Fréttablaðið - 29.02.2016, Page 12

Fréttablaðið - 29.02.2016, Page 12
Hvað gerði Gylfi? Gylfi Þór Sigurðsson var að vanda í byrjunarliði Swansea gegn hans gömlu félögum í Tottenham, sem vann leikinn 2-1. Gylfi fékk gott færi í upphafi leiks en Hugo Lloris varði glæsilega frá honum. Stærstu úrslitin Manchester United vann Arsenal, 3-2, á Old Trafford. Titilvonir Arsenal dvínuðu, þar sem Leicester og Tottenham unnu bæði sína leiki. Hetjan Leonard Ulloa skoraði sigurmark topp- liðs Leicester gegn Norwich á 89. mínútu. Leicester hefur oft spilað betur en um helgina en náði samt að vinna, sem hefur oft verið einkenni meistaraliða. Kom á óvart Marcus Rashford, sem skoraði tvö mörk í sínum fyrsta aðalliðsleik gegn Mitdjylland fyrir helgi, skoraði tvö marka Man ches- ter United gegn Arsenal í sínum fyrsta deildarleik með félaginu. Í dag 19.10 Stjarnan - Haukar Sport 19.55 Fiorentina - Napoli Sport 3 21.00 Messan Sport 2 Domino’s-deild kvenna 19.15 Stjarnan - Haukar Ásgarður MANcHeSTeR ciTy deiLdARbikARMeiSTARi Willy caballero var hetja Man- chester city sem varð enskur deildabikarmeistari í gær eftir sigur á Liverpool í úrslitaleiknum á Wembley. Staðan að loknum venju- legum leiktíma og framlengingu var 1-1 en Fernandinho kom city yfir í leiknum en Philippe coutinho jafnaði fyrir Liverpool. caballero varði svo þrjár af fjórum spyrnum Liverpool í vítaspyrnukeppninni sem gerði útslagið. Nýjast West Ham 1 – 0 Sunderland Watford 0 – 0 Bournemouth Leicester 1 – 0 Norwich Stoke 2 – 1 Aston Villa Southampton 1 – 2 Chelsea West Brom 3 – 2 Crystal Palace Tottenham 2 – 1 Swansea Man. United 3 – 2 Arsenal Efst Leicester 56 Tottenham 54 Arsenal 51 Man. City 47 Man. United 44 Neðst Swansea 27 Norwich 24 Newcastle 24 Sunderland 23 Aston Villa 16 Enska úrvalsdeildin Handbolti Valur varð bikarmeistari karla um helgina og árangurinn var sögulegur fyrir þjálfarann Óskar bjarna Óskarsson. Hann vann þar með sinn fjórða titil sem þjálfari karlaliðsins og varð um leið sigur- sælasti þjálfari bikarkeppninnar frá upphafi. „Það er alltaf gaman að geta slegið met eins og þetta og það gefur þessu smá lit,“ sagði Óskar bjarni í samtali við Fréttablaðið. „Það er heiður að ná að vinna fjóra titla. bara að kom- ast einu sinni í úrslitaleikinn þykir mörgum gott.“ Valur hafði betur gegn Gróttu í úrslitaleiknum á laugardag, 25-23, þar sem góð byrjun í síðari hálfleik réð miklu. Valsmenn höfðu betur í hörkuleik gegn Haukum í undanúr- slitunum á föstudagskvöld, þar sem tvö efstu lið Olísdeildarinnar mætt- ust. Óskar bjarni segir að sér líði vel í leikjum þar sem allt er undir og hann njóti spennunnar. Valur tap- aði fyrir Haukum í tvíframlengdum undanúrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra en Óskar bjarni segir að það sé í fyrsta skiptið sem hann tapi í framlengingu sem þjálfari, svo hann muni eftir. „Þegar maður kemst aftur og aftur í svona aðstæður þá fer manni að líða vel í þeim. Manni finnst til dæmis orðið gaman að fara í fram- lengingu,“ segir hann og bætir við að þessi titill sé afar sætur. „Sá nýjasti er alltaf sá sætasti en það var skemmtilegt að vinna þennan, bæði fyrir strákana og mig. Við höfum verið að spila illa á móti Haukum, bæði í úrslitakeppninni í fyrra og í deildinni í vetur. Því var það sérstaklega gaman að vinna þá í undanúrslitunum.“ Hann segir að það hafi ekki orðið spennufall hjá hans mönnum eftir sigurinn á Haukum. Það hafi ein- faldlega ekki verið tími til þess enda innan við sólarhringur í úrslitaleik- inn. „Gróttumenn eru með afar skemmtilegt lið og þá ber að varast. en okkar verkefni snerist um að vinna Hauka og mæta svo á fullu í næsta leik, sama hver andstæð- ingurinn yrði. Við ætluðum ekki að láta neitt trufla okkur,“ segir Óskar bjarni. Valur er fjórum stigum á eftir toppliði Hauka þegar sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þessi tvö lið eru langefst í deildinni en í fyrra náðu Haukar að slá Val úr leik í