Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Síða 9
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 9
NÚAHEIM
...fyrir ekki svo löngu
lýsti írakskur blaða-
maður ástandinu á
eftirfarandi hátt:„Þeir
írakarsem geta ekki
flúið land bíða nú í röð
eftirþví að deyja."
i • /.
á flóttamannastraumi yflr landa-
mæri íraks og hefur flóttamanna-
hjálpin ekki notið mikils stuðnings
frá öðrum stofnunum Sameinuðu
þjóðanna, sem hafa verið frekar
tregar til að viðurkenna umfang
vandamálsins.
Dregur úr ofbeldi
í kjölfar átaks Bandaríkjahers
sem hófst fyrr á þessu ári hefur dreg-
ið verulega úr ofbeldi í Bagdad, höf-
uðborg íraks. Þó enn berist fregnir
af sprengjutilræðum og mannfalli
er það ekkert í líkingu við það sem
áður þekktist. En hver sem ástæðan
er, er flóttafólk farið að snúa heim.
Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna áætlar að um fjörutíu og
fimm þúsund manns hafi snúið
heim frá Sýrlandi í október, en það
var fyrsti skólamánuðurinn í frak.
Talið er að betra ástand og meira ör-
yggi í höfuðborginni spili þar stórt
hlutverk.
Flóttafólk í Jórdaníu Hátt f
milljón Iraka flúði til Jórdaníu.
Flestir frakar flúðu til Sýrlands
og var þar í flestum tilfellum um að
ræða efnaminna fólk og þaðan snýr
flest fólk heim á leið. Skýringuna
gæti verið að finna í þeirri staðreynd
að í flestum tilfellum var um efna-
minna fólk að ræða og spariféð ef-
laust uppurið og fátt annað til ráða
en að láta skeika að sköpuðu.
Stjómvöld í frak hafa hlaupið
undir bagga með þeim sem kjósa að
snúa heim og meðal annars boðið
upp á ókeypis bílfar fr á Sýrlandi. Auk
þess hafa þau reynt að hvetja íraka
sem flosnað hafa upp frá heimilum
sínum, en eru enn innan íraks, til
að snúa til síns heima. Talið er að sá
hópur telji um tvær milljónir. Stjóm-
völd í Bagdad bjóða hverri fjölskyldu
sem snúa vill heim áttahundmð
dollara styrk til þess. Nú þegar hafa
fjögurþúsund og sjöhundruð fjöl-
skyldur þekkst boðið og aðrar átta-
þúsund og fimmhundmð fjölskyld-
ur hafa staðfest vilja sinn til þess.
Námaiðnaður í Simbabve er í rústum vegna stjórnarafskipta:
Mugabe heggur
í sama knérunn
Robert Mugabe, forseti Simb-
abve, reiddi enn og aftur til höggs
gegn efnahag landsins, sem er í mol-
um fyrir. Á þriðjudaginn tóku gifdi
í Simbabve ný lög sem gefa ríkinu
meirihlutaeign í námum sem starf-
ræktar eru landinu. í skjóli nýju lag-
anna getur hið opinbera tekið yfir
fimmtíu og eitt prósent í námafélög-
um.
Þar af tuttugu og fimm prósent án
þess að greiða fyrir. Samkvæmt lög-
unum verða eftirliggjandi tuttugu og
sex prósent greidd af hagnaði þeirra
tuttugu og fimm prósenta sem tek-
in eru eignarnámi og verða greidd á
sjö ára tímabili. Nýju lögin eru rétt-
lætt með því að vísa í upprunalegan
eignarrétt þjóðarinnar á öllum „nýt-
anlegum málmum í jörðu". Innfædd-
ir Simbavemenn munu taka yfir öll
önnur námafélög og er ekki tilgreint
með hvaða hætti verður greitt fyrir
þau. Stór hluti námaiðnaðar lands-
ins er í rústum vegna opinberra af-
skipta, en þó stendur platínumiðn-
aðurinn styrkum fótum, en þar er
Zimplats stærsta fýrirtækið.
Grunnhyggin og eyðileggjandi
Efnahagssérfræðingar segja að
með nýju lögunum sé komið rök-
rænt framhald á eignarnámi á bú-
jörðum hvítra bænda, sem hófst árið
2000 og markaði hnignun eins auð-
ugasta ríkis Afríku. „Stjórnvöld herja
nú á eignarrétt námafélaga. Þetta
er pólitísk hyglun. Gróðanum verð-
Forseti Simbabve Robert Mugabe leggur hald á námafélög landsins.
ur skipt á milli fárra útvalinna, sem
umbun fyrir þjónustu við stjórnvöld.
Þetta er grunnhyggið og eyðileggj-
andi," sagði efnahagssérfræðingur-
inn John Roberts.
Nýju lögin kveða á um að ef fyr-
irtæki láti ekki af eignarhaldi sínu
án mótþróa, þá verði leyfi þeirra til
námavinnslu afturkallað. Allar fjár-
festingar í framtíðinni verða háðar
því að stjórnvöld fái ráðandi meiri-
hlutaeign. f síðasta mánuði var fyr-
irtækjum í eigu útlendinga gert, með
lögum, að selja fimmtíu og eitt pró-
sent hlutabréfa til þeldökkra Simb-
abvemanna. Áður en Zimplats ákvað
að fjárfesta í platínumvinnslu í Simb-
abve skrifuðu stjórnvöld um skuld-
bindingu þess eðlis að fyrirtækið yrði
aldrei þjóðnýtt.
