Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2007
Sport
vw
(
EUR02C
A-RIÐILL
Finnland - Aserbaidsjan 2-1
Pólland - Belgía 2-0
Portúgal - Armenía 1-0
U8 L u J T M St
1. Pólland 13 8 3 2 22:10 27
2. Portúgal 13 7 5 1 24:10 26
3. Finnland 13 6 5 2 13:7 23
4. Serbla 12 5 5 2 19:9 20
5. Belgía 13 4 3 6 13:16 15
6. Armenía 11 2 3 6 4:12 9
7. Kasakstan 12 1 4 7 10:20 7
8. Aserbaidsj. 11 1 2 8 6:27 5
B-RIÐILL
Skotland - Ítalía 1-2
Litháen - Úkraína 2-0
LI8 L U J T M St
l.ltalía 11 8 2 1 19:8 26
2. Frakkland 11 8 1 2 23:3 25
3.Skotland 12 8 0 4 21:12 24
4. Úkralna 11 5 1 5 16:14 16
5. Litháen 11 4 1 6 9:13 13
6. Georgla 11 3 1 7 16:17 10
7. Færeyjar 11 0 0 11 3:40 0
C-RIÐILL
Moldóva - Ungverjaland 3-0
Noregur- Tyrkland 1-2
Grikkland - Malta 5-0
LI8 L u J T M St
I.Grikkland 11 9 1 1 23:9 28
2.Tyrkland 11 6 3 2 24:11 21
3. Noregur 11 6 2 3 23:10 20
4. BosníaogH. 11 4 1 6 16:21 13
5. Moldavla 12 3 3 6 12:19 12
6. Ungverjal. 11 4 0 7 10:20 12
7. Malta 11 1 2 8 9:27 5
D-RIÐILL
Wales- frland 2-2
Þýskaland - Kýpur 4-0
Tékkland - - Slóvakía 3-1
LiB L U j T M St
I.Tékkland 11 8 2 1 25:5 26
2. Þýskaland 11 8 2 1 35:7 26
3. Irland 12 4 5 3 17:14 17
4. Wales 11 4 2 5 18:19 14
5. Kýpur 11 4 2 5 17:22 14
6. Slóvakla 11 4 1 6 28:23 13
7. San Marinó . 11 0 0 11 2:52 0
E-RIÐILL
Andorra - Eistland 0-2
fsrael - Rússland 2-1
Makedónía - Króatía 2-0
Liö L u J T M St
1. Króatía 11 8 2 1 25:6 26
2. England 11 7 2 2 22:4 23
3. Rússland 11 6 3 2 17:7 21
4. ísrael 11 6 2 3 19:12 20
5. Makedónía 11 4 2 5 12:11 14
6. Eistland 12 2 1 9 5:21 7
7. Andorra 11 0 0 11 2:41 0
F-RIÐILL
Lettland - Liechtenstein 4-1
Norður-frland - Danmörk 2-1
Spánn - Svíþjóð 3-0
Llð L u J T M St
l.Spánn 11 8 1 2 22:8 25
2. Svíþjóð 11 7 2 2 21:8 23
3. N.lrland 11 6 2 3 17:13 20
4. Danmörk 11 5 2 4 18:11 17
5. Lettland 11 4 0 7 14:15 12
6. fsland 11 2 2 7 10:24 8
7. Lichtenst 12 2 1 9 9:32 7
G-RIÐILL
Búlgaría Rúmenía i -0
Albanía - Hvíta-Rússland 2-4
Holland - Lúxemborg 1 -0
L18 L U J T M st
I.Rúmenía 11 8 2 1 20:6 26
2. Holland 11 8 2 1 14:3 26
3. Búlgaría 11 6 4 1 16:7 22
4. Albanía 11 2 5 4 11:12 11
5. Slóvenía 11 3 2 6 9:14 11
6. Hv.Rússl. 11 3 1 7 15:22 10
7. Lúxemb. 12 1 0 11 2:23 3
Enskir Qölmiölar þökkuðu í gær ísraelum fyrir aö halda lífi í vonum þeirra um sæti í
úrslitakeppni Evrópukeppninnar. Steve McClaren er þó ekki enn hólpinn og ensku
sunnudagsblöðin heimta sigur á Króötum á miðvikudagskvöld.
