Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2007
Umræða DV
ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir
RITSTJÓRAR:
ReynirTraustason og Sigurjón M. Egilsson ábm.
FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson
FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins á stafraenu
formi og I gagnabönkum án endurgjalds.
öll viötöl blaðsins eru hljóörituö.
AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010,
ASKRIFTARSlMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40.
SANDKORN
■ Frægt er að sagt var um
Steingrím Hermannsson, eft-
ir að hann hætti sem forsætis-
ráðherra og
var gerður
að Seðla-
bankastjóra,
að hann
byggi yfir
yfirgrips-
mikilli van-
þekkingu
á efna-
hagsmálum. Nú lætur nærri
að ámóta sé sagt um Davíð
Oddsson, það er eftir að hann
fetaði slóð Steingríms, úr
Stjórnarráðinu í Seðlabank-
ann. Það er nánast sama hvað
Davíð segir um efnahagsmál,
allt er rengt og allt túlkað á
annan hátt en Davíð segir, og
jafnvel meinar.
■ Guðmundi Ólafssyni hag-
fræðingi leiðist ekki að gagn-
rýna Davíð Oddsson fyrir störf
hans. Ekki
fer á milli
mála að
Guðmund-
ur hefur
ekki mætur
á störfum
Davíðs. Og
er svo sem
ekki einn
um það. Segja má að engir
hagspekingar utan Seðlabank-
ans taki undir orð Davíðs og
gerðir. Nýverið tjáði Davíð sig
um vaxandi skuldasöfnun í út-
löndum. Það er annarra en rík-
isins. Guðmundur Ólafsson
hafði hlustað á hagfræðinginn
Laffer og sagði að því loknu,
aðspurður um orð Davíðs, að
orð bankastjórans væru bull.
■ „Nei, það er bara órökstutt
bull. Það veit enginn almenni-
lega hvað við er átt með að
þenslan sé
ofmikil og
að hag-
kerfið geti
ofhitnað...
Þetta er
bara vit-
leysa... Hún
felst í því að
bankastjór-
inn hefur miklar áhyggjur af
skuldasöfnun almennings og
fyrirtækja í útlöndum og að við
séum komin að mörkum þess
sem þjóðfélagið þolir í þeim
efnum. Þetta er í fyrsta skipti í
veraldarsögunni sem seðla-
bankastjóri kvartar yfir því að
almenningur kaupi leikföng."
Þetta er bein tilvitnun í Guð-
mund. Ekki hrifinn af Davíð.
■ Ólafur Teitur Guðnason
hefur gefið út enn eina bók-
ina þar sem hann gagnrýn-
ir fjölmiðla. f Silfri Egils var
hann spurður um neikvæða
gagnrýni á bókina. Gagnrýn-
andi var ekki sáttur við gagn-
rýni á bók sem er ekkert annað
en gagnrýni. Til að bæta gráu
ofan á svart var honum bent á
harða gagnrýni á þýðingu hans
á bókinni um Maó. Gagnrýn-
andum var ekki skemmt. Upp-
lýsti að hann ædaði að svara
gagnrýninni með langri gagn-
rýni á gagnrýnina. Nokkuð
hörundsár gagnrýnandi.
-sme
LEIÐARI
Mdsreknir rithöfimdar
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR.
Sterk og óbrotin sjálfsmynd íslenskrar þjóðar
er ekki síst að þakka bókmenntum á heims-
mælikvarða. Það er í raun kraftaverk að þjóð
sem telur aðeins 300 þúsund skuli eiga ein-
staklinga á sviði heimsins sem etja kappi við rnillj-
arða manna og sigra gjarnan. Höfundar á borð við
Gunnar Gunnarsson og Iialldór Laxness hafa hald-
ið merki þjóðar sinnar hátt á lofti og gera enn. Am-
aldur Indriðason er sá höfundur sem mestrar hylli
nýtur vegna ritverka sinna um glæpi. Þótt sú gerð
bókmennta sé ekki h'kleg til þess að verða sígild
styrkir Arnaldur sjálfsmynd okkar sem þjóðar.
En það er íhugunarefni hvernig búið er að lista-
mönnum á íslandi. Ekki vantar fjöldann sem er
á launum frá hinu opinbera en það virðist skorta
skynsemi þegar kemur að því að deila út fjármagn-
inu. Klíkur ráða því hvaða hvítvoðungar fara á
brjóst fjallkonunnar íslensku og fá að vera þar fram
í andlátið sumir hverjir. Engin leið er að átta sig á
því hvers vegna þessi eða hinn listamaðurinn fer á
laun hjá almenningi í landinu. íslenskir rithöfundar
búa við þau kjör að ef þeir ekki fá ríkislaun, þá eru
þeir háðir grimmum markaði og þeir jafnvel arð-
Klikur ráda þvílwada hvitvodungarfara á brjást fjallkonunnar
<*! *
rændir þegar vel gengur. Engin skynsamleg skýr-
ing fæst á þeim yfirgengilegu niðurgreiðslum sem
eiga sér stað á sölubókum. Blóðugur slagur á sér
stað í stórmörkuðum sem sumir hverjir greiða með
hverri seldri bók. Stór forlög gefa af örlæti næst-
um helmingsafslátt af bókum sem er góðra gjalda
vert ef þeir væru að ráðstafa sínu. Vandinn er hins
vegar sá að afslættimir lenda með fullum þunga á
pyngjum höfúndanna sem eru ekki spurðir hvort
þeir vilji gefa launin sín. Þegar bókaforlag gefúr 50
prósenta afslátt af tiltekinni bók er um leið verið að
hlunnfara höfúndinn sem á um sem nemur fjórð-
ungshlut í hverri seldri bók. Það stendur því lít-
ið eftir þegar gerð er upp sala bókar og oft er eina
úrræðið hjá höfúndum sem vilja lifa af list sinni að
segja sig til sveitar og þiggja laun frá ríkinu. Það
má líkja kjörum rithöfunda á íslandi við það sem
gerist hjá sjómönnum á kvótalausum skipum þar
sem kvótaverðið er dregið af launum áður en gert
er upp. íslenskir rithöfundar sem hafa haldið uppi
þjóðarstoltinu eru á sama báti. Með örfáum und-
antekningum eru þeir háðir því að vera á opinberu
framfæri. Þessu þarf að breyta.