Tvær stulkur ætluðu að smygla kókaíni frá Gana til Bretlands:
Bíðurfanqelsisvist í Gana
Tvær breskar táningsstúlkur voru
fundnar sekar um tilraun til eitur-
lyfjasmygls frá Affíkuríkinu Gana til
Bretlands. Um var að ræða kókaín
að andvirði þrjátíu og sex milljónir
íslenskra króna. Stúlkumar, Yasem-
in Vatansever og Yatunde Diya sem
báðar eru sextán ára, eiga yfir höfði
sér allt að þriggja ára vist í unglinga-
fangelsi í Gana. Þær vom fundnar
sekar um hvort tveggja eign og sölu
fíkniefna og verður dómurinn kveð-
inn upp þann 5. desember. Réttar-
höldin yfir þeim stóðu í fjóra mánuði,
en þær voru handteknar á alþjóða-
flugvellinum Kotoka í Accra þann 2.
júlí og fannst kókaínið falið í tölvu-
töskum. Tíu dögum síðar var þeim
birt kæra um tilraun til smygls. Stúlk-
urnar héldu því ffarn að þær hefðu
ekki vitað um eiturlyfin í farangri
sínum og að þær væru fórnarlömb
óprúttinna náunga.
Átak í Gana
Það var unglingadómstóll Gana
sem fór með málið og ef réttað hefði
verið yfir stúlkunum sem fullorðn-
um hefði beðið þeirra allt að tuttugu
ára fangelsisvist. Undanfarin þrjú ár
hefur stjómvöldum í Gana orðið vel
ágengt í baráttunni við eiturlyfla-
smyglara og hafa þau sett nýtt met í
Afríku í magni sem þau hafa komið
höndum yfir. Vestur-Afríka er talin
vera lendingarstaður fyrir eiturlyf frá
Suður-Ameríku til Evrópu. Talið er
líklegt að stúlkurnar hafi verið ráðnar
í London og verið ætlað að koma efn-
inu frá Gana til Bretlands, en um sex-
Yasemin Vatansever og Yatunde
Diya Eiga yfir höfði sér þriggja ára dóm
(Afríkuríkinu Ghana.
tíu slík burðardýr koma til Bretlands
ffá Vestur-Afríku í hverri viku, að því
er talið er.
Sarkozy gefur ekki eftir
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti
hefur lýst því yfir að hann muni keyra
í gegn þær umbætur sem hann hefúr
ætlað sér, án tillits til andspymunn-
ar og verkfallanna sem lamað hafa
franskt samfélag. Á sjöunda degi
verkfallsins lýsti um milljón manns úr
kennarastétt, heflbrigðisgeiranum og
starfsmenn pósthúsa yfir stuðningi
við járnbrautarstarfsmenn, sem mót-
mæla eftirlaunaáætlunum Sarkozys.
Til að bæta gráu ofan á svart vom
unnin skemmdarverk á jarnbrautar-
teinum og búnaði lestarfélagsins.
Nicolas Sarkozy er einarður í afstöðu
sinni og sagði: „Við munum ekki gef-
ast upp og við munum ekki hörfa."
Treystir ekki á endurholdgun
Dalai Lama, útlægur leiðtogi Tíbet,
segir að hugsanlega muni hann
tilnefna arftaka sinn eða kafla til
kosninga áður en hann hverfúr yfir
móðuna mikfu í stað þess að treysta
á endurholdgun. Þetta segir hann
að sé vegna nýlegra skipana ffá Kína
sem kveða á um að nýr andlegur
leiðtogi Tíbet verði að njóta sam-
þykkis þarlendra stjórnvalda. Dalai
Lama hefur verið í Japan, en ekki
fengið hlýlegar móttökur embættis-
manna sem reyna nú að bæta sam-
skiptin við Kína. Hinn útlægi leiðtogi
sakaði einmitt kínversk stjórnvöld
um að herða ofsóknir gegn tíbetsk-
um munkum og almenningi.
Persónuupplýsingar glötuðust
Bresk stjórnvöld liggja undir miklu
ámæli eftir að upp komst að tveir
tölvudiskar sem innahalda upplýs-
ingar um tuttugu og fimm milljónir
barnabótaþega eru týndir. Diskarnir
geyma upplýsingar um nafn, fæðing-
ardag og heimilisfang auk reiknings-
númera í bönkum viðkomandi. David
Cameron, leiðtogi íhaldsmanna, sagði
að stjómvöldum hefði mistekist að
uppfylla grundvaflarskyldu sína gagn-
vart almenningi og hafa íhaldsmenn
krafist afsagnar Alistairs Darling fjár-
málaráðherra vegna málsins. Gordon
Brown baðst afsökunar og sagði unnið
að því að koma í veg fyrir að upplýs-
ingamar á diskunum yrðu misnotaðar.