Fréttablaðið - 29.02.2016, Page 41

Fréttablaðið - 29.02.2016, Page 41
Viðargólf og lakkað parket ætti ekki að rennbleyta við þrif. Við dagleg þrif ætti að nota þurra rykmoppu eða ryksuga yfir gólf- ið og passa að smella burstanum á ryksuguhausnum niður. Burstinn verður einnig að vera heill og hreinn svo ekki nudd- ist sandkorn eða annað eftir gólfinu. Þegar skúra þarf gólf- ið ætti að vinda moppuna vel og þurrka gólfið fljótt á eftir. Nota þarf viðeigandi hreinsiefni á gólfið og fjá ráðlegging- ar um það hjá fagmanni í gólfefnaverslunum. Ekki má til að mynda nota sömu sápur á lakkað gólf og olíuborið eða lútað gólf. Á olíuborið gólf henta feitar sápur en þær skilja aftur á móti eftir fituhúð á lökkuðum fleti svo gólfið lítur út fyrir að vera óhreint. Heimild: Bigisson.is  Bannað að Bleyta Elsta gólfteppi eða gólfmotta sem vitað er um í heimin- um er Pazyryk-teppið svo- kallaða sem talið er vera frá fimmtu eða fjórðu öld fyrir Krist. Teppið fann fornleifa- fræðingurinn Sergei Ivanovich Rudenko árið 1949 í Síberíu í grafhýsi í Pazyryk-musterinu í Altai-fjöllum. Það er 200 x 183 cm að stærð og er í góðu ásig- komulagi. Ekkert er nákvæmlega vitað um uppruna þess eða höf- und en þó er talið að teppið sé upprunnið í Armeníu eða Kákasus en það er tuftað með tækni sem þekktist þar. Rauði liturinn er unninn úr skordýri, Armenian cochineal, sem Ar- menar voru þekktir fyrir að vinna rauðan lit úr sem kallað- ist Vordan karmir, eða orma- rauður. Þá þykir hestamunstr- ið minna á armenskt munstur. Teppið er geymt í Hermi- gate safninu í St. Pétursborg í Rússlandi. Heimild: wikipedia.org  Elsta motta í heimi Hreinar flísar Eins og annað geta flísar orðið skítugar, bæði í eldhúsinu og á baðinu. Að þrífa flísar er ekki sérlega gefandi verknaður sér í lagi þegar oft reynist erfitt að ná verstu blettunum. Ráð sem Leiðbeiningastöð heimilanna gefur á heimasíðu sinni ættu þó að auðvelda leikinn aðeins. 1. Stráið matarsóda á svamp og nuddið yfir óhreinindin. Þvoið af með vatni. 2. Hrærið saman í þykka blöndu ediki og lyftidufti eða matarsóda og sítrónusafa. Þessu er nuddað á flísarnar og látið bíða í 3 til 4 klukkustund- ir og þvegið síðan af með volgu vatni og góðum klút. 3. Sítrónu- safi einn og sér getur verið ágætur. Þá er sítróna skorin í tvennt og sárinu nudd- að yfir óhreinindin, látið liggja smástund og þvegið af. Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Sérverslun með teppi og parket Mikið úrval! Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Kynningarblað HEimilið 29. febrúar 2016 11 2 9 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 9 D -1 8 0 4 1 8 9 D -1 6 C 8 1 8 9 D -1 5 8 C 1 8 9 D -1 4 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.