Vestfirðir - 26.11.2015, Side 2
Fjórhjólalagerinn
Stapahrauni 7 • 220 Haf • S. 588 3355
www.4h.is
Eigum til reimar í miklu
úrvali í flestar gerðir
snjósleða og fjórhjóla.
Fjórhjólalagerinn
Stapahrauni 7 • 220 Hfj • Sími 588 3355
www.4h.is
Mikið úrval auka og varahluta
í flestar gerðir hjóla.
2 26. Nóvember 2015
Hjúkrunarheimilið Eyri Ísafirði:
Kostar 1.257
milljónir króna
Heildarkostnaður við byggingu hins nýja hjúkrunarheimilis á Ísafirði verðu 1.257 millj-
ónir króna. Þetta kemur fram í svari
Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjar-
stjóra Ísafjarðarbæjar við fyrirspurnum
blaðsins Vestfirðir. Framkvæmdin er
fjármögnuð með 1.100 milljóna króna
láni frá nokkrum lífeyrissjóðum, sem
er verðtryggt og með 3,35% vöxtum.
Útreikningar Deloitte gera ráð fyrir
að leigugreiðslur ríkisins standi undir
greiðslum af láninu og það verði því
bæjarsjóði að kostnaðarlausu þegar upp
verður staðið.
Ríkissjóður tekur húsnæðið á leigu
til 40 ára og greiðir 85% af umsam-
dri leigufjárhæð. Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða annast með reksturinn. Sam-
kvæmt þessum upplýsingum má ætla
að Ísafjarðarbær greiðir 157 milljónir
króna af byggingarkostnaði sem svari
þá til 15% hlutar bæjarfélagsins.
Ríkið hóf leigugreiðslur þann 1. ágúst
sl. og greiðir 2.236 kr/m² fyrir 2.250 m²
eða alls 5.031.000 kr. á mánuði.
235 mkr framúr áætlun
Á þessu ári hefur verið bókfærður
kostnaður fyrir 485 milljónum króna
sem er 235 milljónum króna umfram
fjárhagsáætlun 2015. Umframkostn-
aðurinn skiptist þannig að frágangur
lóðar, innanhúss og innréttinga og
hreinlætistæki fara 138 milljónum
króna fram úr áætlun, viðbótarverk
frá upphafi framkvæmda eru 35 millj-
ónir króna og hönnun, gjöld og fjár-
magnskostnaður eru 62 milljónir hærri
en áætlað var.
Hjúkrunarheimilið
Tjörn áfram
Þröstur Óskarsson, fram-kvæmdastjóri Heilbrigðis-stofnunar Vestfjarða segir að
hjúkrunarheimilið Tjörn á þingeyri
verði rekið áfram og að ekki séu
fyrirhugaðar breytingar á starfsemi
þess alla vega næsta árið. Uppi hafa
verið vangaveltur um framtíð hjúkr-
unarheimilisins þegar tekin verða í
notkun ný hjúkrunarheimili á Ísafirði
og í Bolungavík.
Þröstur vísaði á Velferðaráðuneytið
spurningum um hvers vegna ekki væri
búið að taka nýju heimilin í notkun.
Svör hafa ekki borist enn frá Velferða-
ráðuneytinu við spurningunum.
Bolungavík:
Skuldaviðmið lækkar í 133%
Skuldir Bolungavíkurkaupstaðar voru í árslok 2014 167% af tekjum og svokallað skuldaviðmið nán-
ast það sama eða 165%. Munurinn á
þessum tveimur tölum er einkum sá að
frá skuldunum má draga tekjur af lang-
tímaleigusamningum og útgjöld sem
koma til greiðslu eftir 15 ár og síðar.
Elías Jónatansson, bæjarstjóri segir að
á þessu ári hafi verið gengið frá lang-
tímaleigusamningi við ríkið um leigu
fyrir afnot af hjúkrunarheimilinu sem
byggt hefur verið. Ríkið hóf greiðslur
í ágúst síðastliðnum og greiðir 20,1
milljón króna á ári og er fjárhæðin
verðtryggð. Við næsta útreikning á
skuldaviðmiðum bæjarsjóðs muni leig-
utekjur verða dregnar frá skuldunum
og segir Elías að verði fjárfesting bæj-
arsjóðs í hjúkrunarheimilinu dregin
frá verði hlutfallið 133%.