úrslitakeppninni, 3-0, eftir að Valur varð deildarmeistari. „Við lögðum mikið upp úr því að verða deildarmeistarar, enda erfiðast að vinna þann titil. en svo mættum við hnjaskaðir til leiks gegn Haukum sem voru á flottum stað þá og fóru alla leið,“ segir þjálfarinn. „Strákarnir fóru mjög svekktir inn í sumarfríið í fyrra og við ætlum að gera betur núna. Þeir vildu líka sanna fyrir sjálfum sér um helgina að þeir væru sigurvegarar – að þeir myndu ekki bregðast þegar á reynir. Það tókst. Við fórum erfiða leið að titlinum – til eyja í 8-liða úrslitum og gegn Haukum í undanúrslitum – og strákarnir trúa því nú að þeir séu sigurvegarar.“ eirikur@frettabladid.is Líður vel þegar allt er undir Óskar Bjarni Óskarsson er orðinn sigursælasti þjálfarinn í sögu bikarkeppni karla. Hann vann sinn fjórða titil um helgina og tók fram úr Bogdan Kowalczyk og Reyni Ólafssyni. Hann vill vinna fleiri titla í vor. Valur og Stjarnan bikarmeistarar í handbolta 2016 Stór stund Hlynur Morthens, fyrirliði karlaliðs Vals, og Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði kvennaliðs Stjörnunnar, lyfta hér bikurunum sem lið þeirra unnu um helgina. Bæði lið lögðu Gróttu að velli í úrslitaleikjunum sem fóru fram í Laugardalshöllinni á laugardag. Bæði lið hafa verið sigur- sæl í gegnum árin en Valur varð meistari í níunda sinn og Stjarnan í það sjöunda. Fréttablaðið/aNDri MariNó Strákarnir vildu sanna fyrir sjálfum sér að þeir væru sigurvegarar – að þeir myndu ekki bregð- ast þegar á reynir. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals Sigursælustu þjálfararnir óskar bjarni óskarsson 4 titlar Valur 2008, 2009, 2011, 2016 bogdan Kowalczyk 3 titlar Víkingur 1979, 1983, 1985 reynir ólafsson 3 titlar Valur 1974, FH 1977, 1978 Karl benediktsson 2 titlar Víkingur 1978, 1984 Þorbjörn Jensson 2 titlar Valur 1990, 1993 Kristján arason 2 titlar FH 1992, 1994 Sigurður Gunnarsson 2 titlar ÍBV 1991, Haukar 1997 alfreð Gíslason 2 titlar KA 1995, 1996 Viggó Sigurðsson 2 titlar Haukar 2001, 2002 aron Kristjánsson 2 titlar Haukar 2010, 2012 Vildi ekki gefa mömmu klístraða fimmu Stjarnan varð um helgina bikar- meistari í sjöunda sinn í sögunni og í fyrsta sinn í sjö ár eftir sigur á Gróttu í úrslitaleiknum, 20-16. „Það var svo góð tilfinning að vinna loksins eftir alla þessa bið. Sérstaklega þar sem við höfum oft verið nálægt því að vinna titil síðustu árin en ekki tekist,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested sem hefur verið í Stjörnunni frá 2002 og upplifað margt á þeim árum – bæði gullaldarskeið félagsins í kvennahandbolta og erfiða tíma. Hún fagnaði eftir leik með dætrum sínum, sex og þriggja ára. Sú yngri vildi hins vegar ekki gefa mömmu sinni „sigurfimmu“ eftir leikinn enda með klístraðar hendur. Sólveig Lára sneri þá hendinni við eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. „Hún var eitthvað pjöttuð, sú stutta,“ segir Sólveig Lára og hlær en lengra við- tal við hana má lesa á íþróttavef Vísis. Coca-Cola bikar kvenna Stjarnan - Grótta 20-16 Markahæstar: Þórhildur Gunnarsdóttir 5 (6), Sólveig Lára Kjærnested 5 (13) – Laufey Ásta Guðmundsd. 4 (8), tvær með 3 mörk. Coca-Cola bikar karla Grótta - Valur 23-25 Markahæstir: Aron Dagur Pálsson 7 (11), Finnur Ingi Stefánsson 5/2 (9/2) – Sveinn Aron Sveinsson 6 (9), þrír með 4 mörk. domino’s-deild kvenna Valur - Keflavík 90-73 Stigahæstar: Karisma Chapman 41/16 frák./7 stoðs., Hallveig Jónsdóttir 15 – Thelma Ágústsdóttir 17, Monica Wright 13/11 frák. Hamar - Snæfell 39-69 Stigahæstar: Alexandra Ford 11 – Berg- lind Gunnarsdóttir 22/10 fráköst, Haiden Denise Palmer 14/12 fráköst/7 stoðs. 2 9 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M Á n U d a G U r12 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð Sport 2 9 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 C -F 5 7 4 1 8 9 C -F 4 3 8 1 8 9 C -F 2 F C 1 8 9 C -F 1 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.