Enski landsliðsþjálfarinn Steve
McClaren leyndi ekki ánægju sinni
eftir að hafa séð fsraela vinna Rússa.
„Þvílíkt kvöld. Þetta eru frábær U'ð-
indi fyrir okkur. Ég hef alltaf sagt að
keppnin væri ekki búin fyrr en hún
væri búin og ég trúði alltaf að úrslit-
in réðust í leiknum gegn Króötum."
Englendingar unnu Austurríldsmenn
í Vín á föstudagskvöld 1-0 með marki
Peters Crouch. Heim fóru þeir með
meiddan Michael Owen. McClaren
brosti á meðan enskir blaðamenn
notuðu orðið „lifeline" í hverri fyrir-
sögn. Þeir krefjast sigurs á Króötum
þegar liðin mætast á Wembley á mið-
vikudag. Jafntefli dugir Englending-
um en vinni þeir 2-0 eða stærra vinna
þeir riðilinn. „Hver hefði trúað því fyr-
ir mánuði?" skrifar The Independent.
Stöngin bjargar Englendingum
„Steve McClaren er heppnasti
þjálfarinn frá því Graham Taylor sagði
að landsliðsþjálfarar þyrftu að vera
heppnir," skrifar Paul Wilson í The Ob-
server og veltir fyrir sér mögulegum
arftökum McClarens, framherjavand-
ræðum og klúðri Dimitrys Sychev
sem hefði getað komið Rússum í góða
stöðu fyrir seinustu umferðina. „Það
er sennilega nokkuð til í því að lands-
liðsnefnd knattspyrnusambandsins
vilji ekki fara í gegnum allt ráðningar-
feriið strax aftur. Henni var einnig hlíft
við erfiðri ákvörðun með sigurmark-
inu í Tel Aviv. Heppni McClarens þarf
þó ekki að koma á óvart. Hann átti í
vandræðum vegna meiðsla í nánast
hverjum einasta lykilleik, í leiknum
gegn Rússum tók dómarinn ranga
ákvörðun á ögurstundu og þegar
hann fór til Austurríkis til að fi'nstilla
liðið fyrir Króati'uleikinn snéri hann
heim með meiddan lykiiframherja."
Rob Hawthome, þulur hjá Sky
Sports, þakkaði stönginni fyrir að hafa
stöðvað skot Sychevs. „Hann skýtur í
stöngina - stöngin hefur bjargað Eng-
landi!" hrópaði Hawthorne áður en
Omar Golan tryggði fsrealum sigur.
„Golan hefur komist í hæstu hæðir!"
Of róttækt, of óhættusamt, of
metnaðarfullt, of upplýst
Andy Dunn, íþróttaritstjóri News
of the World, segir stöðuna einfalda.
„Dæmið er einfalt. Vinnið Króati'u á
Wembley, komist áffam og McClar-
en heldur starfinu. Vinnið ekki Króa-
ti'u á Wembley, sitjið eftir og McClar-
en fær sparkið. Ég hef áður bent á að
þó enska liðið komist á EM sé rétt að
létta ábyrgðinni af McClaren. Stað-
an er enn sú. En knattspyrnusam-
bandið íhugar ekki slíka ákvörðun.
Hún væri of róttæk, of áhættusöm,
of metnaðarfull, of upplýst. McClar-
en hefur 90 mínútur til að halda
starfinu. Þess vegna verður hann
loks að framkalla heimsklassaleik
frá hans svokölluðu heimsklassa-
leikmönnum," skrifar Dunn og bætir
við nokkxum spurningum til enska
knattspymusambandsins. „Hefur
samstarf McClarens og Terrys Ven-
ebles virkilega borið ávöxt? Hvernig
getur knattspyrnusambandið kom-
ið í veg fyrir að úrvalsdeildarvélin
traðki á hagsmunum landsliðsins?
