Nesfréttir - 01.03.2015, Blaðsíða 3
Tveggja og þriggja herbergja
íbúðir hafa verið vinsælastar á
Seltjarnarnesi að undanförnu.
Það má segja að markaðurinn hafi
aðallega verið í þessum minni
eignum og þær hafa líka hækkað
mest í verði á undanförnum árum.
Þetta segir Ólafur Finnbogason
sölumaður hjá fasteignasölunni
Mikluborg í samtali við Nesfréttir.
Ólafur segir að það virðist vera
mikill straumur á Nesið í dag og
því sé einnig skortur á eignum
í millistærð og raðhúsum um
200 fermetra og góðum hæðum.
Allar eignir sem koma í þeim
flokkum séu að seljast vel. „Mikill
gangur hefur verið eftir áramót á
Hrólfsskálamelnum og hafa fimm
íbúðir selst þar á árinu. Einnig var
salan á Skerjabraut 1 til 3, þar sem
Prjónastofan Iðunn stóð, mjög góð
og seldist húsið nánast upp á fyrstu
vikunni þannig að verktakarnir eiga
einungis eina tveggja herbergja
íbúð herbergja íbúð eftir í því húsi.“
Ólafur segir að vegna góðrar sölu
þar verði spennandi að fylgjast með
hvernig salan á Hrólfsskálamel 1
til 5 sem fer í sölu vonandi á þessu
ári muni ganga en þar sé um að
ræða fjölbreyttar íbúðir sem henta
bæði fyrir yngra fólkið sem fyrsta
eign sem og eign fyrir þá sem vilja
minnka við sig. „Helsta aðdráttarafl
Seltjarnarnesins er gott skipulag
á bænum. Þar er stutt á milli
skóla og tómstunda og einstakt á
höfuðborgarsvæðinu að ekki þurfi
að skutla börnum á milli skóla og
tómstundarsóknar, enda er öll
aðstaða á sama reitnum. „Góð sala
hefur verið á Nesinu síðastliðið ár
en skortur er á eignum og vonandi
mun salan á Hrólfsskálamel 1 til
5 koma hreyfingu á markaðinn
með auknu úrvali af eignum í
millistærð. Erfitt er að segja hvaða
svæði séu dýrust á Seltjarnarnesi
en auðvitað hafa sjávarlóðirnar
og sunnanvert Nesið alltaf verið
aðeins dýrara en norðanmegin“,
segir Ólafur Finnbogason.
Nes frétt ir 3
Tveggja og þriggja
herbergja vinsælastar
Ólafur Finnbogason sölumaður
hjá fasteignasölunni Mikluborg
Nesbúar aka oftast á löglegum
hraða. Þetta kemur fram í hraða-
mælingum sem gerðar voru á
tímabilinu frá kl. 14.30 til 15.30
þann 24.02.15 en þá var umferð
vöktuð með hraðamyndavél
gagnvart bifreiðaumferð, sem ók
austur Norðurströnd á Seltjarnar-
nesi og var tilgangurinn að kanna
ökuhraða á þessum vegarkafla og í
nefnda akstursstefnu.
Á lessari akstursleið er 60 km
hámarkshraði og talsverð snjókoma
var meðan á vöktuninni stóð. Á ofan-
greindu tímabili vaktaði vélin 106
ökutæki og var meðalhraði þeirra 56
km. Af vöktuðum ökutækjum voru
ljósmynduð 5 brot eða tæp 5%. Meðal-
hraði brotlegu var 72 km og hraðast
ekið á 78 km hraða. Þessar upplýsing-
ar komu frá Lögreglustjóranum á
Höfuðborgarsvæðinu.
Oftast á
löglegum
hraða
SUMARSTÖRF HJÁ SELTJARNARNESBÆ 2015
Seltjarnarnesbær vill ráða ungt fólk til sumarstarfa 18 ára og eldri (fædd 1997 og eldri).
Um er að ræða almenn garðyrkjustörf, verkamannastörf, skapandi sumarstörf og ýmis afleysingastörf.
Einnig er auglýst eftir ungmennum 20 ára og eldri (1995 og eldri) í störf flokkstjóra og leiðbeinenda.
Opnað verður fyrir umsóknir um störf 19. mars. Sjá nánar á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar.
Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2015
Sótt er um störfin á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, www.seltjarnarnes.is.
Nánari upplýsingar eru veittar á heimasíðu og í þjónustuveri Seltjarnarnesbæjar í síma 5959 100.
ViNNUSkóLi 8. – 10. BEkkUR og 17 ÁRA F. 1998
Vinnutími Vinnuskóla verða 7 stundir á dag, 4 daga vikunnar fyrir umsækjendur sem fæddir eru
1998 og 1999.
Vinnutími verða 3,5 stundir á dag, 4 daga vikunnar fyrir umsækjendur sem fæddir eru 2000 og 2001.
Ekki er unnið á föstudögum. Vinnutímabil Vinnuskólans er frá 10. júní til 23. júlí.
Umsóknarfrestur er til 18. maí 2015
Vinnuskólinn verður settur 9. júní kl. 11:00 í Valhúsaskóla