Að þessum upplýsingum fengnum
er fyrirsjáanlegt að skuldahlutfallið
og skuldaviðmiðið líka muni lækka
og verði lægra en 150% sem miðað
er við sem hættumörk í skuldastöðu
sveitarfélaga. Næst verður reiknað
út skuldatölurnar þegar ársreikn-
ingur 2015 liggur fyrir. Þá skiptir
máli hvernig rekstur sveitarfélagsins
og fjárfestingar hafa verið á árinu,
en ekki er mikið svigrúm til skuld-
aukningar þegar hlutfallið er 133% í
byrjun árs og 150% eru efri mörkin.
Fjárfestingar ársins voru áætlaðar um
60 milljónir króna og í rekstraryfirliti
Bolungavíkurkaupstaðar fyrir 2015 var
áætlaður 6,5 milljóna króna afgangur
og að skuldir muni ekki hækka á árinu.
Hjúkrunarheimilið
kostaði 340 mkr.
Bygging hjúkrunarheimilisins í Bol-
ungavík kostaði 340 milljónir króna
að meðtöldum áföllnum vöxtum á
byggingartíma. Upphaflegur kostn-
aður í sept 2012 jafngildir 322 millj-
ónir króna á núverandi verðlagi. Þetta
kemur fram í svari Elíasar Jónatans-
sonar, bæjarstjóra við fyrirspurn
blaðsins Vestfirðir. Byggingin hefur
verið fjármögnuð með láni sem tekið
var hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Það er
til 20 ára með vöxtum sem eru nálægt
3,35%.
Ríkið tekur bygginguna á leigu til 40
ára og greiðir mánaðarlegt leigugjald.
Árlegar leigutekjur eru 20,1 milljónir
króna. Elías Jónatansson segir að núvirt
greiðsluflæði leigutekna og greiðslna af
lánum sé um það bil 103,5 milljónir kr.
í plús sem er þá sú fjárhæð sem bæj-
arsjóður fær til þess að standa undir
fasteignagjöldumog halda húsinu við.
Elíasi telst til að miðað við að tekjum
og gjöldum sé stillt saman hafi bæjar-
sjóður 4,7 milljónir króna til ráðstöf-
unar á ári, sem eigi að standa undir
viðhaldi og gjöldum.
Elías Jónatansson, bæjarstjóri segir
að samningurinn við ríkið geri ráð fyrir
15% þátttöku bæjarsjóðs á móti 85%
hlut ríkisins, en geri sér vonir um að
sveitarsjóður muni á endanum ekki
bera neinn kostnað af hjúkrunarheim-
ilinu.
Jakob Valgeir ehf:
Eigið fé enn neikvætt
Í árslok 2014 var eigið fé Jakobs Valgeir ehf neikvætt um 158 milljónir króna en engu að síður
hafði eiginfjárstaðan batnað um 330
milljónir króna frá árinu áður, en þá
var eigið féð neikvætt um 488 millj-
ónir króna. Í athugasemdum með árs-
reikningnum er vakin athygli á þessu
og eins því að veltufjárstaðan ( þ. e.
skammtímaskuldir umfram veltufé)
sé 217 milljónir króna. Segir þar að
félagið sé í skilum með allar skuldir
sínar og að mati stjórnenda félagsins
séu horfur góðar í rekstri þess og að
ekkert bendi til annars en að félagið
sé vel rekstrarhæft.
Rekstrartekjur félagsins árið 2014
voru 2,6 milljarðar króna og hagn-
aður af rekstri varð 600 milljónir
króna. Niðurstaða af rekstri eftir fjár-
magnskostnað og að fengnum tekjum
af dótturfyrirtækjum varð um 400
milljónir króna. Árið 2013 varð sama
niðurstaða 1.051 milljónir króna eða
651 milljónum króna betri afkoma.
