Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV Launavísitala hækkar Mánaðarleg launavísitala hækkaði um 0,5 prósent á milli mánaða, frá september til okt- óber, á þessu ári. Samkvæmt tölum frá Hagstofu fslands var launavísitala í október 324, 6 stig. f tilkynningu Hagstofunnar segir jafnframt að síðastliðna tólf mán- uði hafi launavísitalan hækkað um 8,1 prósent. Launavísitalan hækkaði mest á fyrstu þremur mánuðum ársins en síðan hefur hækkunin verið minni. Kyrkia, lemja og hengja Tuttugu og átta ára karl- maður var á þriðjudag dæmd- ur í níu mánaða skilorðs- bundið farigelsi fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti og beita þá ofbeldi. Lögreglu- menn höfðu afskipti af mann- inum á bílastæði Samkaupa á Blönduósi. Maðurinn brást hinn versti við, sló til lög- reglumanna og kvaðst mundi drepa þá, kyrkja, lemja og hengja. Maðurinn, sem á allnokk- urn brotaferil að baki, játaði brot sín greiðlega við dómara. Níu mánaða fangelsisdómur- inn fellur niður haldi maður- inn skilorð í þrjú ár. Ósannindi meirihlutans „Orð borgarstjóra Reykjavíkur, Dags B. Eggertssonar, um hús- næðismál eldri borgara voru ekk- ert annað en ósannindavaðall," sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, áborgarstjórnarfundií gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdastjóra borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins. Á fundinum nefndi Vil- hjálmur ýmis önnur dæmi um rangfærslur í ræðu borgarstjóra. Á fundinum kom fram að frum- varp að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 grundvallist í stórum drátt- um á þeirri stefnumörkun sem fráfarandi meirihluti lagði grunn að og hrinti verkefnum í fram- kvæmd í stjórnartíð sinni. Óttaðist fangelsi Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri verslunarkeðj- unnar Iceland, viðurkennir að hafa óttast að lenda í fang- elsi þegar breska fjármála- eftirlitið rannsakaði ásakanir um innherjasvik í tengslum við hlutabréfaviðskipti hans. Walker hætti með látum hjá Iceland árið 2001, stuttu eftir að hann seldi hlutabréf í fyr- irtækinu upp á 13,5 milljónir punda. í kjölfarið sendi fyr- irtækið frá sér viðvörun. Ekki var gert annað en að rannsaka málið en Walker segist þann tíma stöðugt hafa séð fanga- klefann fyrir sér. Gísli Gíslason, lögmaður í Kaupmannahöfn, undirbýr nú málsókn gegn Gísla Reynis- syni, forstjóra Nordic Partners, vegna vanefnda á samningi þeirra. Gisli lögmaður hafði milligöngu um kaup Gísla forstjóra á Hotel D'Anglaterre í miðborg Kaupmannahafnar og telur sig eiga inni háar upphæðir í þóknun. Málið fer fyrir dómstóla í Danmörku. VILL 500 MILLJ0NIR FYRIR HÓTELSÖLU VALGEIR ORN RAGNARSSON bladamadur skrifar: valgeinwdv.is Gísli Gíslason, lögmaður og at- hafnamaður í Kaupmannahöfn, sakar Gísla Reynisson, forstjóra fé- lagsins Nordic Partners, um að hafa ekíd efnt skriflegan samning þeirra á milli og fer fram á hundruð milljóna greiðslur sem hann telur sig eiga inni hjá Nordic Partners. Málið snýst um kaup Gísla Reynissonar og Nordic Partners á hinu sögufræga verð- launahóteli Hotel D 'Anglaterre í miðborg Kaupmannahafn- ar sem fslendingar eign- uðust snemma í haust. Gísli Gíslason hafði í gegnum félagið Eur- opean Consulting milligöngu um kaup Gísla Reynisson- ar á hótelinu og kom meðal ann- ars kaupendum og seljendum saman. Fyrir það hlutverk átti hann að fá í sinn hlut tiltekinn pró- sentuhlut af verðinu þegar kaupin gengu í gegn. Eftir því sem DV kemst næst er reikningur Gísla lögmanns nærri hálfum milljarði króna. Milljarða virði Hotel D'Anglaterre er 250 ára, staðsett við Kongens Nytorv og hef- ur verið eitt af flaggskipum danskra hótela. Þjóðhöfðingjar og viðskipta- jöfrar eru tíðir gestir á hótelinu sem hefur verið valið besta hótel Dan- merkur. Kaupverðið á hótelinu var ekki gefið upp en það var mat sérfræð- inga í milligöngu um fasteigna- og fyrirtækjasölu sem DV leitaði til, að venjan væri að um 2-5 prósent af kaupverði eigna renni til