Nesfréttir - 01.03.2015, Blaðsíða 23

Nesfréttir - 01.03.2015, Blaðsíða 23
Nes ­frétt ir 23 Hvað mynd ir þú gera ef þú ynn ir 5 millj ón ir í happ drætti? Ég myndi eyða einni milljón í útlandaferð með fjölskyldunni, gefa einhvern slatta til góðgerðamála og leggja rest inn á banka. Hvað mynd ir þú gera ef þú vær ir bæj ar stjóri í einn dag? Ég myndi setja nýtt gólf inn í litla sal íþróttahússins, beturumbæta klefa meistaraflokks kvenna og búa til mitt eigið herbergi í húsinu. Að hverju stefn ir þú í fram tíð inni? Að gerast atvinnumaður í minni íþróttagrein, mennta mig sem mest og lifa hamingjusöm til æviloka. Hvað gerðir þú í sum ar frí inu? Ég vann í unglingavinnunni ásamt fríðu föruneyti, fór til Parísar í tvær vikur með fjölskyldunni og undirbjó mig fyrir handboltatímabilið. Seltirn ing ur mán að ar ins að þessu sinni er Lovísa Thompson, leikmaður nýkrýndra bikarmeistara Gróttu í handbolta. Lovísa hefur staðið sig frábærlega með meistaraflokki Gróttu þrátt fyrir ungan aldur. Fullt nafn? Lovísa Thompson. Fæð ing ar d. og ár? 27. október 1999. Starf? Nemi og aðstoðarþjálfari í Gróttu. Farartæki? Hjólið góða. Helstu kost ir? Læt aðra dæma um það. Eft ir læt is mat ur? Mexíkósk kjúklinga- súpa og fiskibollurnar hennar ömmu. Eftirlætis tónlist? Engin sérstök, bara allt það vinsælasta í dag. Eft ir læt is í þrótta mað ur? Daninn og stórskyttan, Mikkel Hansen. Skemmti leg asta sjón varps efn ið? The Mindy Project og allir íþróttaviðburðir sem eru á dagskrá. Besta bók sem þú hef ur les ið? Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson. Uppáhalds leikari? Mindy Lahiri, hún er sjúklega fyndin. Besta kvik mynd sem þú hef ur séð? Ég er mikið fyrir söng- og dansmyndir svo ég segið allt frá High School Musical til Pitch Perfect. Hvað ger ir þú í frí stund um þín um? Ég reyni að læra sem mest, er upp í íþróttahúsi og fer á æfingar eða keppi. Hitti svo vini mína inn á milli ef það er ekki brjálað að gera. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Hertz höllin mín og borg ástarinnar, París. Hvað met ur þú mest í fari ann arra? Jákvæðni, gleði og bros á vör. Hvern vild ir þú helst hitta? Handboltafólkið Mikkel Hansen og Anita Görbicz. Upp á halds vef síða? hsi.is Hvað vild ir þú helst fá í af mæl is gjöf? Nýja handboltaskó og íþróttabakpoka. SELTIRNINGUR MÁNAÐARINS Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu og Viggó Kristjánsson handbolta- og fótboltamaður einnig úr Gróttu voru kjörin íþróttafólk Seltjarnarness að þessu sinni. Fanney sigraði á Íslandsmótinu í bekkpressu í janúar sl. (110 kg). Hún keppti fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti unglinga í bekkpressu í maí sl. þar sem hún varð heimsmeistari í bekkpressu þegar hún lyfti samtals 135 kg. Hún sigraði ekki einungis í sínum flokki (63 kg) heldur stóð hún uppi sem sigurvegari mótsins! Með þessu stórbætti hún Íslandsmetið í bekkpressu. Fanney er nú í 7. sæti á heimslista IPF í 63 kg flokki. Viggó er 21 árs gamall og leikur stöðu hægri skyttu. Viggó hefur mikinn leiksskilning og framúrskarandi sendingar- og skottækni. Hann lék með yngri landsliðum Íslands áður en hann ákvað að snúa sér alfarið að knattspyrnu- iðkun árið 2009. Viggó hefur leikið 28 meistaraflokksleiki í handbolta með Gróttu og skorað í þeim 166 mörk. Það sem af er vetri hefur Viggó verið lykilleikmaður liðsins og langmarkahæsti leikmaður fyrstu deildarinnar. Auk þess að vera marksækinn spilar hann félaga sína oft uppi og hefur gott auga fyrir línuspili. Hann er flottur íþróttamaður og leggur sitt af mörkum fyrir félagið meðal annars við dómgæslu yngri flokka og á yngri flokka mótum. Fanney og Viggó íþróttafólk Seltjarnarness heitur matur í hádeginu og á kvöldin taktu meÐ borÐaÐu á staÐnum eða Alvöru matur eða Fanney Hauksdóttir og Viggó Kristjánsson íþróttafólk Seltjarnarness. Auglýsingasími: 511 1188 borgarblod@simnet.is

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.