Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Blaðsíða 15
DV Sport FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 15 Englendingar verða ekki á EM 2008 eftir sigur Króata á Wembley: Englendingar eru fallnir úr keppni í Evrópukeppni landsliða eft- ir að Króatar unnu leik þjóðanna 2-3 á Wembley. Rússar sigruðu Andorra á sama tíma og skutust upp fyrir Eng- lendinga í E-riðli Leikurinn var ekki nema 14 mín- útna gamall þegar Króatar höfðu náð tveggja marka forystu. Fyrra markið gerði Nico Krancjar með skoti af 35 metra færi sem Scott Carson mark- vörður Englendinga missti í netið á klaufalegan hátt. Margir hafa eflaust hugsað með sér að það væri sama hver stæði í markinu hjá Englandi, markverðirnir eru alltaf slakir. Eftir markið var eins og leikmenn og áhorfendur Englands væru í losti. Leikmenn misstu boltann í tíma og ótíma, burðarrásar í liðinu virtust fjarri sínu besta. Króatarnir virtust hins vegar frískir og tilbúnir að bæta við mörkum. Ensku leikmennirnir tóku sig taki í upphafi síðari hálfleiks. Á 55. mín- úm var dæmd vítaspyrna á Króata. Simunic togaði í Defoe og vítaspyrna réttilega dæmd. Lampart skoraði ör- ugglega úr henni. Peter Crouch jafnaði leikinn fyrir England á 66. mínútu. David Beck- ham sem kom inn á sem varamaður átti íyrirgjöf á Crouch sem var einn og óvaldaður og skoraði gott mark. Króatar voru staðráðnir í að kom- ast aftur yfir í leiknum og samstundis virtist koma mikið óöryggi í Englend- inga. Á 74. mínútu skoraði Mladen Petric með góðu skoti úr teignum og Englendingar voru á leið úr keppn- inni. Þrátt fyrir örvæntingafúllar til- raunir Englendinga tókst þeim ekki að setja nægilega mikinn sóknar- þunga að marki Króata til að skora í lokin og niðurstaðan 2-3 útisigur. Steve McLaren var vonsvikinn eftir leik en hann ætlar ekki að segja af sér. „Ég tek fulla ábyrgð á þessu. Eg Gleði og sorg Englendingar sitja eftir með sárt ennið og leika ekki á EM 2008. vel liðið og ég sagði að það væri hægt að dæma mig eftir tólf leiki og svo mun verða á næstu dögum. Ég ætla ekki að segja af mér en ég hef engan áhuga á því að tala um framtíð mína," sagði sársvekktur McLaren eftir leikinn. vidar@dv.is ENGLANDSLAUSTEM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.