Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Blaðsíða 32
Litlar samlokur 399 kr. + lítid gosghis 100 kr. = 499 kr FRÉTTASKOT 51 2 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónurfyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. MANUDAGUR 19. NÖVEMBER 2007 ■ DAGBLAÐIÐ VfSIR STOFNAÐ 1910 Færri erlendir '* starfsmenn Samkvæmt tölum frá Alþýðu- sambandi íslands voru 972 erlendir starfsmenn skráðir á vinnumark- aði hér á landi í október síðastliðn- um. Þeim fækkaði nokkuð á milli mánaða því í september voru 1239 erlendir starfsmenn skráðir á vinnu- markaðnum. Til samanburðar voru r' um 670 erlendir starfsmenn skráðir á vinnumarkað í október á síðasta ári. Langflestir erlendra starfsmanna eru frá ríkjum Evrópska efnahags- svæðisins. Vopnaðrán Þrír karlmenn réðust inn í Sunnubúðina við Lönguhlíð í gær- morgun, vopnaðir kylfu og öxi. Mennirnir réðust að Þórði Björns- syni kaupmanni og höfðu á brott með sér peninga og tóbak. Þórður hugðist leita á slysadeild eftir árás- ina, en honum og fjölskyldu hans er nokkuð brugðið. Lögregla koma á staðinn nokkr- um mínútum eftir ránið en þá voru ódæðismennirnir á bak og burt. Lögreglan handtók svo fjóra menn vegna málsins um eftirmiðdaginn í gær. Þeir verða yfirheyrðir við fyrsta tækifæri. Stakk vinnufélaga með hnífi Maður sem lagði til vinnu- félaga síns í Hellisheiðarvirkjun með hnífi í fyrradag gaf sig fram við lögreglu í gær. Þá hafði verið lýst eftir honum. Báðir menn- irnir eru af erlendum uppruna og voru þeir ölvaðir í virkjuninni þegar þeim sinnaðist. Hinn slas- aði hiaut áverka á læri og kálfa og var fluttur á sjúkrahús. Áverkar hans voru ekki jafn alvarlegir og talið var í fyrstu en mikið blæddi úr sárunum. Hann hefur verið út- skrifaður af sjúkrahúsinu. Wathne heim! SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON I blaðamadur skrifar: sigtryggur@dv.is ■ Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir eru haldin utan í brúð- kaupsferð. Mikilfengleg veisla var haldin í Hafnarhúsinu við Tryggva- götu á laugardagskvöd og var þar ekk- ert til sparað. Um 280 manns sóttu veisluna, fjölskylda, vinir, fyrirmenni og frægðarfólk. í boðskorti frábáðu brúðhjónin sér gjafir. í stað þess settu þau Jón Ásgeir og Ingibjörg á laggirnar Sólarsjóð- inn, sjóð sem ædað er að styrkja lang- veik börn og aðstandendur. „Megin- verkefni sjóðsins er að festa kaup á húsakosti handa langveikum börn- um og aðstandendum þeirra á með- an á meðferð stendur," segir Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs. Tugmilljóna sjóður Jón Ásgeir og Ingibjörg leggja sjálf til stofnfé sjóðsins og tryggja þannig Óupplýst lögreglumál Vonskuveður með hálku og hríð gekk yfir norðanvert landið fram eftir laugardeginum. Varð- stjóri hjá lögreglunni á Akureyri segir að ekið hafi verið á nokkur umferðarmerki og götuvita, enda hafi aðstæður verið erfiðar. Götu- vitarnir séu ekki til frásagnar af atvikunum og því ólíklegt að mál- in upplýsist. Lögreglumenn fóru á stjá og aðstoðuðu ökumenn beggja vegna Víkurskarðs, sem og í skarðinu sjálfu. Skyggni var ekk- ert, vegir voru flughálir og vind- hviður snarpar. Svaka stemning HK-ingar studdu sfna menn af krafti I gær þegar liðið mætti FCK í Evrópukeppni félagsliða í handbolta og kvörtuðu sumir sáran undan dómgæslunni. Liðið varð að sætta sig við naumt tveggja marka tap gegn danska liðinu. Gunnari Wathne hefur verið sleppt gegn 9 milljóna tryggingu: Móðir Gunnars Wathne mætt til Indlands „Meginverkefni sjóðs- ins er að festa kaup á húsakosti handa lang- veikum börnum og að- standendum þeirra." að strax verði hægt að hefjast handa. Ef miðað er við að hver brúkaups- gestur hafi lagt tíu þúsund krónur til sjóðsins nemur ffamlag veislugesta 2,8 milljónum króna. Þá er ótalið stofnféð sem kemur frá brúðhjónun- um sjálfum. Þó nokkrir veislugesta eru sterkefnaðir og telja þeir gestir sem rætt hefur verið við óhætt að æda að ffamlagið til sjóðsins á laugardag hafi verið mun