Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV Einn milljarður í opin svæði Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2008 var lagt fram og rætt í borgar- stjórn í gær. Einn milljarður á að fara í uppbyggingu opinna svæða og útivistaraðstöðu í öllum hverf- um borgarinnar og 700 miljónir í að leysa manneklu. Gert er ráð fyrir endurgerð Lækjartorgs og Ingólfstorgs og flutningi gamalla húsa í mið- borginni. Álagningarprósenta fasteignaskatts í Reykjavík verður óbreytt á næsta ári. Það þýðir að tekjur aukist um 270 milljónir króna sem nota á til að bæta úr húsnæðisþörf í borginni. Bjarga fleiri tífum Öll böm í fyrsta bekk fá gefins reiðhjólahjálma en Kiwanishreyfingin, Eimskip og Safalinn hafa gert samn- ing til næstu þriggja ára um kaup og dreifingu á hjálm- um til allra barna í fyrsta bekk grunnskóla landsins líkt og gert hefur verið undanfarin ár. „Kiwanishjálmarnir hafa vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu innan hreyfingar- innar," segir Gylfi Ingvarsson, umdæmisstjóri Kiwanis. Hátt í 20 þúsund börn hafa notið góðs af þessari gjöf Eimskips og Kiwanis og hafa þeir nú þegar bjargað lífi barna sem hafa notað þá. Spölur hagnast Hagnaður Spalar, rekstrar- aðila Hvalfjarðarganga, var 112 milljónir króna á þriðja ársfjórð- ungi þessa árs. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður Spalar hins vegar 153 milljónir króna. Þá seg- ir í uppgjöri Spalar að hagnaður félagsins á síðasta rekstrarári hafi numið um 282 milljónum króna sem var mikil hækkun frá árinu á undan þegar hagnaðurinn nam um átta milljónum króna. Veggjöld á árinu námu rúmum milljarði og voru lidu meiri en árið á undan. Um tvær milljónir ökutækja fóru í gegnum göngin á síðasta ári. Heiða Björk Ásbjörnsdóttir, móðir eins árs gamals stráks, þurfti að borga dagmóður 95 þúsund krónur fyrir fjóra daga. Sonur Heiðu veiktist eftir nokkra daga og ákvað hún að færa hann til annarrar dagmóð- ur i kjölfarið. Hún þurfti að skrifa undir samning fyrsta daginn því annars fengi hún ekki plássið. Gunn- hildur María Sæmundsdóttir, leikskólafulltrúi í Mos- fellsbæ, segir að slík mál séu erfið viðureignar. Barn að leik Heiða Björk þurfti að borga 95 þúsund krónur vegna fjögurra daga hjá dagforeldri. EINAR ÞÓR SIGURÐSSON blodamadur skrifar: einar^dv.is j* — r'A „Kostnaðurinn vegna þessara fjög- urra daga var 95 þúsund krónur," segir Heiða Björk Ásbjörnsdóttir, móðir eins árs gamals stráks. Heiða Björk lenti í þeirri miður skemmti- legu reynslu að vera rukkuð af dag- mömmu um 95 þúsund krónur vegna fjögurra daga. „Við byrjuð- um hjá dagmömmunni 22. októb- er síðastíiðinn. Við vorum búin að semja um að borga henni 25 þús- und krónur vegna þess að við byrj- uðum svo seint í mánuðinum. Svo veiktist hann eftir fjóra daga og það var eitt af öðru sem leiddi til þess að við kærðum okkur ekki um að hafa hann hjá henni," segir Heiða. Hótað lögfræðingi unni upp tilkynnti dagmamman að það verði að segja upp skriflega fyrir fimmtánda hvers mánaðar því ann- ars þyrfti að borga heilan mánuð á eftir. „Þegar upp var staðið þurftum við að borga henni 95 þúsund krón- ur fyrir þessa fjóra daga. Við hefð- um því að hennar áliti þurft að segja henni upp heilli viku áður en við byrjuðum. Mér fannst þetta hrika- lega ósanngjarnt, ekki síst vegna þess að ég fékk ekkert í hendurn- ar eftir að ég borgaði henni," segir Heiða. „Þegar við komum með strák- inn til hennar fengum við samning í hendurnar. Hún sagði okkur að við þyrftum að skrifa undir samn- inginn á staðnum, öðruvísi fengj- um við ekki pláss. Við vorum búin að fá inni á leikskóla fyrir hann en stuttu áður fengið tilkynningu um að ekki væri hægt að taka á móti honum vegna manneklu á leik- skólum." „Ég fékk ekkert í hendurnar eftir að ég borgaði henni." Sjálfstæð stétt Gunnhildur María Sæmunds- dóttir, leikskólafulltrúi í Mosfellsbæ, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál sem upp koma. Hún segir þó að dagforeldrar séu í raun sjálfstæðir at- vinnurekendur og því ekki á vegum sveitarfélagsins. „Það eru til reglur um starfsemi þeirra en þær reglur lúta flestar að aðbúnaði barnanna og hvernig samskiptum dagfor- eldra