Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2007
Fréttir DV
A . . .D-r
FRÉTTIR
Svandísarmálið
erfrá
Borgarráð hafnaði á föstudag
samruna REI og Geysis Green
Energy. Á sama fundi var borin
upp tillaga um að leita sátta í
dómsmáli sem Svandís Svavars-
dóttir höfðaði vegna ólögmæts
eigendafundar Orkuveitu Reykja-
víkur. Þessi sáttatillaga var sam-
þykkt og verður því fallið frá
málshöfðunirmi.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
sátu hjá í atkvæðagreiðslunni og
er haft eftir Vilhjálmi Vilhjálms-
syni, oddvita Sjálfstæðisflokks í
borginni, að best væri að málið
gengi sinn feril í dómskerfinu.
Kaupþing verst
Viðskiptavinir Kaupþings
eru óánægðastir, ef marka
má könnun sem Capacent
Gallup gerði fyrir hönd ís-
iensku ánægjuvogarinnar og
Sparisjóðsins þeir ánægðustu.
Tekið var mið af einstök-
um þáttum líkt og þjónustu,
vörugæðum og tryggð. Kem-
ur fram að Sparisjóðurinn
er bestur á öllum sviðum en
Kaupþing verst. Þrátt fyrir að
ánægjuvog þeirra hafi hækk-
að um þrjú stig á milli ára er
bankinn enn með lægri ein-
kunn í öllum þáttum en aðrir.
Byr sparisjóður er nú í fyrsta
skipti mældur sem sjálfstætt
fyrirtæki og kemur betur út en
þrír stærstu bankar lands-
ins, Landsbankinn, Glitnir og
Kaupþing.
Fangelsi vegna
ýmissa brota
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi á föstudag þrjá 17 til 19
ára pilta til skilorðsbundinnar
fangavistar vegna ýmissa brota.
Þyngsta dóminn hlaut lóhann
Ari Einarsson, 17 ára, sjö mánaða
fangelsi. Hann var meðal annars
ákærður fyrir að hafa framið inn-
brot og stolið myndbandsupp-
tökuvél í verslun ELKO. Hann
var auk þess sakfelldur vegna
líkamsárásar en hann réðist á
starfsmann Intersport. Hann
hafði nokkru áður verið staðinn
að þjófnaði á skóm. Hinir tveir
fengu styttri dóma, annar sex
mánaða og hinn tveggja mán-
aða. Dómarnir eru allir skilorðs-
bundnir til þriggja ára.
Athugasemd
Ofsagt var í fyrirsögn DV að
fréttastjórar RÚV og Stöðvar 2
hefðu verið víttir af Útvarpsrétt-
arnefnd fyrir að sýna myndefni
sem gæti misboðið börnum og
viðkvæmum áhorfendum án
þess að varað væri við efninu fýr-
ir fram. Nefndinni höfðu borist
formlega kvartanir vegna slíkra
myndbirtinga og fýrir vikið voru
fréttastjórar stöðvanna boðaðir á
fund nefndarinnar. Þar var þeim
tilmælum beint til fréttastjóranna
að varast að birtingu myndefn-
is sem getur misboðið bömum
auk þess sem birta eigi viðvaranir
þegar slíkt efni sé sýnt.
Fjárfestingafélagið FL Group hefur tapað allt að fimmtiu milljörðum króna á síðustu
Qórum mánuðum. Lækkun á virði bréfa í Finnair, Commerzbank og American Airlines
vegur þar þyngst. Eigið fé félagsins hefur lækkað úr 47 milljörðum í 29,5 milljarða króna.
Halldór Kristmannsson segir ekkert hæft í fréttum Berlingske Tidende um að félagið
gæti þurft að selja hlut sinn í félagi i Danmörku.
Hannes Smarason FL Group
hefur tapað nærri 2 milljörðum
króna frá því október.
,9
m 1É
Peningar Talsmaður FL
Group segir félagið ekki hafa
verulegar áhyggjur þó gengi
bréfa í félögum sem FL
Group á hlut í hafi lækkað.
