Fréttablaðið - 29.02.2016, Side 18

Fréttablaðið - 29.02.2016, Side 18
 Þann sem fann upp þetta tól ætti að sæma riddaranafnbót. Að geta maukað hluti eins og hendi væri veifað á snyrtilegan hátt er snilld. Hér eru tíu eldhúsáhöld sem Jamie getur ekki verið án en listann birti hann á síðunni sinni jamieoliver.com. Hvítlaukspressa „Ef þú vilt koma hvítlauknum hratt og örugglega á pönnuna án þess að fá hvítlaukslykt á skurðarbretti og hnífa er hvítlaukspressan mikið þarfaþing. Þannig kemst líka allur safinn og þar með bragðið úr hvít- lauknum í matinn í stað þess að verða eftir á skurðarbrettinu.“ Grilltöng „Ég læt hana ekki frá mér á meðan ég er að steikja eða grilla. Hún er eins og framleng- ing á hendinni á mér og kemur í veg fyrir að ég brenni mig. Mér finnst best að snúa steikum með töng.“ Grænmetisflysjari „Þetta er lítið, ódýrt en algerlega ómiss- andi áhald til að hreinsa utan af grænmeti eða flysja það niður á sem skemmst- um tíma. Ein- földustu áhöld- in í eldhús- inu eru oft þau sem koma að mestu gagni.“ Rifjárn „Sígilt og strangheiðarlegt áhald til að rífa niður ost, sítrónubörk eða allt sem þarf í hrásalat. Engin ástæða til að breyta einhverju sem virkar svona vel.“ Mortel „Þetta áhald er í stöðugri notkun í eldhúsinu mínu en það hefur verið notað öldum saman til að ná sem mestu bragði úr kryddi og jurtum.“ Pönnusett með loki „Hér borgar sig að vanda valið. Ef þú hugsar um hversu mikið pönnurnar í eldhúsinu þínu þurfa að þola áttar þú þig fljótt á mikilvægi þess. Það er sífellt verið að hita þær upp, brenna þær og skrapa. Ég mæli með því að eiga að minnsta kosti þrjár mismunandi stærðir.“ Grillpanna „Ég nota mína mikið í fljót- lega rétti. Ég fíra upp undir henni og hendi á hana jafnt fiski, kjöti og grænmeti. Hún gefur því skemmti- legt bragð og áferð.“ Matvinnsluvél „Það er hægt að spara sér mik- inn tíma með því að skella því sem þarf að skera smátt í góða matvinnsluvél. Það er engin ástæða til að leggja hnífana á hilluna en matvinnsluvélin flýt- ir oft fyrir.“ Töfrasproti „Þann sem fann upp þetta tól ætti að sæma riddaranafnbót. Að geta maukað hluti eins og hendi væri veifað á snyrtilegan hátt er alger snilld. Þú getur þess vegna gert það í pottinum eða pönnunni sem þú ert að elda í og það gerir súpu- og sósu- gerð mun einfaldari en ella.“ Uppáhaldseldhúsáhöld Jamie Stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Jamie Oliver er ekki mikið fyrir að flækja hlutina og leggur oftar en ekki áherslu á fljótlega rétti. Hann snobbar heldur ekki fyrir nýjustu eldhústækjum og -tólum enda kemst hann yfirleitt jafn vel af með þessum sígildu og einföldu. Hann segir þó óráðlegt að spara við sig í hnífa- og pönnukaupum enda fátt á heimilinu í jafnmikilli notkun. Þetta litla og ódýra áhald notar Jamie hvað mest. ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is Notar þú meira en aðrir? Kíktu á reiknivél ON: www.on.is/reiknivel Orka náttúrunnar er annað stærsta orkufyrirtæki landsins. Við byggjum á mikilli þekkingu á og reynslu af orkuvinnslu. Leiðarljós okkar er að bjóða rafmagn á samkeppnishæfu verði til allra landsmanna. • Reiknaðu út orkunotkun heimilistækjanna • Berðu orkunotkun þína saman við önnur heimili • Fáðu góð ráð varðandi orkunotkun Bakaraofn 5.970 kr. á ári Kæli- & frystiskápur 5.654 kr. á ári Kaffi vél 1.306 kr. á ári Jamie Oliver er með sitt á hreinu í eldhúsinu. Heimilið Kynningarblað 29. febrúar 20164 2 9 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 C -D C C 4 1 8 9 C -D B 8 8 1 8 9 C -D A 4 C 1 8 9 C -D 9 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.