Munar þar mest um að á árinu 2013
var tekjufærður gengismunur upp á
575 milljónir króna. Laun og tengd
gjöld námu 724 milljónum króna og
meðalfjöldi starfa var 83. Þar af voru
aflahlutir og laun vegna útgerðar 349
milljónir króna og laun í landvinnslu
námu 220 milljónum króna.
Eignir fyrirtækisins eru bókfærðar
á 7,6 milljarða króna og þar af eru
veiðiheimildir 6,2 milljarðar króna.
Bókfærð eign í dóttur- og hlutdeildar-
félögum er 407 milljónir króna og
varanlegir rekstrarfjármunir eru 422
milljónir króna. Skip, vélar og fram-
leiðslutæki eru vátryggð fyrir 500
milljónum króna hærri fjárhæð en
nemur bókfærðu verði í ársreikningi.
Úthlutaðar og keyptar aflaheim-
ildir voru 1. sept 2014 alls 4.072
þorskígildi. Til viðbótar á dótturfé-
lagið Halli ÍS 197 ehf, sem er 100% í
eigu Jakobs Valgeirs ehf veiðiheim-
ildir. Árið 2013 námu þær um það bil
430 þorskígildum. Þær eru vistaðar
á Þorláki ÍS 15. Félagið leigði frá sér
aflamark fyrir 389 milljónir króna. Þá
leigði Jakob Valgeir ehf til sín kvóta
fyrir 253 milljónir króna, sem ætla
má að sé kvóti Halla ÍS 197 ehf.
Greiddir vextir síðasta árs voru 314
milljónir króna og greiddar afborg-
anir 334 milljónir króna.
Stærstu eignaraðilarnir eru F84
ehf sem á 43,5% og Flosi Valgeir
Jakobsson með 35,94%. Sjö aðrir
hluthafar eiga minna en 5% hver og
félagið á 1,14% í sjálfu sér. Stjórn fé-
lagsins skipa Flosi Valgeir Jakobsson,
Ástmar Ingvarsson og Jakob Valgeir
Flosason, sem jafnframt er fram-
kvæmdastjóri.
HG Hnífsdal:
Allar tekjur ársins 2019
fara í afborganir lána
Þegar skoðuð er greining á langtímaskuldum Hraðfrysti-hússins Gunnvör hf í Hnífsdal
kemur í ljós að tæplega 60% skuldanna
koma til greiðslu á árinu 2019. Það
ár á að greiða 30,6 milljónir evra af
54 milljónum evrum sem langtíma-
skuldirnar eru í árslok síðasta árs. Til
samanburðar voru allar tekjur fyrir-
tækisins á síðasta ári 29,9 milljónir
evra. Umreiknað í íslenskar krónur
þá eru þetta um 4,7 milljarðar króna.
Þessar áætluðu greiðslur ársins 2019
eru nærri fjórum sinnum hærri fjár-
hæð en nemur skuldlausu eigið fé fyr-
irtækisins, sem var 8,4 milljónir evra
eða um 1,3 milljarðar íslenskra króna.
Í árslok var tekjuskattsskuldbinding
félagsins sama fjárhæð og nam eigið
fé fyrirtækisins.
Leiðrétting
Í síðasta tölublaði var greint frá helstu
tölum í ársreikningi 2014 Hraðfrysti-
hússins Gunnvör hf. Þess var ekki gætt
að fyrirtækið er gert upp í evrum en
ekki í þúsundum íslenskra króna. Því
þarf að leiðrétta lykiltölurnar í fréttinni
með tilliti til þess. Hagnaður fyrirtæk-
isins af rekstri var 924 milljónir króna
, hagnaður fyrir skatta 462 milljónir
króna og rekstrartekjur námu um 4,6
milljörðum króna. Eignir fyrirtækisins
eru bókfærðar á 11,7 milljarða króna,
skuldir námu 10,4 milljörðum króna
og eigið fé því 1,3 milljarðar króna.
Veiðiheimildir eru bókfærðar á 51,5
milljónir evra sem jafngildir tæplega 8
milljörðum króna. Laun og tengd gjöld
ársins 2014 voru 12,1 milljón evra eða
um 1,9 milljarðar króna.
Þröstur óskarsson.
Mynd: Velferðarráðuneytið.