Nesfréttir - 01.03.2015, Blaðsíða 16

Nesfréttir - 01.03.2015, Blaðsíða 16
16 Nes ­frétt ir www.borgarblod.is Nesvegur 100 Símar 562-1070, 896-4243 Opið virka daga kl. 10 - 18:30 MIKIÐ ÚRVAL SPENNANDI FISKRÉTTA VERIÐ VELKOMIN FERSKUR FISKUR DAGLEGA Það var líf og fjör í íþróttahúsinu í Mýrinni Garðabæ þegar Skólahreysti hóf göngu sína í ár. Ellefu skólar úr vesturhluta Reykjavíkur og af Selt- jarnarnesi kepptu í fjórða undan- riðli keppninnar. Íþróttahúsið var fullt af litríkum stuðningsmönnum sem létu ekki sitt eftir liggja og studdu skóla sína af lífi og sál. Skólahreysti er nú haldin í ellefta sinn í ár með þátttöku yfir 100 grunnskóla af öllu landinu. Landsbankinn er sem fyrr aðal- bakhjarl Skólahreysti og mun fylgja keppninni um allt land. Skólarnir ellefu sem mættust í keppninni í gær voru Austur- bæjarskóli, Hagaskóli, Háaleitis- skóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Landakotsskóli, Langholtsskóli, Laugalækjarskóli, Réttarholtsskóli, Valhúsaskóli og Vogaskóli. Eftir gríðarmikla baráttu var það lið Valhúsaskóla sem vann riðilinn með 56 stigum og komst í úrslit Skólahreysti annað árið í röð. Í öðru sæti varð Réttarholtsskóli með 52 stig og í þriðja sæti varð Hagaskóli með 47,5 stig. Réttarholtsskóli á enn möguleika að komast í úrslit sem eitt af tveimur stigahæstu liðum sem ekki komast sjálfkrafa áfram sem sigurvegarar. Keppendur í liði Valhúsaskóla hafa unnið sér inn þátttökurétt í úrslitakeppni Skólahreysti 2015 sem verður 22. apríl og sýnd í beinni útsendingu á RÚV úr Laugar- dalshöll. Landsbankinn veitti liðum í þremur efstu sætum undanriðla vegleg verðlaun. Þá stóð bankinn einnig fyrir Instagram-myndakeppni á hverjum viðburði en áhorfendur geta sent inn myndir merktar skolahreysti og bestu myndirnar eru verðlaunaðar á hverjum stað. Valhúsaskóli í úrslit Skólahreysti Seltirningar geta verið stoltir af því að tómstundastyrkur fyrir börn og unglinga er 50.000 krónur á ári sem er mun hærra en gengur og gerist í nágrannasveitarfélögunum. Það er engu að síður áhyggjuefni hversu lágt hlutfall barna og unglinga nýtir sér styrkinn, en samkvæmt tölum frá Seltjarnarnesbæ er það einungis helmingur. Það fyrirkomulag að styrkurinn er borgaður út tvisvar á ári, eftir á, og að foreldrar þurfi að skila umsóknum um styrkinn á skrifstofur bæjarins teljum við hjá Neslistanum og Samfylkingunni að kunni að skýra þetta að hluta. Við teljum fyrirkomulagið í það minnsta vera óheppilegt. Meginmarkmið tómstundastyrkjanna er að öll börn og ungmenni á Seltjarnarnesi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Það félli klárlega betur að markmiði styrkjanna ef hægt væri að ráðstafa þeim jafnóðum, líkt og fordæmi eru fyrir, t.d. í Reykjavík. Með því móti væri unnt að koma betur til móts við þær fjölskyldur sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að borga gjöld vegna tómsundaiðkunar barna og unglinga á einu bretti. Einnig teljum við mikilvægt að einfalda umsóknarferlið með því að gera það rafrænt. Rán Ólafsdóttir, fulltrúi Neslista í Íþrótta- og tómstundaráði Seltjarnarness. Eva Margrét Kristinsdóttir, fulltrúi Samfylkingar í Íþrótta- og tómstundaráði Seltjarnarness. Gerum tómstundastyrkina aðgengilegri Rán Ólafsdóttir. Eva Margrét Kristinsdóttir.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.