Fréttablaðið - 29.02.2016, Side 48
„Það fyrsta sem ég geri er að skil-
greina þarfir og óskir fólks sem
geta verið afar mismunandi,“
segir Anna sem lærði innanhúss-
arkitektúr í Konstfack University
College of Arts, Crafts and De-
sign í Stokkhólmi en hefur starf-
að sem innanhússarkitekt á Ís-
landi frá árinu 2000. „Sumir vilja
sturtu meðan aðrir kjósa bað-
ker, sumir leggja áherslu á mikið
geymslupláss, aðrir hafa sér-
stakt þema í huga á borð við „old
country“ eða nútímalegan míní-
malisma,“ segir Anna sem hlust-
ar ávallt á óskir fólks en heldur þó
alltaf tryggð við eigin stíl. „Bað-
herbergin sem ég hanna eru afar
fjölbreytt en mér finnst að hönn-
unin megi ekki vera æpandi held-
ur eigi fólk að finna fyrir vellíðan
þegar það kemur inn í herbergið,“
segir Anna sem er hrifin af nátt-
úrusteini og vill helst af öllu nota
náttúruefni í hönnun sinni.
Fúskið kostar
Anna segist ávallt setja notagildi
í fyrsta sæti. „Baðherbergi er
eitthvað sem maður notar mikið
og þarf því að virka,“ segir hún
og er afar umhugað um að öll
vinna í kringum baðherbergið sé
unnin fagmannlega. „Það er afar
heimskulegt að fúska við baðher-
bergið. Tjón sem verður vegna
raka í illa frágengnum flísum eða
skápum getur skemmt heilt hús. Þá
ætti fólk einnig að hugsa sig tvisv-
ar um áður en þau kaupir ódýr
blöndunartæki því ef þau bila og
eru innfelld getur verið afar dýrt
að rífa allt upp,“ segir Anna.
Lýsingin er mikilvæg
Anna segist leggja mikla áherslu
á góða lýsingu á baðherbergj-
um. „Ég er alltaf að predika yfir
fólki um að á baðherberginu þurfi
að geta verið allt frá skurðstofu-
ljósi og niður í spa-lýsingu,“ segir
hún og telur gott að vera með lýs-
ingu á nokkrum stöðum á baðinu.
„Ég veit að fólki finnst til dæmis
þægilegt að geta haft dempað ljós
ef það þarf að fara á baðherberg-
ið á nóttunni.“
Lýsing og notagildi í fyrirrúmi
Anna Hansson innanhússarkitekt segir frá því sem hún hugar að við skipulagningu baðherbergis og sýnir tvö falleg baðherbergi sem hún
hefur sjálf hannað. Hún segir notagildið skipta mestu máli en lýsing sé einnig stór þáttur í því að auka vellíðan íbúanna.
Þetta baðherbergi var frekar stórt en töluvert ílangt sem var dálítil áskorun. Mósaíkröndin í kringum salernið
gefur herberginu mikinn svip en að öðru leyti er hönnunin frekar dempuð.
Eigendur óskuðu eftir miklu geymsluplássi. Anna leysti það með því að setja speglaskáp sem þekur
stóran hluta veggjarins. Spegillinn gefur tilfinningu fyrir stærra rými og skápurinn gefur mikið geymslu-
pláss. Liturinn var valinn í samráði við eigendur og kemur fallega út svona jöklablár á móti svörtu.
Það getur verið þrautin þyngri
þegar plássið á baðherberginu er
ekki mikið. Fólk í litlum baðher-
bergjum um allan heim glímir við
nokkur sameiginleg vandamál
eins og þau sem fara hér á eftir.
Hvar á að geyma klósettrúll-
urnar? Þegar plássið fyrir rúlluna
sem er í notkun er varla nægt er
nánast ómögulegt að finna pláss
fyrir aukarúllurnar. Niðurstað-
an er yfirleitt sú að stafla þeim
upp á vatnskassann (ef hann er
ekki innbyggður það er að segja)
eða troða þeim ofan í skúffu. Og
gefa gestum þar með tilefni til að
skoða í einkahirslurnar.
Of heitt! Eftir sturtuna getur
orðið verulega heitt inni á litlum
baðherbergjum, sérstaklega þeim
gluggalausu. Þegar ætlunin er svo
að blása hárið eftir heitu sturt-
una er orðið nánast ólíft þar inni.
Afleiðingin af því er rauðar kinn-
ar og sviti.
Ekkert skraut. Þeir sem vilja
hafa fallegt í kringum sig þurfa
að finna hagkvæmar lausnir ef
þeir vilja hafa skraut inni á litla
baðherberginu sínu. Lausnin
gæti verið sú að hengja einfald-
ar myndir á veggina eða setja hill-
ur hátt uppi til að setja blóm eða
skrautmuni á.
Ekkert pláss á baðinu
Geymslupláss er oft af skornum skammti.
Nokkur trix
Anna gefur nokkur ráð sem hún
hefur notað við vinnu sína.
l Speglar geta hjálpað til við að
láta rými sýnast stærra.
l Grunnir skápar spara pláss
og eru oft mun þægilegri en
djúpir skápar á baðherberg-
inu.
l Eitt af því sem gleymist oft
við hönnun sturtuklefa er
staður fyrir fólk að leggja
frá sér sjampó og sápur.
Anna reynir iðulega að hafa
slíkar geymslur innfelldar
og telur það smáatriði sem
skipti miklu máli.
Það er afar heimsku-
legt að fúska við baðher-
bergið.
Anna Hansson
Uppþvottavélar
Helluborð
Ofnar
Háfar
Kæliskápar
Mán. - föst. kl. 10-18 · Laugardaga kl. 11-15
friform.is
Viftur
SANNKALLAÐ
PÁSKAVERÐ
Nú í AÐdRAgANdA PÁSKANNA höfum ViÐ ÁKVEÐiÐ
AÐ bjóÐA oKKAR ALbEStA VERÐ
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500
AFSLÁTTUR
15%
AF ÖLLUM INNRÉTTINGUMTIL PÁSKA
20% AFSLÁTTUR AF
RAFTæKjUM
VÖNDUÐ RAFTæKI Á VæGU VERÐI
HEiMiLið Kynningarblað
29. febrúar 201618
2
9
-0
2
-2
0
1
6
0
4
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
9
C
-D
7
D
4
1
8
9
C
-D
6
9
8
1
8
9
C
-D
5
5
C
1
8
9
C
-D
4
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K