hærra, tugmilljónir að lágmarki. Jóhannes Jónsson staðfestir að ekki sé enn vitað með vissu hve miklu fé var safnað. Ekki hafi verið lögð áhersla á að ræða upphæðir í sjálffi brúðkaupsveislunni. Kampavín og Kobe-kjöt Sjálf athöfnin fór fram klukk- an 17.30 á laugardag í Fríkirkjunni í Reykjavík og var það séra Hjörtur Magni sem gaf hjónin saman. Eftir at- höfnina dreif gestí að Hafnarhúsinu þar sem skálað var í Dom Perignon- eðalkampavíni. Meðal þess sem boð- ið var upp á í veislunni var sérinnflutt Kobe-nautakjöt. Kjötíð er sérstakt fýr- ir þær sakir að í lifanda lífi drakk naut- ið bjór og var fætt á sérstöku gæða- fóðri. Til þess að tryggja mýkt kjötsins er skepnan svo nudduð og hún böð- uð upp úr græni tei. Nokkuð var um ræðuhöld og ber gestum saman um að ræður hafi ver- ið hnyttnar og viðeigandi. Hljóm- sveitirnar Nýdönsk og Gus Gus léku fyrir gestí. Starfsfólkið fámált Sérhæft breskt viðburðafýrirtæki, Élan Productions, sá um öll smáatriði veislunnar. AJlt starfsólk sem að brúð- kaupinu kom var látið skrifa undir sérstakan þagnareið þar sem því er Gunnar Stefán Wathne var leyst- ur úr haldi indverskra yfirvalda á fimmtudag. Það var Mukul Mudgal, dómari við áffýjunarrétt í höfuðborg Indlands, sem úrskurðaði að Gunn- ar skyldi látinn laus gegn ríflega níu milljóna króna tryggingargreiðslu. Gunnar þarf að gefa sig fram við yf- irvöld tvisvar í viku þar til fyrir liggur hvað gert verður í máli hans. Gunnar Wathne var handtekinn á Indira Ghandi-flugvellinum í Nýju- Delí þann 21. september og hef- ur setið í varðhaldi í tæpa tvo mán- uði. Samkvæmt heimildum DV eru tugþúsund fangar í fangelsinu sem Gunnar hefur setið í. Þeirra á meðal er breskur ríkisborgari sem setið hef- ur í fangelsi í átta ár án dóms. Gunnar hefur verið eftirlýstur af Gengin út Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir ganga út úr Fríkirkjunni að lokinni athöfn. bannað að ræða málefni veislunn- ar við nokkra aðra en yfirmenn sína. Fjölda starfsfólks brúðkaupsins var svo komið fýrir á hóteli í borginni fyrir og eftir veisluna. Þagnareiðurinn virðist halda vatni, enda hefur starfsfólk veislunnar og gestír verið fremur fámál. Öllum ber þó saman um að athöfnin og veislan hafi verið einstaklega vel heppnuð. bandarískum stjórnvöldum í tvö ár, allt frá því að dómstóll í Norður-Kar- ólínu gaf út handtökuskipun á hann vegna gruns um þvætti á sem nem- ur 190 milljónum króna af fíkni- efnagróða Bandaríkjamannsins Williams Pikard. Móðir Gunnars og systír eru nú á Indlandi og hermir fréttamiðillinn Earth Times eft- ir lögmanninum Abhishek Singhvi að Gunnar hafi boðist til þess að leggja vegabréf mæðgnanna inn til frekari trygging- ar. „Sakborningurinn hefur engan glæp fram- ið á Indlandi og þess utan var peningaþvætti ekki sak- næmt athæfi hér í landi fyrr en í júlí á þessu ári," segir Singhvi. Talið er að Gunnar hafi dvalist í Rússlandi síðustu árin og að viðskipt- in ólöglegu hafi ferið fram í gegnum fyrirtæki hans í Austur-Evrópu. Peningaþvættíð er sagt hafa farið þannig fram að Banda- ríkjamaðurinn hafi framleitt umtals- vert magn af of- skynjunarlyfinu LSD. Hagnað- ur af fíkniefna- framleiðslu Pik- ards. er talinn hafa endað hjá Gunnari í Rúss- landi og komið tíl baka sem rann- sóknarstyrkur. sigtryggur@dv.is Talið rænt af barnaníðingum Francisco Marco, hjá spæjaraíyr- irtækinu Metoto 3, segist handviss um að Madeleine sé á lífi og að hana sé að finna í Marokkó. Hann telur henni hafa verið rænt af þremur að- ilum íýrir hring barnaníðinga. Spænskir einkaspæjarar sem sérhæfa sig í að finna týnd börn hafa verið ráðnir til að hafa uppi á Madeleine McCann. Hingað til hafa þeir undantekningalaust fundið þau börn sem þeir leita að og foreldr- ar stúlkunnar eru vongóðir um að Madeleine finnist von bráðar á lífi. Milljónir söfnuðust í brúðkaupi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur: MILLJÓNIR SAFNAST í MILLJÓNABRÚÐKAUPI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.