Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Blaðsíða 17
DV Sport MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2007 17 Tólf íslandsmet og tuttugu og þrjú unglingamet féllu um helgina á íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra . laug. 196 keppendur voru skráðir til leiks frá 12 sundfélögum. MET FELLll EINSOG HLUTABREF Um helgina fór fram fslandsmeist- aramótið í sundi í 25 metra laug, í Laugardalslauginni. 196 keppendur voru skráðir til leiks ffá 12 sundfélög- um. Bestu sundmenn landsins, þar á meðal Örn Arnarson, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Erla Dögg Haralds- dóttir, voru mættir til leiks og eins og við var búist rigndi metunum niður. Inga Elín Cryer, fA, náði lágmark- inu í 800 metra skriðsundi íyrir Norð- urlandameistaramót unglinga sem fram fer í Færeyjum í desember. Hún synti á 9:41,52 og lenti í öðru sæti. Sex sundmenn öðluðust keppnisrétt á Norðurlandameistaramótinu. Erla Dögg Haraldsdóttir úr Reykjanesbæ setti fslandsmet í 100 metra fjórsundi. Hún synti á tíman- um 1:02,71. Erla Dögg, setti íslands- met í 100 metra bringusundi fyrir þremur vikum, er í feiknagóðu formi og sýndi hversu fjölhæf sundkona hún er. í sömu grein synti Ragnheið- ur Ragnarsdóttir úr KR einnig undir gamla metinu en varð í öðru sæti á eftir Erlu. Hafnfirski sundkóngurinn Örn Arnarson bætti enn einu sinni met í 100 metra skriðsundi þegar hann synti af ógnarkrafti á 48,42 sek- úndum. Karlasveit ÍRB setti íslandsmet í fjórum sinnum 50 metra skriðsundi. Nýja metið er 1:33,82 og bættu þeir eldra metið um tæpa sekúndu. Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sund- félaginu Ægi setti tvö meyjamet í Laugardalslauginni. Hún bætti fimm ára gamalt met Erlu Arnardóttur SH um tæplega 1,5 sekúndurí 100 metra baksundi þegar hún synti á 1:08,92. Eygló bætti einnig eigið met í 200 metra skriðsundi um tæplega 1 sek- úndu, 2:14.57. f fjórum sinnum 50 metra fjór- sundi bætti Stúlknasveit ÍRB eldra stúlknametið um 2 sekúndur þegar þær syntu á 2:04,13. Metin héldu áffam að falla, Soff- Viðbúinn, tilbúinn... Sundið er greinilega á mikilli uppleið. ía Klemenzdóttir, ÍRB synti 400 metra fjórsund á tímanum 5:00,24 og bætti þar með þriggja ára telp- namet Jóhönnu Gerðu Gústafsdótt- ur um 18/100. f 100 metra baksundi setti Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi, sitt fjórða meyjamet á mótinu, hún synti á 1:08,69 og bætti þar með eig- ið met úr undanrásunum fyrr um morguninn.Erla Dögg Haraldsdótt- ir, fRB, setti nýtt íslandsmet í 100 metra bringusundi. Hún bætti sitt eigið met og synti á tímanum 1:09,63 og er fyrsta íslenska sundkonan til að synda undir 1:10 í þessari grein. Sigrún Brá Sverrisdóttir, Fjölni, sigr- aði í 200 metra skriðsundi á 2:01,68. Hún var 6 sekúndum á undan næsta manni og setti nýtt íslands- og stúlknamet. Lára Hrund Bjargar- dóttír átti gamla íslandsmetið sett árið 2001 og bætti Sigrún það um 1 sekúndu. í fjórum sinnum 50 metra fjór- sundi gerði telpnasveit Óðins sér lít- ið fyrir og bætti telpnamet sveitar KR sem var sett á þessu sama móti fyrir ári. Þær syntu á tímanum 2;07,42. Karlasveit ÍRB sigraði í 4 x 50 fjór- sundi og setti um leið nýtt íslands- met á tímanum 1:44,36. Þeir bættu eigið met um tæplega 1 sekúndu. Piltasveit fRB lenti í þriðja sæti í greininni og gerði sér lítið fýrir, setti nýtt piltamet á tímanum 1:55,55. Ragnheiður Ragnarsdóttir sund- kona úr KR gerði sér lítið fyrir og setti nýtt íslandsmet í fyrstu grein sunnu- dagsins, 50 metra skriðsundi. Hún synti á á tímanum 25.46 sekúndum ogbætti eigið íslandsmet um 10/100 sekúndum. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi, setti tvö meyjamet. Hún bætti eigið met í 200 metra fjórsundi á 2:29,75 og bætt eigið met um tæplega 2 sekúndur. Eins setti hún nýtt meyjamet í 200 metra baksundi á tímanum 2:27,97 um og bætti sitt eldra met um tæp- lega 1 sekúndu. Drengjasveit ÍRB setti drengjamet í 4 x 100 metra skriðsundi á 4:03,72, sem er bæting um tæplega 2 sekúnd- ur ffá gamla metinu. Kóngurinn í fantaformi Örn Arnarson, sundkóngur íslands, er í fantaformi og setti eitt íslandsmet. Mynd - Benedikt Ægisson Loyfishafl Ferdamálastofu Tveir stórieikir í vor Urval Utsýn býöur upp á tvær flottar ferðir á Stamford Bridge, heimavöll Chelsea í vor. Boðið er upp á flug með lcelandair til London, gistingu á 4 stjörnu hóteli í miðborginni og miða á leikina. ATH að við erum ekki með marga miða í boði á þessa leiki, fyrstir koma fyrstir fá. Chelsea v Arsenal 21 .-24. mars $ SftWlSUtt mobi SlXWlSU^ fþjágrannaslagur af bestu gerð, sannkallaður risaslagur í baráttunni um London m0b,l,Verð: 97.500 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: flug, skattar, gisting í 3 nætur með morgunverði og miði á leikinn Englandsmeistarar síðustu tveggja ára takast á í leik þar sem úrslit deildarinnar gætu hreinlega ráðist Glæsilegur VIP pakki í boði, 3 rétta máltíð á Stamford Bridge fyrir leik ásamt drykkjum og sæti í West upper stúkunni Verð: 105.000 kr á mann í tvíbýli Innifalið: flug, skattar, gisting í 2 nætur meó morgunverði og miði á leikinn (VIP pakki) Nánari upplýsingar hjá Úrval Útsýn á www.uu.is eða í síma 585-4000 vVELS/r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.