Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.02.2016, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 29.02.2016, Qupperneq 20
Alda og Sigurður Óli keyptu húsið árið 2004 og voru alltaf ákveðin í að taka það í gegn smátt og smátt. „Við erum búin að endurnýja bæði baðherbergin í húsinu. Eldhúsinu þurftum við að breyta talsvert. Settur var nýr veggur með skáp- um þar sem áður var opið upp á pall þar sem sjónvarpsherbergið var. Þegar við sátum yfir kvöldmatnum blasti við okkur handrið og gólfið undir sjónvarpssófanum sem var ekki skemmtilegt. Einnig opnuð- um við inn í borðstofuna og borðum þar núna sem við gerðum sjaldnast áður. Nýtingin á húsinu gjörbreytt- ist vegna þessara breytinga,“ segir Alda. Hún ákvað að leita til Þóru Birnu Björnsdóttur innanhússarkitekts með breytingar á eldhúsinu. „Það var mjög mikilvægt að fá aðstoð fagmanns. Þóra sá lausnir sem okkur hefðu ekki dottið í hug. Við settum skápa á heila vegginn og þar fékk ég búrskáp. Þar geymi ég hrærivélina og þarf ekkert að færa hana til þegar ég nota hana. Það er gott vinnupláss inni í skápnum,“ segir Alda. „Við létum gera eyju þar sem við höfum eldavélina sem er mjög þægilegt. Eldhúsinnrétting- in var sérsmíðuð hjá Við og við tré- smíðaverkstæði. Flísarnar fengum við í Vídd í Bæjarlind. Þær eru stór- ar, 60x60 cm, og koma mjög vel út.“ Alda segir að húsið hafi karakt- er og þau hafi alls ekki viljað rífa allt út. „Við vildum fá arkitekt sem hannaði eldhúsið út frá karakt- er hússins. Húsið er skemmtilega hannað og við vildum að það myndi halda sér. Ég var mjög ánægð með vinnu Þóru Birnu því hún tók tillit til heildarútlits hússins.“ Alda rekur tvær verslanir, Út- gerðina, sem eru í Vestmannaeyj- um og í Hafnarfirði. Þar selur hún alls kyns vörur fyrir heimilið. „Ég starfaði sem kennari í Flensborg en deildin sem ég kenndi við var lögð niður. Þar sem ég hafði lengi gengið með þann draum að opna verslun lét ég hann rætast. Ég hafði samt engin tengsl við Vestmannaeyjar. Við fórum í óvissuferð til Eyja og mér leist svo vel á staðinn að ég ákvað að setja upp verslun þar. Núna er ég með annan fótinn í Eyjum en okkur hefur verið mjög vel tekið þar,“ segir Alda og er mjög sátt við þessa ákvörðun. elin@365.is Nýtingin á húsinu gjörbreyttist Alda Áskelsdóttir og maður hennar, Sigurður Óli Gestsson, hafa verið að taka í gegn húsið sitt í Hafnarfirði. Eldhúsið og baðherbergið hafa fengið nýtt útlit en næsta verkefni er að setja hita í stofugólfið og skipta um gólfefni. Breytingin hefur verið mjög til góðs. Alda vildi hafa eyju í eldhúsinu sem kemur mjög vel út. Þar er nú eldavél og ofn. MYND/ERNIR Eldhúsið var allt tekið í gegn. Veggur brotinn niður og annar byggður upp. Mjög vel heppnaðar breytingar. MYND/ERNIR Það var mjög mikil- vægt að fá aðstoð fag- manns. Þóra sá lausnir sem okkur hefðu ekki dottið í hug. Alda Áskelsdóttir Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8:30 - 17:00 Fastus hef • Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn FALLEG HÖNNUN Í ELDHÚSIÐ ÞITT HEIMIlIð Kynningarblað 29. febrúar 20166 2 9 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 C -F 0 8 4 1 8 9 C -E F 4 8 1 8 9 C -E E 0 C 1 8 9 C -E C D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.