Vestfirðir - 26.11.2015, Page 14

Vestfirðir - 26.11.2015, Page 14
14 26. Nóvember 2015 Bókakynning í Edinborg Síðasta laugardag var bóka-kynning í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Andrea Harðardóttir, sagnfræðingur flutti yfirgripsmikið erindi um íslenskar skáldkonur og kvenrithöfunda sem knúðu dyra í bókmenntaheiminum á 20. öldinni. Fjórir rithöfundar kynntu verk sín. Það voru Einar Már Guðmundsson sem las upp úr nýrri bók sinni Hundadagar; Lilja Sigurðardóttir las úr Gildrunni, nýrri glæpasögu, Ragnhildur Thor- lacius las úr ævisögunni um Brynhildi Georgíu Björnsdóttur og Sigurjón Bergþór Dagsson las úr skáldsögunni Hendingskast. Minningarmiðstöðin Edinborg og Eymundsson stóðu fyrir kynningunni og boðið var upp á kaffi og kökur. Að- sókn var mjög góð, rétt um 80 manns komu, sem er svipað og verið hefur undanfarin ár.

x

Vestfirðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.