og foreldra barnanna er hátt- að." Heiða segist hafa haft samband við Reykjavíkurborg og fengið þau skilaboð að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem kvartað væri undan dag- mæðrum. „Ég fékk þau skilaboð að það væri ekkert hægt að gera vegna þess að við búum í Mosfellsbæ. Ég talaði við bæjaryfirvöld hér og þau sögðust ekki heldur geta gert neitt. Þetta er starfsstétt sem virðist geta samið reglur eftir sínu eigin höfði. Dagmömmur sem ég hef talað við segja að það sé skrítið að láta mann skrifa undir samning áður en aðlög- unartíma er lokið. Við erum núna hjá mjög góðri dagmömmu en þurf- um að vísu að sækja hana alla leið til Reykjavíkur." Engar reglur til Gunnhildur segir að samkvæmt reglum eigi að gera vismnarsamning þegar bam byrjar hjá nýju dagfor- eldri. Aðspurð hvort ekki sé kveðið á um aðlögunartíma segir hún að svo sé, en ekki sé tíundað hversu lang- ur sá samningur er. „Það er einungis talað um að það eigi að vera aðlög- unartími en ekkert talað um hversu langur sá tími er. Þess vegna er þetta samkomulagsatriði milli foreldra og dagforeldra. Þar sem dagforeldrar Eftir að Heiða sagði dagmömm- 160 m2 íbúð á tveimur hæðum (101 Reykjavlk til leigu. Efri hæð. Eldhús og stofa er eitt opið rými, innrétting er svart háglans sprautulökkuð og granit borðplata, tæki með stáláferð, innbyggð uppþvottavél fylgir með. Eikarparkett á gólfum. Salerni flísalagt í hólf og gólf, handlaug og vegghengt klósett svört að lit, stór spegill með flúorlýsingu. Neðri hæð: Hringstigi milli hæða. Þrjú svefnherbergi annað með fataherbergi innaf. Sjónvarpsými. Á gólfum er eikarparkett. Allar hurðar eru háglans svart sprautulakkaðar. Stórt og rúmgott baðherbergi með Ijósum flfsum á veggjum og gólfi, hornbaðkar og rúmgóður sérsmíðaður sturtuklefi, góð innrétting, handlaug á borði og spegill, halógenlýsing ofan viö innréttingu, hiti i gólfi. Þvottahús og geymsla með flisum á gólfi, hiti i gólfi. Húsgögn fylgja Útg. I sameiginlegan garö. Athugið eingöngu leigttil fyrirtækja. Upplýsingar e-mail agust.magnusson@gmail.com Sjálfstæðismenn telja oddvita framsóknarmanna áhrifalítinn: Vængstífður Björn Ingi Bjöm Ingi Hrafiisson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknar- flokksins í borgarstjóm, á ekki í nein hús að venda eftir að eigendafund- ur Orkuveitunnar var nýlega dæmd- ur ógildur og fallið frá sameiningu Reykjavíkur Energy Invest, REI, og Geysis Green Energy, GGE. Það er skoðun Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks. „í þessu ljósi skil ég ekld hvers vegna Bjöm Ingi sprengdi meirihlutann. I dag er hann í sömu stöðu, ef ekki verri, en hann var í áður en sprengingin varð. Þetta er frekar slappur díll fyrir Bjöm Inga og ég fæ ekki betur séð en hann standi eftir vængstífður og áhrifalítill," segir Sigurður Kári. Þegar ýmis vafamál komu fram í dagsljósið við fýrirhugaða sameiningu REI og GGE mótmæltu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harðlega og gagn- Björn Ingi og Svandís Sigurður Kárl telur Björn Inga í vondri stöðu og bendir á að Svandís hafi í raun verið að sættast við sjáifa sig undanfarið. rýndu slaka upplýsingagjöf. Fulltúam- ir vildu losa sig út úr sameiningunni með því að selja hlut Orkuveitunnar hið fyrsta. I kjölfarið taldi Bjöm Ingi sig ekki lengur geta starfað með flokknum í meirihluta borgarstjómar og lýsti því yfir að hann vildi halda áfram samein- ingarferlinu. Sigurður Kári skilur ekki hvemig Bjöm Ingi getur sætt sig við þessa nið- urstöðu og veltir fyrir sér hvort hann muni sprengja núverandi meirihluta í lqölfarið. Spurður um niðurstöðu dómsmáls Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa vinstri grænna, er hann í sjálfu sér ánægður með niðurstöð- una. Hann bendir aftur á móti á fjár- muni borgarbúa sem fóm í málskostn- aðinn. „Mér finnst í raun merkilegt að horfa upp á þetta. Hún höfðar mál í minnihluta og eftir sviptingar er hún komin í rannsóknarhlutverk á máls- höfðun sjálfrar sín. Ég efast ekki um að sáttaumleitanimar hafi verið gríð- arlega strangar enda var þar Svandís að semja við sjálfa sig," segir Sigurður Kári. trausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.