milligöngu- manna sem þóknun. Ætla má að Hotel D'Anglaterre sé metið á millj- arða og því ljóst að um er að ræða umtalsverðar fjárhæðir sem Gísli tel- ur sig eiga inni. Höfðar hugsanlega einkamál Gísli Gíslason hefur nú ráðið Hróbjart Jónatansson hæstaréttar- lögmann til þess að innheimta hina ógreiddu skuld og er málið komið nokkuð langt á veg. Hróbjartur frá- bað sér að tjá sig um mál- ið við DV að öðru leytí en að staðfesta að Gísli Gíslason væri umbjóðandi hans. Samkvæmt heimildum DV nema umboðs- laun hundruðum milljóna króna og allt að hálf- um milljarði króna. Skriflegur samning- ur var gerður á milli að- ilanna sem tók gildi um leið og kaupin gengu í gegn. Þar er kveð ið á um að Eur- opean Con- sulting eigi hefur ekki greitt þá upp- hæð sem Gísli Gísla- son telur sig eiga inni og mun hinn síðarnefndi höfða einkamál fyrir dönskum dómstólum ef ekki verð- ur leyst úr þessum ágreiningi utan þeirra. f samnings- skjölum á milli málsað- ila var kveðið á um að ef ágreiningsefrii kæmu upp skyldi leyst úr þeim fýrir dönskum dómstólum. Hotel D'Angleterre Glæsilegt hótel í hjarta Kaupmannahafnar. Var valið besta hótel Danmerkur árið 2007 og hefur hlotið World Travel-verðlaunin fjórum sinnum. um DV mun málið fara fýrir dóm í Danmörku innan nokkurra daga ef sættir nást ekki og er undirbún- ingur málsins þegar hafinn. Sambærilegt mál er nú statt fyrir dómstólum þar sem milligöngumaður um kaup á fyrirtækinu Bláfugli hefur höfðað mál á hendur kaupend- um félagsins fýrir van- efndar greiðsluskyld- ur eftir að kaupin gengu í gegn. Hvorki náðist í Gísla Gíslason né Gísla ^ Reynisson við vinnslu Bl fréttarinnar. Nokkurra daga frestur Samkvæmt fífc. heilmild- Gisli Reymsson Forstjóri Nordic Partners er sagður ekki vilja greiða reikninginn fyrir milligöngu kaupanna i Kaupmannahöfn. inni þokn- un vegna málsins. Gísli Reynisson forstjóri Hróbjartur Jónatansson Flæstaréttarlögmaður hefur tekið að sér að sækja þá innistæðu sem lögmaðurinn í Danmörku telur sig eiga inni. ATLIGÍSLASON, þingmaðurvinstrigrænna. . / Langt í frá „Nei, langt ífrá. Þróunarfélagið hefurþver- brotið lög sem gilda um sölu á eignum ríkisins í almenningseigu. Það hefurfórnað samfélagsleg- um hagsmunumfyrir einhver sérhyggjusjónarmið. Einhverjar ákvarðanir hafa verið teknar bakvið tjöldin. Salan er án útboðs, án þess að Ríkiskaup hafi komið að málum ogán samkeppnisreglna. Menn hafa einfaldlega ekki setið við sama borð. Verið er að selja 1700 íbúðir til einhverra aðila án gagnsærra reglna. Það á að gerastfyrir opnum tjöldum þegar verið er að ráð- stafa almenningseignum. Það er bara þannig samkvœmt lög- um. í staðinn er verið að ráðstafa til einhverra sem maður veit ekki hvort þeir hafa sérstaka velvild til. Það er bara lagabrot að gefa ekki öllum kost á að bjóða í eignirnar og selja eignirnar með þessum hætti. Það á aðfara fram útboð, allir eiga að sitja við sama borð og regl- urnar eiga að vera öllum sýnilegar. 1 þessu máli erum við í vafa um að svo hafi verið." ÁRNI SIGFÚSSON, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. ^ ,,/rí. Salan byggir á lögum sem sett voru um verkefnið þar ■ sem Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar varfalið að þróa suæðið ogselja eignir. Þvíhefur veriðfylgt samviskusam- * JMpil lega eftir. Á það hefur verið bent aðfylgja hefði átt lög- um um Ríkiskaup og sölu ríkiseigna. Þeir sem það segja gleyma þvíað sett voru sérlög um Þróunarfélagið. Það var sérstaklega stofnað til að Jýlgja þessu verk- efni eftir. Þetta ermálið ígrundvallaratriðum. Svo er auðvitað verið að benda á að Þorgils Óttar Mathiesen sé bróðirfjármálaráðherra, það er rétt að hann er einn af éigendumfyrir- tækisins sem er að bjóða í eignirnar. Hann er athafnamaður og Itann er að bjóða i ákveðnar eignir og það kemur málinu ekkert við. Ég veit að þeir eru bræður og að báðir eru þeir virkir í samfélaginu." MEÐOGAMÓTI VAR RÉTT STAÐIÐ AÐ SÖLU RÍKISEIGNA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.