TflPA HÁLFOM
MILLJARÐIA DAG
EIGNASAFN FL GROUP í SKRÁÐUM FÉLÖGUM
Félag Eignarhlutur Breyting á hlutabréfaverði á ársfjórðungnum
Glitnir banki 32,0 prósent - 1,7prósent
Commerzbank 4,3 prósent - 20,0 prósent
Trvaainqamiðstöðin 83,7 prósent +19,6 prósent
AMR Corporation 9,1 prósent -15,4 prósent
Finnair 24,2 prósent -11,0 prósent
VALGEIR ÖRN RAGNARSSON
bladamaður skrifar: valgeir^dv.is
Fjárfestingafélagið FL Group hef-
ur tapað allt að fimmtíu milljörðum
króna á þriðja ársfjórðungi ársins og
það sem af er fjórða og síðasta árs-
fjórðungi. Eins og ffam kom í upp-
gjöri félagsins fýrir þriðja ársfjórðung
nam tap félagsins tuttugu og sjö millj-
örðum króna. Má það að miklu leytí
rekja til mikils taps af rekstri AMR,
móðurfélags bandaríska flugrisans
American Airlines. Eins og fram hefur
komið er FL Group í hópi stærstu eig-
enda félagsins með rétt innan við tíu
prósenta hlut. Það sem af er þessu ári
hefur gengi bréfa í því fallið um fimm-
U'u prósent. Hið gífirrlega hrun á bréf-
um í American Airlines hefur kost-
að FL Group um það bil 25 milljarða
króna á þessu ári.
Hálfur milljarður á dag
Gengi bréfa í FL Group féll nokkuð
í Kauphöll íslands fyrir helgi og hafði
ekki verið lægra í rúmt ár. Samkvæmt
fréttavef danska dagblaðsins Berl-
ingske Tidene hefur tap FL Group frá
því ársfjórðungsuppgjörið var kynnt,
verið um 25 milljarðar króna til við-
bótar við það sem áður hafði verið
kynnt. Samkvæmt heimildum DV má
ætla að óinnleyst gengistap á þessu
tímabili sé ekki svo hátt, heldur nemi
það nærri 20 milljörðum króna. Mið-
að við þessar forsendur má áætla að
tap FL Group hafi verið um allt að
hálfúr milljarður króna á dag frá því
í byrjun október. f tílkynningu FL
Group í byrjun þessa mánaðar seg-
ir að afkoma félagsins það sem af er
ári hafi verið neikvæð um 4 milljarða
króna. Til samanburðar hagnaðist fé-
lagið um 11 milljarða á fyrstu þremur
ársfjórðungum síðasta árs.
Því er spáð í dönskum fjölmiðl-
um að FL Group gætí neyðst tíl þess
að selja hlut sinn í dönsku bruggverk-
smiðjunni Royal Unibrew. Félagið á
fjórðungshlut í bruggverksmiðjunni
en bréf í henni hafa lækkað mikið á
síðustu misserum og má reikna með
að það tap nemi allt að 1,7 milljörð-
um króna. Þá hefur verðmætí bréfa í
eigu FL Group í Commerzebank og
Finnair lækkað umtalsvert.
Gífurlegar eignir
Eigið fé FL Group hefúr lækkað
það sem af er ári úr 47 milljörðum
króna í 29,5 milljarða króna. Heild-
areignir félagsins eru metnar á 369
milljarða króna, samkvæmt nýjasta
uppgjöri félagsins.
Meðal helstu eigna FL Group í
skráðum fyrirtækjum má nefna tæp-
lega þriðjungshlut þess í Glitni banka.
Þá á félagið 4,3 prósenta hlut í næst-
stærsta banka Þýskalands, Commerz-
bank. FL Group á jafnframt tæpan tíu
prósenta hlut í AMR, móðurfélagi
American Airlines. Félagið á einnig
fjórðungshlut í Finnair sem og Royal
Únibrew.
