Nesfréttir - 01.03.2015, Blaðsíða 15
Nes frétt ir 15
SUÐURSTRÖND 10, SELTJARNARNESI
Fyrir neðan sundlaugina og World Class.
www.facebook.com/Systrasamlagid
Sími: 511 6367
Fljótum saman
inn í sumarið!
AFGREIÐSLUTÍMI:
Virkir dagar 8 - 18
Laugardagar 10 - 16
Aukaopnun um páska: Skírdagur: 11 -16
Í fyrsta sinn á Íslandi!
Ekta lífrænt ilmvatn unnið eftir
franskri ilmvatnshefð. Byggir á
blómadropafræðum hins þekkta
læknis Dr. Bach sem fangar það
dýpsta og fegursta úr hverri jurt.
ILMUR ER SÖGU RÍKARI.
ÞAÐ ALLRA
NÆRINGARRÍKASTA?
Við fáum gjarnan að heyra
að maturinn okkar séu sá
ALLRA næringarríkasti og
fögnum því.
LÍFRÆN FÖT FYRIR
JÓGA og LÍFIÐ!
Ómótstæðulegur lífrænn
og sanngirnisvottaður
360° fatnaður.
Toppar
Bolir
Buxur
Peysur
Samfestingar
FLOTHETTUDAGAR Í
SYSTRASAMLAGINU!
Á Ári ljóssins bjóðum við nú
Flotthettu og fótaflot
á 15.700 kr (áður 17.700)
fram yfir páska. Frábært
með í sumarbústaðinn og
allar sumarferðirnar,
innanlands og utan.
ILMVATN Á AÐ GEFA. EKKI TAKA!
Aðalfundur Slysavarna-
deildarinnar Vörðunnar var
haldinn 9. febrúar í Gaujabúð.
Þórdís Pétursdóttir var
endurkjörinn formaður.
Aðrar í stjórn voru kjörnar
Birna Óskarsdóttir, Val-
gerður Edda Benediktsdóttir,
Sara Finney Eggertsdóttir
og Þórhildur Halldórsdóttir.
Gestur fundarins var Erna
Magnúsdóttir frá Ljósinu og flutti
hún mjög áhugavert erindi um
starfsemina þar. Að loknu erin-
dinu var henni afhent gjafabréf frá
Slysavarnadeildinni Vörðunni að
upphæð kr. 100.000,- til styrktar
starfsemi Ljóssins.
Slysavarnardeildin Varðan
fór í heimsókn í febrúar sl. til
allra þeirra Seltirninga sem
verða 70 ára á árinu og afhenti
þeim mannbrodda að gjöf.
Enda ekki veitt af þeim í þeirri
hálku sem hefur hrellt okkur á
suðvesturhorninu í vetur. Þetta
er einn liðurinn í forvörnum fyrir
eldri bæjarbúa.
Slysavarnadeildin Varðan
hefur einnig tekið þátt í átakinu
„Glöggt er gestsaugað“. Í því er
þeim sem verða 76 ára á árinu
boðin heimsókn þar sem farið
er yfir öryggismál heimilisins og
þeim afhent forvarnarbæklingur
og reykskynjari þar sem þeir
eru ekki til staðar en þeir eru
nauðsynlegir á hverju heimili.
Þá hefur deildin heimsótt eldri
borgarana á Skólabrautinni einu
sinni til tvisvar á vetri og spilað
með þeim félagsvist. Deildin hefur
séð um vinningana það kvöldið og
veitingarnar. Þá hafa verið ræddar
slysavarnir fyrir eldri borgara.
Næsta spilakvöld á Skólabrautinni
verður þriðjudaginn 14. apríl.
Heldri borgarar
fá mannbrodda
Margrét Jónsdóttir, sem verður
70 ára í júní tekur hér við
mannbroddum frá Petreu
Ingibjörgu.
Á meðfylgjandi mynd er Þórdís Kristín Pétursdóttir, formaður
Vörðunnar og Erna Magnúsdóttir frá Ljósinu.