MIKILGUÐSBLESSUN
DAGGEISLI
í vikur hefur íslenska þjóðin ekki
skilið, ekki fattað, ekki áttað sig eða
verið úti á þekju þegar rætt hefur
verið um Reykjavik Energy Invest
og Geysi Green Energy. Vilhjálmur,
sá sem var borgarstjóri, skildi ekk-
ert, stjórnarmenn aðrir skildu ekk-
ert og enginn skildi reyndar neitt.
Þannig hefur þetta sérstaka mál
hrinst áfram. Án þess að nokkur
skilji eitt né neitt. Til dæmis hætti
Björn Ingi í meirihluta sem vildi
ekki sameina Reykjavik Energy
Invest og Geysi Green Energy. Nú
er hann í meirihluta sem vill ekki
sameina Reykjavik Energy Invest
og Geysi Green Energy. Svona ein-
hvern veginn er þetta búið að vera.
Svandís fór í mál en var sögð ekki
eiga hagsmuna að gæta. Víst, sagði
hún, og gaf sig hvergi. Nú er hún
samt hætt við að fara í mál. Það
var bara ekki hægt að skilja eitt né
neitt í málum Reykjavik Energy
Invest og Geysis Green Energy.
Þar til á sunnudaginn. Bjartasti
dagur ársins. Loksins voru mál-
efni Reykjavik Energy Invest og
Geysis Green Energy sett fram á
mannamáli. Þannig að allir skilja.
Loksins.
Það var Fréttablaðið sem eyddi öll-
um vafa. Með beittum og auðskilj-
anlegum texta á forsíðu var efan-
um loks eytt. Mikil Guðs blessun
og dásemd sem Fréttablaðið getur
verið. I þjóðargerseminni, Frétta-
blaðinu, segir svo skýrt og svo
skorinort: „Rætt er um að Reykja-
vík Energy Invest verði fjárfesting-
ararmur Orkuveitu Reykjavíkur
og kaupi hlut I Geysi Green En-
ergy. Á móti myndi Geysir Green
kaupa eignir REI. Með þeim hætti
gæti Geysir Green unnið áfram að
þeim útrásarverkefnum sem voru
á teikniborðinu þegar sameining
þess og REI var áformuð." Loks-
ins er þetta sagt á mannamáli. Nú
þarf enginn að efast lengur. Það er
sannanlegan mikill léttir. Áfram
skýrir Fréttablaðið málið: „Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
eru hugmyndir í þessa veru upp-
runnar í ranni meirihluta borgar-
stjórnar og hafa þegar verið unnar
nokkuð ítarlega. Er þeim ætlað
að leysa þann hnút sem málefni
Orkuveitunnar, REI og Geysis
Green eru í, ásamt því að tryggja
áframhaldandi þátttöku Orkuveit-
unnar í útrás á sviði orkumála."
Mælt af skilningi og skýrleika. Loks
þarf þjóðin ekki að hrista haus-
inn þegar rætt er um Reykjavik
Energy Invest og Geysi Green En-
ergy. Víst er að meira að segja Villi
skilur þetta. Orkuveitan eftirlætur
Geysi Green Energy útrásina um
leið og hún tryggir sér áframhald
í útrásinni. Mikið þakklæti þarf að
berast Fréttablaðinu fyrir að skýra
þetta svona vel. Það kom að því að
frá þessu væri sagt á mannamáli.
Takk fyrir.
DOMSTOLL GÖTUNIVAR
MUNIJ HÚSLEITIR SAMKEPPNISEFTIRLITSINS SKILA TILÆTLUÐUM ÁRANGRI?
„Ég veit það ekki alveg. Ég held að það
verði erfitt að finna út að menn hafi
verið I ólögmætu samráöi. Ég held að
það muni ekki skila neinu."
Frímann Lúðvíksson,
66 ára málari
„Ég vona það. Ég er samt ekkert viss
um að þarna sé maðkur í mysunni. Ég
held að þetta séu það stórfýrirtæki að
þau hafa ekkert að fela. Þeir færu ekki
að láta koma sér (klandur vegna
nokkurra króna."
Gunnar Kristinsson,
46 ára múrari
„Já, ég reikna með því. Það virðist
eitthvað vera á seyði þarna, annars
vonum við bara að sannleikurinn komi
f Ijós."
Málmfríður Sigurðardóttir,
59 ára skólaliði
„Já, ég vona það. Þessi húsleit er til
merkis um að þessar eftirlitsstofnanir
séu virkar. Það er þaö sem við viljum.
Annars er erfitt að segja hver
niðurstaðan verður. Það verður að
koma í Ijós."
Óskar Þráinsson,
60 ára bílasmiður