Nesfréttir - 01.03.2015, Blaðsíða 14

Nesfréttir - 01.03.2015, Blaðsíða 14
14 Nes ­frétt ir Tómas Gauti Jóhannsson sem er 22 ára gamall Seltirningur hét til London á dögunum til þess sitja ráðstefnu á vegum UM Women í höfuðstöðvum Facebook. Tómas var valinn úr hópi sex þúsund einsaklinga til þess að ræða þetta mál á ráðstefnunni. Á meðal þátttakenda og aðalgestur ráðstefnunar var leikkonan Emma Watson sem þekktust er fyrir leik sinn í myndunum um Harry Potter og gafst þátttakendum tækifæri til að varpa spurningum til hennar þar sem hún sat fyrir svörum. Það var Emma sjálf sem hvatti fólk í myndbandi sem hún setti á Facebook síðu sína til þess að sækja um að komast á ráðstefnuna. Hverri umsókn þurfti að fylgja um 500 orða rökstuðningur þar sem hver umsækjandi þurfti að svara ýmsum spurningum um jafnrétti kynjanna. Tómas rakst á myndbandið fyrir tilviljun, lét slag standa og sótti um. Í raun var þetta keppni um að komast til þatttöku og hafði Tómas heppnina með sér að þessu sinni. Tómas Gauti á ráðstefnu með Emmu Watson Tómas Gauti Jóhannsson. Árangur nemenda í 10. bekk grunnskóla Seltjarnarness – Val- húsaskóla á samræmdum prófum sl. haust var með eindæmum góður. Samanburður við árangur nemenda annarra sveitarfélaga liggur nú fyrir og niðurstöður sýna að nemendur á Seltjarnarnesi voru með hæstu meðaleinkunn í öllum samræmdum greinum, þ.e. íslensku, stærðfræði og ensku. Í samanburðinum setja nemendur skólans Seltjarnarnesbæ í fyrsta sæti 39 sveitarfélaga með skóla fyrir aldurshópinn 1.-10. bekk og skólastærð yfir 320 nemendum. Útkoma nemenda skólans er talsvert fyrir ofan meðaltalsútkomu nemenda sveitarfélaga á Höfuð- borgarsvæðinu í öllum greinum. Í 4. og 7. bekk liggja einnig fyrir niðurstöður sem ber að fagna. Fjórðubekkingar náðu besta árangri sem skólinn hefur mælst með í nokkurn tíma og nemendur í 7. bekk sýndu umtalsverðar framfarir á milli prófa. Líðan nemenda er mikilvæg forsenda þess að árangur náist í náminu. Undanfarin ár hefur Grunnskóli Seltjarnarness tekið þátt í mælingum Skólapúlsins um líðan, virkni og skóla- og bekkjaranda. Niðurstöður á yfirstandandi skólaári eru afar jákvæðar. Meðal þess sem mælist áberandi vel er líðan nemenda og trú þeirra á eigin getu auk þess sem sú vinna sem starfsfólk skólans hefur lagt í baráttu gegn einelti hefur tvímæla- laust borið árangur. Ánægja nemenda af lestri hefur aukist til muna og er meðal þess sem best gerist og jákvæðni gagnvart hreyfingu hefur aukist á milli ára. Líðan nemenda og árangur í námi eru það sem starf grunnskólans snýst um og kjarni skólastefnu Seltjarnarnesbæjar miðar að því að framkalla skóla í fremstu röð. Það er rík ástæða til halda sig við staðreyndir sem liggja fyrir þegar fjallað er um skólastarf og geta þess þegar vel tekst til. Framangreindar niðurstöður eru sannanlega vitnis- burður um gott skólastarf á Selt- jarnarnesi. Nemendur, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk skólans eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna. Góður árangur í Való sushisamba.is MOJITO FIESTAá fimmtu dögum Fimmtudagar eru Mojito-dagar Bakki af 4 frábærum mini Mojito á 2.990 kr. • Hindberja- og jarðarberja Mojito • Chili Mojito • Mango Mojito • Classic Moijto FJÓRIR ERU FJÖR Sushi Samba Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík Sími 568 6600 • sushisamba.is

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.