Nesfréttir - 01.03.2015, Blaðsíða 10

Nesfréttir - 01.03.2015, Blaðsíða 10
10 Nes ­frétt ir Gömlu fiskihjallar út við Gróttu vestast á Seltjarnarnesi hrundu í ofsaroki og mikilli rigningu sem gekk yfir landið 14. mars. Einnig fuku þakplötur af áhaldahúsi Seltjarnarnesbæjar og rúða brotnaði í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Eitthvað var um minni óhöpp og skaða af völdum óveðursins. Girðingar fuku um koll og trambólín sem ekki höfðu verið tekin niður tókust á loft. Gömlu fiskihjallar við Gróttu hrundu í ofsaroki Breyting var gerð á gjaldskrá skóladagvistunar hjá Seltjar - narnesbæ síðastliðið sumar í þá veru að gjaldflokkum var fjölgað á þann hátt að greiðsla yrði í sem mestu samræmi við kaup á þjónustu. Þetta hafði í för með sér að gjaldskrárflokkar urðu átta í stað þriggja og í fjórum tilvikum var um lækkun verðs að ræða. Gjaldskrárbreytingar leiddu því til lækkunar gjalda fyrir helming þeirra sem nota þjónustuna. Gjaldskrárbreytingin hefur í heild sinni virkað til 1% hækkunar á dvalargjaldi og 6% hækkun þegar breytingar á fæðisgjaldi eru teknar með í reikninginn, eftir því sem kemur fram í breytingum á tekjum bæjarins vegna þjónustunnar á milli ára. Í ljósi umfjöllunar fjölmiðla um hækkun gjalds fyrir skóladagvistun á Seltjarnarnesi vill Seltjarnarnesbær koma þessum upplýsingum á framfæri. Í umfjöllun fjölmiðla er vísað í verðkönnun ASÍ þar sem bornar eru saman gjaldskrár sveitarfé- laga fyrir skóladagvistun.Þar eru eingöngu bornar saman breytingar á einu gjaldþrepi þjónustunnar en algerlega litið fram hjá því að verð hefur lækkað í mörgum tilvikum. Gjaldskrá skóladagvistunar má finna á slóðinni http://www. seltjarnarnes.is/svid-og-deildir/ fraedslusvid/gjaldskrar/nr/802 Gjaldskrárbreytingar hafa leitt til lækkunar Fermingarpeningarnir á Framtíðarreikning Ef 30.000 kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning bætum við 5.000 kr. við.* Framtíðarreikningurinn ber ávallt hæstu vexti verðtryggðra spari- reikninga og er laus við 18 ára aldur. Nánari upplýsingar á arionbanki.is/ferming *Eitt mótframlag fyrir hvert fermingarbarn

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.