Nesfréttir - 01.12.2014, Page 13
Nes frétt ir 13
og annað á menntaskólaárunum.
Vann í byggingavinnu, við raflínu-
lagnir og var þrjú löng sumur á tog-
ara. Þar voru tólf tíma vaktir á dekki
og sex tíma í koju síðasta sumarið.
Dekkið var opið og maður þurfti
að beygja sig eftir hverjum fiski
til að gera að. Eftir það var ekkert
erfitt. Svo varð ég að velja mér
háskólanám. Þá var félagsfræði-
deildin nýlega stofnuð við Háskóla
Íslands og úr varð að ég fór í hana.
Þetta var mjög skemmtileg deild og
námsvalið fjölbreytt – sett saman
úr ýmsum greinum. Þarna kynntist
ég líka skemmtilegum kennurum.
Mönnum á borð við Ólaf Björnsson
hagfræðing, Harald Ólafsson man-
nfræðing, Ólaf Ragnar Grímsson
stjórnmálafræðing og nú forseta
Íslands og Þorbjörn Broddason
félagsfræðing ásamt erlendum ken-
nurum sem víkkuðu sjóndeildar-
hring manns. Ég tók vorprófin í
deildinni en það ríkti nokkur óvissa
um framtíð hennar. Ég yfirgaf hana
þó ekki alveg í bili en færði mig
líka yfir í lögfræðina. Árið eftir var
Sigurður Líndal prófdómari í stjórn-
málafræði í félagsfræðideildinni og
prófessor í almennri lögfræði. Þá
fannst mér tímabært að snúa mér
alfarið að lögfræðinni.“ Vilhjálmur
segir það hafa verið nokkur við-
brigði að fara úr félagsfræðinni yfir
í lögfræðina. „Félagsfræðin var lifan-
di fag en fyrstu tvö árin í lögfræði
gátu nú ekki talist mjög lífleg og
lögfræðin fremur þurr. En þegar leið
á námið breyttist það og varð skem-
mtilegra. Nei - það hvarflaði aldrei
að mér að snúa til baka. Ég kynntist
Sigurði Líndal vel eftir að ég náði
almennu lögfræðinni og við urðum
góðir vinir. Sigurður er skemmtile-
gur maður og frábær lögfræðingur.
Alltaf heill.“
Finnst gaman að ná árangri
Háskólaár Vilhjálms einkenndust
af umbrotum og stúdentapólitíkin
var hörð. „Ég tók alltaf þátt í stú-
dentapólitíkinni af fullum krafti.
Við kölluðum okkur vinstrimenn og
vorum nokkuð róttækir. Við vorum
líka með meirihluta í pólitíkinni
í Háskólanum á meðan ég var þar
við nám. Svo lauk ég lögfræðinni
1976 og fór að vinna hjá Garðari
Garðarssyni lögmanni og hef verið
í þessu síðan utan um hálft ár sem
ég sinnti störfum borgarlögmanns.
Ég stoppaði stutt við hjá borginni.
Fann að það átti ekki vel við mig.
Starfið snérist að miklu leyti um
stjórnsýslu og mikill tími fór í fun-
darsetur. Ég hef aftur á móti alltaf
haft gaman af lögmannsstarfinu. ÉG
hef sérhæft mig í vátryggingar- og
skaðabótamálum og finnst gaman
að ná árangri. Oft skiptir niðurstaða
skaðabótamála miklu fyrir skjól-
stæðingana og það er ánægjulegt
fyrir mig sem lögmann að finna að
það sem ég er að gera skiptir máli.
Þetta fólk kann líka að þakka fyrir
sig. Það gera fyrirtæki síður.“
Sérstakt að koma til
Norður Kóreu
Vilhjálmur er ferðagarpur og
hefur farið nokkuð ótroðnar slóðir í
vali ferða. Heimsótt lönd sem leiðir
manna liggja jafnan ekki til og séð
eitt og annað sem kann að vera
hinum framandi manni forvitnilegt.
„Ég hef átt nokkur samskipti við
breska ferðaskrifstofu, Exodus sem
skipulegur ferðir til landa sem eru
afskekkt í mannshuganum og fólk
leggur jafnan ekki leiðir sínar til.
Ég hef gaman af því að sjá eitthvað
sem er öðruvísi en jafnan er fyrir
augum manns. Eitt þessara landa
er Norður Kórea.“ Hvernig var að
koma þangað greip tíðindamaður
inn í. „Það var mjög sérstak að
koma til Norður Kóreu og sjá og
upplifa alla þá niðurníðslu sem er
í landinu. Það er engu líkara en að
tíminn standi ekki í stað heldur
gangi aftur á bak. Það er mikil hun-
gursneyð í landinu og grátlegt að
sjá fiskiskipin bundin við bryggju
vegna þess að engin olía er til að
gangsetja þau. Fararstjórinn okkar
var breski ræðismaðurinn og hann
sagði að til marks um efnahagsbata
í landinu væri mikil fjölgun reiðhjó-
la. Fólk væri farið að hjóla í stað
þess að fara um fótgangandi. Ég fór
líka til Hvíta Rússlands. Þar ríkir
svartasta afturhald og öll völd eru í
höndum Lukasjenko einræðisherra.
Þar hefur ekkert breyst frá tímum
Sovétríkjanna og helsti atvinnu-
vegurinn er að smygla olíu og ben-
síni sem þeir fá frá Rússum út úr
landinu. Já – ég hef alltaf haft áhuga
á svolítið skrítnum löndum, að
upplifa eitthvað sem er allt öðruvísi
en maður er vanur. Ég fór líka um
suður Ítalíu. Hún er vissulega allt
öðruvísi en þessi lönd alræðisins
sem ég var að tala um. Ég hélt áður
að suðurhlutinn væri einskonar
ruslakista Ítalíu en komst að allt
öðru eftir að hafa hjólað um þen-
nan fallega landshluta. Nú langar
mig að fara til Moldovu sem liggur
á milli Rúmeníu og Úkraínu. Mér
skilst að þar sé svona gleymt land
þar sem fátt hafi breyst frá dögum
Sovétríkjanna,“ segir Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður.
Neðri röð frá vinstri. Ársæll Árnason, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Árni Indriðason og Ingi H. Vilhjálmsson.
Efri röð. Sigurður Indriðason, Kristinn Skúlason, Dagný Þorfinnsdóttir, Anna Sigríður Indriðadóttir og
Sigurlaug Jónsdóttir. Myndin er tekin undir húsvegg á Melabraut 16, nú líklega Skólabraut 16 um 1962.
heitur matur
í hádeginu
og á kvöldin
taktu meÐ
borÐaÐu á staÐnum
eða
Alvöru matur
eða