Er framtíð landsliðsins stefnt í voða
með holskeflum erlendra leikmanna
í deildarkeppnir okkar?" Dunn segir
að enska liðið hefði aldrei átt að vera
í vandræðum með að komast áfram
úr riðlinum. „Myndi einhver af króat-
ísku eða rússnesku leikmönnunum
komast í byrjunarlið Englendinga?
Nei. Meðal jjeirra þrjáti'u leikmanna
sem koma til greina við val á leik-
manni ársins em fjórir enskir. Rúss-
land og Króati'a? Enginn."
Þegar rekinn?
Daily Star Sunday segir stjórn
knattspyrnusambandsins hafa
ákveðið að reka McClaren, þó hann
vinni Króata. í landsliðsnefndinni
sé staðan 7-3, honum í óhag. Martin
O'Neill er sagður efstur á óskalist-
anum yfir arftaka en Alan Shearer,
fyrrverandi landsliðsfyrirliði, vilji
starfið. Reynsla Shearers af þjálf-
arastörfum er takmörkuð við að-
stoð sem hann veitti Glenn Roeder
hjá Newcastle. Daily Star bendir á
að reynsluleysi hafi hvorki háð Jiir-
gen Klinsmann né Marco van Bas-
ten. Ekki er minnst á Eyjólf Sverris-
son. Fleira er talið Shearer til tekna;
hann er enskur, leikmenn og stuðn-
ingsmenn bera virðingu fyrir hon-
um og hann hefur sjálfstraust til að
takast á við starfið. Steve Coppell
og Stuart Pearce eru einnig nefndir
til sögunnar. gg
ísreal vann sigur á Rússlandi í undankeppni Evrópukeppninnar:
ísrael gefur Englendingum von
ísrael og Rússland mættust á
laugardaginn í E-riðli og vann ísra-
el leikinn 2-1. Þessi sigur ísraela
hjálpar Englendingum því nú þurfa
þeir aðeins að ná stigi gegn Króa-
tíu á Wembley á miðvikudaginn til
að komast í úrslitakeppni Evrópu-
mótsins. Það var Elivaniv Barda sem
skoraði fyrsta mark ísraels í leiknum
á 10. mínútu. Diniyar Bilyaletdinov
jafnaði leikinn fyrir Rússa á 61. mín-
útu en Omer Golan tryggði svo ísrael
stigin þrjú á lokamínútu leiksins.
Tal Ben Haim leikmaður Israels
var glaður í leikslok. „Fyrst og fremst
spiluðum við fyrir stuðningsmenn
okkar og ég er ánægður með liðsfé-
laga mína og liðið, ég er ánægður fyr-
ir hönd liðsins," sagði Ben Haim.
„Þetta hjálpar Englendingum og
ég er ánægður með það vegna leik-
mannanna sem ég spila með. Ég
er ánægður fyrir þeirra hönd. Mér
finnst Englendingar hafa frábæra
leikmenn, mjög góða leikmenn. Þeg-
ar þú þarft að ná úrslitum er það
á þinni ábyrgð og ég held að Eng-
lendingar muni ná þessu," sagði Ben
Haim leikmaður Chelsea að lokum.
Guus Hiddink þjálfari Rússa er
þess fullviss að Króatía muni leggja
Englendinga að velli á miðvikudag-
inn. „Ég sagði það fyrir leikinn að ef
við gætum haldið þessu í 0-0 þang-
að til í lokin gætum við unnið leik-
inn. Þrátt fyrir að við höfum verið
mun betra liðið voru síðustu send-
ingarnar að klikka og við náðum ekki
að klára sóknirnar. Ég hef trú á því að
Króatía muni vinna á Wembley. Þeir
eru með lið sem getur það og ef þú
þorir að spila boltanum á Wembley
geturðu unnið," sagði Hiddink að
lokum. HSJ