Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2007, Blaðsíða 7
DV Fréttir
Illa þefjandi iönaöur og stóraukin bifreiöaeign vekja úlfúö meðal
Hríseyinga.
HRÍSEYINGAR SKIPTAST
í STRÍÐANDIFYLKINGAR
Frá Hrísey Úlfúð er meðal
Hríseyinga vegna fyrirhugaðrar
hausaþurrkunarverksmiðju og
stóraukinnar bilaumferðar.
■I
Hríseyingar eru klofnir í afstöðu
sinni til íyrirhugaðrar hausaþurrk-
unarverksmiðju í eyjunni. Borgara-
fundi, sem halda átti í dag, hefur ver-
ið frestað fram á miðvikudag í þeim
tilgangi að bæjarfulltrúar frá Akur-
eyri getí mætt til fundarins. „Það er
klofningur í bæjarfélaginu vegna
áætlana um hausaþurrkunarverk-
smiðju og því er áríðandi að fólk getí
komið saman og rætt um máliðseg-
ir Linda María Ásgeirsdóttir fulltrúi í
hverfisráði Hríseyjar, sem stendur
fyrir fundinum.
Linda segir fólk hafa verið mjög
harðort í umræðu um hausaþurrk-
unarverksmiðju í eyjunni og Hrísey-
ingar hafi nú skipað sér í tvær fylk-
ingar, með og á mótí verksmiðjunni.
„Ég hef enn ekki heyrt nein rök sem
gætu komið í veg fyrir að þessi verk-
smiðja fái starfsleyfi. Það dugar til
fæmis ekki að segja að það gætí orð-
ið ólykt af þessari starfsemi," segir
Linda. Hún segir áhyggjur margra
beinast að því að hausaþurrkunar-
verksmiðja hafi neikvæð áhrif á upp-
byggingu ferðaþjónustu í eyjunni.
Sjálf verksmiðjan komi tíl með að
blasa við fólki þegar það siglir í höfn í
Hrísey. „Á hinn bóginn eru þetta út-
veggirnir á húsinu sem munu blasa
við, þannig að það ættí í sjálfu sér
ekki að vera skaði af því."
Linda segir Hríseyinga hafa ver-
ið óvanalega harða í afstöðu sinni í
málinu og bendir á ummæli Smára
Thorarensen, forsvarsmanns verk-
smiðjunnar, í DV í síðustu viku. „Mér
finnst með ólíkindum að fólk vilji
standa í vegi fyrir því fáa jákvæða
sem fram undan er og við viljum
keyra þetta í gegn. Það hvarflar ekki
að mér að hlusta á svona kjaftæði
og það verður ekkert tillit tekið til
óánægju manna sem hafa ekki hug-
mynd um hvað þeir tala um," sagði
Smári í samtali við blaðamann.
Á fundinum ætla fulltrúar í hverf-
isráði Hríseyjar einnig að vekja máls
á stóraukinni bílaeign í eyjunni.
„Eins og málin hafa þróast er orðin
talsvert mikil bílaumferð í eyjunni.
við getum ekki bannað fólki að aka
um, en við viljum ræða hvernig hægt
er að sporna við þessari þróun," seg-
ir Linda.
sigtryggur@dv.is
ÞAKKÁRGJDRÐAR
KALKUNN
A HOTEL CABIN
Hm rómaða Þakkargjorðarveisla Hótel Cabin
verður haldin dagana 22. og 23. nóvember.
í hádeginu 22. og 23. nóvember.
Föstudagskvöldið 23. nóvember.
Verð einungis: 1.850 kr
2.550 kr föstudagskvöld
Léttir djazztónar verða leiknir yfir borðhaldi
á föstudagskvöldinu.
Borðapantanir í sima 511 6030
HOTEL CABIN
HÁlmennar bóklegar greinar eru hluti af námi
á öllum brautum skólans. Allt almenna námið
er matshæft á milli skóla eftir því sem við á.
Einnig er hægt að stunda nám í almennum
greinum í eina til fjórar annir. Þeir nemendur sem
lokið hafa eða stunda nám á starfsmenntabrautum
geta bætt við sig námi sem leiðir til stúdentsprófs af
starfsmenntabrautum/ tæknistúdentspróf.
%
, y
A sérdeildarsviði eru tvær brautir:
Starfsdeild • Nýbúabraut. Auk þess er
endurhæfingarnám janusar (rekið í tengslum Sí
við skólann).
fjölbreytt^
nam
Fjarnám er áhugaverður kostur fyrir þá sem ekki
geta nýtt sér staðbundið nám, t.d. vegna vinnu
eða búsetu. í fjarnáminu er boðið upp á fjölbreytt
námsúrval í bóklegum og fagbóklegum
greinum ásamt ýmsum greinum meistaranámsins.
Á rafiðnasviði eru eftirtaldar brautir:
Grunnnám rafiðna • Rafvirkjun • Rafeinda-
virkjun Rafvélavirkjun • Rafveituvirkjun
Símsmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut.
við allra hæfi
Innritun stendur yfir og lýkur
25. nóvember nk.
Innritun er rafræn og eru
allar upplýsingar á vef skólans
www.ir.is og á skólavef
menntamálararáðuneytisins
www.menntagatt.is
Aðstoð við innritun verður í skólanum
20. og 21. nóvemberfrá kl. 12:30-16:00.
Rafræn innritun í fjarnám og kvöldskólann
hefst 20. nóvember og eru allar nánari
upplýsingar á vef skólans www.ir.is
og á skrifstofu í síma 522 6500.
^onat^
Á hönnunarsviði eru fjórar brautir: Listnámsbraut
(almenn hönnun og keramik) • Hársnyrting
Ekki er tekið inn á Fataiðnabraut og Gull- og
silfursmíði á vorönn. Stúdentspróf af list- og
starfsnámsbraut.
^9,n9^
Á byggingasviði eru fimm iðnbrautir í framhaldi
af grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina:
Húsasmfði • Húsgagnasmíði • Múrsmíði
• Málun • Veggfóðrun og dúklagningar.
Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut.
£ £ A upplýsinga- og margmiðlunarsviði eru
& Of þrjár brautir: Upplýsinga- og fjölmiðia-
"©• S braut • Tækniteiknun • Margmiðlunar-
skólinn - en ekki er tekið inn í hann á 1. önn.
Á tölvusviði er ein braut: Tölvubraut sem býður
upp á sérhæfingu íforritun og netkerfum.
Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut.
■iwusv/d
★
IÐNSKÓLINN i REYKJAVlK
Skólavörðuholti I 101 Reykjavík
Sími 522 6500 I Fax 522 6501
www.ir.is I ir@ir.is