Nesfréttir - 01.11.2014, Side 13

Nesfréttir - 01.11.2014, Side 13
Nes ­frétt ir 13 Um næstu mánaðamót mun ég og fjölskylda mín flytja af Nesinu og ég þar með láta af störfum í bæjarstjórn eins og lög gera ráð fyrir. Staða bæjarfélagsins er góð, en nýverið var Seltjarnarnesbær útnefndur draumasveitarfélagið á Íslandi af Vísbendingu. Bærinn hefur á að skipa frábæru starfsfólki og fjárhagurinn er afar traustur. Seltjarnarnesbær hefur fjarhagslega burði til að veita áfram framúr- skarandi þjónustu til bæjarbúa og halda jafnframt álögum í lágmarki. Við megum öll vera stolt af þeirri þjónustu sem við veitum á sviði skólamála, tónlistarnáms, íþrótta- og forvarnarstarfs og í málefnum aldraðra, en önnur sveitafélög horfa til okkar sem fyrirmyndar um hvernig standa eigi að málum. Það er því bjart framundan á Seltjarnarnesi. Það hefur verið einstaklega gefandi að fá að vinna fyrir og þjóna bæjarbúum þau fimm ár sem ég hef setið í bæjarstjórn. Eftir efna- hagshrunið gengum við Sjálfstæðis- menn af krafti í að hagræða og nýta skattfé bæjarbúa af virðingu og varfærni án þess að gefa eftir í þjónustu við bæjarbúa. Ég er ákaf- lega stoltur og ánægður hvernig til tókst í þeim efnum. Stundum gustar um menn á pólítíska sviðinu. Við höfum mismuandi skoðanir á því hversu mikið hið opinbera á að skattleggja einstaklinga og hvernig almanna fé best sé varið. Þá er nauðsynlegt að menn standi með skoðunum sínum og lífs- gildum eftir að kjósendur hafa valið þá sem sína fulltrúa. Af mörgum áhugaverðum og góðum verke- fnum sem ég hef fengið að taka þátt í á síðustu árum má segja að bygging hjúkrunarheimilisins sé það mál sem ég er hvað stoltastur af. Það verkefni hefur verið lengi í undirbúningi en nú er búið er að taka skólflustungu að heimilinu, hönnun á lokastigi og ekkert því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir. Við Lisbeth höfum notið þess að búa á Nesinu s.l. 22 ár og ala upp börnin okkar í þessu frábæra umhverfi og við þessar frábæru aðstæður. Um leið og ég þakka fyrir að hafa fengið að gegna ábyrgðarstöðu við stjórn bæjarfé- lagsins um fimm áran skeið, langar mig að þakka öllum þeim góðu samferðarmönnum sem ég og fjöl- skylda mín höfum kynnst á þessum góða og eftirminnilega tíma. Kærar kveðjur, Guðmundur Magnússon forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs. Bestu þakkir fyrir síðast liðin 22 ár Guðmundur Magnússon. Nú færðu fríar litaprufur við val á nyrri málningu Borgartún 22 Dugguvogur 4 Dalshraun 11 Furuvellir 7, Akureyri www.slippfelagid.is Að hámarki 3 prufur á mann Líkt og undanfarin ár tekur Mýrarhúsaskóli þátt í verkefninu „Jól í skókassa“. Það felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn í Úkraínu. Þessi börn lifa við fátækt, sjúk- dóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir sem eru sett-ar í skókassa. Nemendur skólans hafa alltaf verið mjög duglegir við að útbúa jólapakka fyrir fátæk börn og í fyrra söfnuðust 110 jólagjafir. Vonandi verður þetta eitthvað svipað í ár. Jól í skókassa

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.