Fréttablaðið - 29.02.2016, Page 44

Fréttablaðið - 29.02.2016, Page 44
Áhugi Kjartans á ljósum vaknaði snemma enda er fjölskyldan ná- tengd áhugamálinu. „Foreldrar mínir eiga ljósaverslunina Raf- kaup og ég byrjaði snemma að vinna þar og hannaði lýsingu með- fram námi,“ segir Kjartan sem út- skrifaðist sem innanhússarkitekt frá við Istituto Superiore di Archi- tettura e Design (ISAD) í Mílanó á Ítalíu árið 1998. Hann starfaði við fagið í nokkur ár og hannaði auk þess nokkur ljós. Hins vegar rak hann sig á að þekkingarleysi hans í framleiðsluferlinu háði honum, og ákvað hann því að taka masters- gráðu í húsgagnahönnun og -fram- leiðslu í Rhode Island School of Design (RISD) árið 2014. Í útskriftarverkefni sínu hann- aði hann fimm lampa. Hreyfan- leiki og tengsl við notandann voru Kjartani hugleikin við hönnunina. „Mig langaði til að búa til hreyfan- lega lampa sem fólk gæti snert og stjórnað með einfaldri hreyfingu,“ segir Kjartan. Við hvað er hann að fást í dag? „Maður er eins og hljómsveit sem fylgir eftir plötu. Nú er ég að fylgja eftir þessum lömpum og ljósum sem ég hannaði í útskrift- arverkefni mínu og hef verið á sýningum víða um heim að með- altali annan hvern mánuð,“ svar- ar Kjartan sem hefur síðastliðna mánuði ferðast til Los Angeles, Frakklands og víðar auk þess sem hann mun taka þátt í Hönnunar- Mars á Íslandi. Kjartan gengur með fjölmargar fleiri ljósahugmyndir í maganum og næsta skref er að koma þeim í framleiðslu hvort sem það verð- ur hér á landi eða erlendis. Nokk- ur af ljósum Kjartans eru fram- leidd hér á landi en hann er ekki bjartsýnn á að það gangi til fram- tíðar sér í lagi vegna hás flutnings- kostnaðar. „Þetta eru sérsmíðuð og fremur dýr ljós sem ekki er mikill markaður fyrir hér á landi og því flest keypt utan landsteinanna,“ segir Kjartan. Hönnun hans má skoða á www.kjartanoskarsson.com Vinnur með hreyfanleika og tengsl Kjartan Óskarsson húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt er höfundur fallegra ljósa. Hann hlaut meðal annars verðlaun fyrir hönnun sína á alþjóðlegri hönnunarsýningu í New York á síðasta ári. Nú ferðast hann milli sýninga til að kynna ljósin sín. Halo Lava. Veggljós úr hrauni.Forester. Skógurinn var innblásturinn við hönnun þessa ljóss. Stilka ljóssins er hægt að hreyfa og beina í ýmsar áttir. Halo Mirror. Ljósinu er stjórnað með því að snúa hringlaga lampanum. Halo. Styrk ljóssins er hægt að breyta með því að toga í leðurreimina sem heldur lampanum uppi. Ég hef verið á sýn- ingum víða um heim að meðaltali annan hvern mánuð. Kjartan Óskarsson HeiMiLið Kynningarblað 29. febrúar 2016 14 Hollenskir blómapottar með lýsingu fyrir þá sem vilja hafa nýstárlega og sérlega glæsilega aðkomu að fyrirtæki sínu eða heimili. Pottarnir eru gerðir úr sérstaklega sterku plasti sem þolir vel íslenska veðráttu, snjó, frost, rigningu og rok. Rafkerfið er mjög aðgengilegt, með sparperum og nota lítið rafmagn. Margar stærðir, allt frá litlum upp í risastóra potta. Nánari upplýsingar er að finna á www.zolo.is, eða í síma 615 3333 Þet a sérðu ekki hv r sem er…... Hollenskir blómapottar með lýsingu fyrir þá sem vilja hafa nýstárlega og sérlega glæsilega aðkomu að fyrirtæki sínu eða heimili. Pottarnir eru gerðir úr sérstaklega sterku plasti sem þolir vel íslenska veðráttu, snjó, frost, rigningu og rok. Rafkerfið er mjög aðgengilegt, með sparperum og nota lítið rafmagn. Margar stærðir, allt frá litlum upp í risastóra potta. Nánari upplýsingar er að finna á www.zolo.is, eða í síma 615 3333 Þetta sérðu ekki hvar sem er…... Hollenskir blómapottar með lýsingu fyrir þá sem vilja hafa nýstárlega og sérlega glæsilega aðkomu að fyrirtæki sínu eða heimili. Pottarnir eru gerðir úr sérstaklega sterku plasti sem þolir vel íslenska veðráttu, snjó, frost, rigningu og rok. Rafkerfið er mjög aðgengilegt, með sparperum og nota lítið rafmagn. Margar stærðir, allt frá litlum upp í risastóra potta. Nánari upplýsingar er að finna á www.zolo.is, eða í síma 615 3333 Þetta sérðu ekki hvar sem er…... 2 9 -0 2 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 9 C -F F 5 4 1 8 9 C -F E 1 8 1 8 9 C -F C D C 1 8 9 C -F B A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.