setja sig inn í heim trúfræðinnar með sínum margbreytileika. Maður þarf að lesa sér mikið til fyrir hvert verk. Kynna sér úr hvað farvegi verkin eru og hvert er verið að fara með þeim. Hvað höfundarnir ætlast til af manni. Ég bý að því að vera forvitin að eðlisfari. Það hjálpar mér við að fara í gegnum verkin og bakgrunn þeirra. En mér finnst mikilvægt að setja mig sem best inn í hann.“ Að syngja á fornfinnsku með sinfóníunni En hvað er Þóra að fást við í dag. „Ég er að kenna við Listaháskóla Íslands og svo er ég alltaf að fást við sönginn. Ég er að undirbúa flutning á verkinu Kullervo eftir finnska tónskáldið Jean Sibelius sem er byggt á Kalavela en það eru 19. aldar söguljóð sem finnski málfræðingurinn Elias Lönnrot safnaði saman. Þetta er eitt af þek- ktustu verkum Sibeliusar og hingað kemur Jorma Hynninen sem er finnskur bassasöngvari einskonar Kristinn Sigmundsson Finna og það leggst vel í mig að vinna þetta með honum undir stjórn Petri Sakari. Þetta verður flutt á finnsku sem er ekki auðveldasta tungumál í heimi fyrir okkur. Finnski framburðurinn er erfiður og ég hef verið í finnskutí- mum að undanförnu til að vinna í framburðinum og leggja mig eftir merkingu orðanna. Verkið er að einhverju leyti á fornfinnsku sem auðveldar málið ekki. Ætlunin er að flytja þetta með sinfóníunni í Hörpu í lok janúar og þetta leggst bara vel í mig enda tungumálastúdía hluti af óperustarfinu. Það er sungið á svo mörgum málum.“ Þóra segist hafa þurft mesta hjálp við rússneskuna. Ég varð að læra kyrilliska letrið og einnig að skilja hljómfallið vegna þess að hvert tungumál hefur sitt hljómfall sem hefur áhrif á röddina. Mér finnst franskan yndisleg. Hún hefur svo gott hljómfall svo eru ítal- ska og þýska líka mikil óperumál. Enskumælandi heimurinn hefur mikla tilhneigingu til að þýða söng- texta yfir á ensku. Enskir söngvarar eru oftast með þjálfara þótt þeir séu að syngja á móðurmálinu því enskan er svo margbreytileg. Við höldum að við kunnum ensku þótt við kunnum það sem þarf í dagle- gum samskiptum en enskan er með svo marga króka og kima. Hún er óendalegt tungumál.“ Má ekki sérhæfa sig um of Þóra og eiginmaður hennar Björn Jónsson sem einnig er menntaður söngvari þótt hann starfi aðeins að hluta við fagið sem stendur bjuggu og störfuðu í Malmö í Svíþjóð um tíma þar sem þau voru á föstum samningi og síðar í Þýskalandi þar sem synir þeirra tveir fæddust. „Við vorum erlendis í 18 ár og alltaf á leiðinni heim og erum nú loksins komin og höfum byggt okkur ból í Norðurmýrinni. Við kunnum vel við okkar þar þótt Seltjarnarnes sé mér alltaf hugfast. Nei – mig langar ekki að flytja út aftur þótt atvinnuspursmál geti alltaf ráðið för. Við erum lítið samfélag og atvinnutækifærin eru færri en úti í heimi. Nú er ég líka komin út í kennslu. Ég tel mig kunna að syngja eftir öll þessi ár og finnst gaman að fara í kennsluna en mér fannst ég þurfa að læra kennslufræði til að geta miðlað öðrum og er að ljúka námi í listkennslufræði. Ég er því bæði kennari og nemandi við Lis- taháskólann. Það er kostur að geta verið í mörgu. Með því að sérhæfa sig um of er hætta á að maður standi einn daginn í blindgötu og komist ekki áfram.“ Ragnheiður aftur á svið En að Ragnheiði þeirra Gunnars og Friðriks. Er hún aftur að fara á svið. „Já, Ragnheiður verður sýnd aftur nú um áramótin. Mér fannst mikið ævintýri að taka þátt í þessu. Ég var með í verkinu snemma á ferlinum á meðan Gunnar og Friðrik voru enn að vinna verkið. Ég fór heim til Gunnars og tók upp lagabú- ta. Hann var að kanna hvað virkaði og hvernig og ég fylgdist með allri vinnunni við að koma verkinu á svið. Margir höfðu efasemdir um Gunnar við að semja óperu. Hann væri meiri sönglagahöfundur en óperusmiður sem hann auðvitað er líka. En eftir að Ragnheiður var sett upp sem konsert í Skálholtskirkju fékk fólk tækifæri til þess að heyra verkið sem kom mörgum á óvart. Friðrik notar sögulegar staðreyndir í textasmíðinni og byggir verkið á persónulegu plotti eina og liberistar gera. Textinn er eitt listaverk út af fyrir sig sem Gunnar umvefur með tónsmíðum þar sem fram koma ótrúlegir hæfileikar hans til þess að koma tilfinningum á framfæri og skapa þeim ólíkt tónmál. Þetta var rosaleg vinna og mér finnst ég hafa lært mikið af þeim í þessu ferli. Eftir Skálholtstónleikana var verkið svo sett upp í óperuformi í Hörpunni og þar bættust nýjar víddir við – víddir sem hægt er að skapa með í leikhúsinu.“ Ég er mjög tengd Nesinu Þóra segir að alltaf sé gott að koma á Seltjarnarnesið. „Mér finnst gott að koma í sundlaugina og slaka á þegar mikið er að gera í vinnunni. Ég fer í leikfimi á Nesinu. Hvort við flytjum. Við erum mjög ánægð þar sem við erum og getum labbað í vinnuna. Ég er auðvitað mjög tengd Seltjarnarnesi svo það er aldrei að vita hvað framtíðin ber með sér.“ Nes ­frétt ir 9 Nú færðu fríar litaprufur við val á nyrri málningu Borgartún 22 Dugguvogur 4 Dalshraun 11 Furuvellir 7, Akureyri www.slippfelagid.is Að hámarki 3 prufur á mann Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Vönduð vinna Stofnað 1952 Mikið úrval af fylgihlutum Steinsmiðjan Mosaik Legsteinar

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.