FL Group fjárfestí nýlega í um 19
prósenta hlut í breska fyrirtækinu In-
spired Gaming Group sem framleiðir
hugbúnað til fjárhættuspila. Þá á það
49 prósenta eignarhlut í Referesco sem
framleiðir ávaxtasafa og svaladrykki og
er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í
Evrópu. Félagið á einnig stóran hlut í
Geysi Green Energy og House of Fras-
er, auk annarra minni eigna.
Hallar undan fæti?
Halldór Kristmannsson, fram-
kvæmdastjóri samskiptasviðs FL
Group, segir stefnu félagsins að tjá sig
ekki um gengi bréfa félagsins. „Það
er ekkert launungarmál að það hafa
verið miklar sveiflur og þær eiga við
FL Group jafnt og aðra." Aðspurður
hvort félagið hafi áhyggjur af gengi
bréfa síðustu mánuði svarar Halldór
því að fyrirtækið sé sannfært um að
góður rekstur sé á stærstu eignum fé-
lagsins og góðir framtíðarmöguleikar
í virðisaukningu þeirra tíl lengri tíma
litíð. Hann segir ekkert hæft í frétt
Berlingske Tidende um að FL Group
gætí neyðst til að selja hlut sinn í Roy-
al Unibrew.
Reyni Harðarsyni sálfræðingi finnst óviðeigandi að prestar komi að skólastarfi:
Lágkúrulegt af prestinum
Reynir Harðarson Reyni finnst lágkúrulegt að nota sjálfsvígsumræðu til að verja
innrás kirkjunnar í skóla.
„Ég hef reynslu af alvarlegum
vanda ungmenna í vinnu fyrir barna-
vernd og finnst lágkúrulegt að nota
svo alvarlegt mál til að verja innrás
Þjóðkirkjunnar í skóla," segir Reynir
Harðarson sálfræðingur.
f nýjasta helgarblaði DV var ítar-
lega íjallað um sjálfsvíg. Séra lóna
Hrönn Bolladóttir, sóknarprest-
ur í Garðabæ, sagði þar að svoköll-
uð Vinaleið gagnaðist vel fyrir ung-
menni í vanda. Starf Vinaleiðar felst
í sálgæsluviðtölum djákna úr Þjóð-
kirkjunni við skólabörn.
Reynir telur ekki við hæfi að ræða
Vinaleið Þjóðkirkjunnar og sjálfs-
víg í sömu andránni. Hann bendir
á mörg félög sem hafi ályktað gegn
starfi kirkjunnar í skólum. „Hún
spyrtí þarna á afar óviðeigandi hátt
saman sjálfsvígum og Vinaleið Þjóð-
kirkjunnar í skólum - kristílega sál-
gæslu. Enginn efast um að gott er
að börn geti talað við velviljaða full-
orðna manneskju í skólum en ef fjár-
magn fæst til þess ætti það að vera
fagmaður, ekki prestur eða djákni,"
segir Reynir.
„Fagmaður er ódýrari en prest-
urinn og hlutlaus í trúmálum. lóna
Hrönn fullyrðir enn einu sinni með
röngu að „örfáir aðilar" séu á móti
Vinaleiðinni þó að Siðmennt, Ung
vinstri græn, Samband ungra sjálf-
stæðismanna, Ásatrúarfélagið og
samtökin Heimili og skóli hafi álykt-
að gegn afskiptum trúfélaga af skól-
um í gegnum Vinaleiðina."
Nýlega var fallið frá Vinaleið Þjóð-
kirkjunnar í Flataskóla í Garðabæ.
Foreldri barns við skólann mislík-
aði að þurfa að tilgreina sérstaklega
ef það vildi ekki að fulltrúi trúfélags
nálgaðist barn þess í skólanum, en
um ætlað samþykki foreldra fyr-
ir Vinaleiðinni var að ræða. f kjölfar
fyrirspurnar frá Persónuvernd var
starfsemin lögð af í skólanum. Af
þeim þremur skólum sem tóku Vina-
leiðina upp í Garðabæ er nú aðeins
einn eftir, en verkefnið var líka tekið
upp í Álftanesskóla í fyrra samkvæmt
fyrirmynd úr Mosfellsbæ.
erla@dv.is