Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007
Fréttir DV
Farið yfir eignasölu á Keflavíkurflugvelli:
Óska eftir gögnum
Gunnar Svavarsson, formaður fjár-
laganefndar Alþingis, hefur lýst því
yfir á Alþingi að nefndin muni óska
eftir gögnum um sölu fasteigna á
Keflavíkurflugvelli og hefur hann far-
ið þess á leit við Ríkisendurskoðun og
efnahags- og skattanefnd Alþingis að
koma einnig að málinu. DV sagði ffá
því á þriðjudag að félagið Háskóla-
vellir hefði keypt 1.660 íbúðir á fjórtán
milljarða króna án þess að farið hefði
verið að reglugerð um sölu ríkiseigna
þar sem segir að Ríkiskaup skuli ann-
ast þær.
Þorgils Óttar Mathiesen, bróð-
ir Arna Mathiesen fjármálaráðherra,
leiðir fasteignafélagið Klasa ehf. sem
á rúman fimmtungshlut í Háskóla-
völlum sem reiddi ffam 14 mUljarða
króna fyrir 1.660 íbúðir eða um átta og
hálfa miUjón króna að meðaltali fyrir
hverja íbúð.
Lægsta verð sem þekkist
Samkvæmt upplýsingum frá grein-
ingardeUd Kaupþings er lægsta fer-
metraverð á fasteignum á höfuðborg-
arsvæðinu að finna í Effa-Breiðholti,
eða rúmar hundrað sextíu og fjög-
ur þúsund krónur. TU samanburðar
greiddu Háskólavellir rúmlega níutíu
þúsund krónur fyrir hvern fermetra á
Miðnesheiðinni.
Magnús Gunnarsson, stjórnarfor-
maður Þróunarfélags KeHavUcur, telur
aftur á móti varasamt að bera saman
íbúðaverð utan og innan gömlu her-
stöðvarinnar. „Augljóslega er verð á
íbúðum á Miðnesheiði lægra heldur
en í Reykjanesbæ og þegar fólk kaupir
1.600 íbúðir fær það þær á lægra verði
heldur en fólk sem kaupir eina íbúð,"
segir Magnús.
Óskar eftir gögnum
Gunnar Svavarsson segir ekki rétt
að fjárlaganefnd Alþingis muni rann-
saka kaup Háskólavalla sérstaklega,
Hann segir fjárleganefndina óska eft-
ir upplýsingum og minnisblöðum
um málið fljódega. „Við munum ekki
skoða kaup einstakra aðila, enda hef
ég ekki upplýsingar um hver er að
kaupa þessar eignir. Það hefur ekki
verið rætt um það einu orði í fjárlaga-
nefndinni."
Guðbjartur Hannesson, sem einn-
ig á sæti í fjárlaganefnd, segir að allar
skýringar um kostnaðarliði hafi vant-
OS/tlíl VEGNA SOLU TÆI’LEGA 1.700 IBUOA A KLFLAVIKURFlUGVfLLI
RÍKIÐ SAKAÐ
RIKISKAUP TElUft AOSTOf NUNIN HIFDI
Af f A0 ANfJAST SÖIUHA. I6UDIRNAR
IKKI AUílTSTAR tlNS 06 VtHlA ER.
SiABlS.2.
DV ÞRIÐJUDAGINN 20. NÓBEMBER
að. „Við fengum ákveðnar tölur inn í
fjárlaganefndina og við eigum eftir
að fá sundurliðun á þeim," segir Guð-
bjartur. Hann segir að ekki hafi verið
farið yfir með hvaða hætti Ríkisend-
urskoðun muni hafa aðkomu að mál-
inu.
Milljarðar í viðgerðir
Lóðir og landsvæði í kringum
íbúðirnar í þorpinu á Miðnesheiði
fylgdu ekki með í kaupunum þar sem
ekki er heimilt að selja lóðimar. Lóð-
irnar verða áfram í eigu ríkisins en
Háskólavellir munu leigja þær.
Magnús bendir jafnframt á að þó
svo að verðið á fasteignunum hafi
verið lágt muni viðgerðakosmaður
hlaupa á milljörðum. Háskólavellir
tóku meðal annars við um 200 íbúð-
um sem urðu fyrir vatnsfjóni síð-
astliðinn vetur og munu greiða fyrir
uppbyggingu þeirra. „f þessum íbúð-
um þarf að endumýja allt rafrnagn og
kosmaðurinn við það hleypur á millj-
örðum króna,"
Gunnar
Svavarsson
„Við munum
ekkl skoöa kaup
einstakra
aðila."
Minnistöflur
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
ö
FOSFOSER
MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
lagio
tiðarandann!
„Abgenglleg, falleg,
fróbleg og síbast en ekkl
sfst skemmtlleg bók -
alvöru hvatning fyrlr
hörbustu innlpúka tll ab
laumast út á svallr eba f
garblnn slnn og prófa ab
rækta elglb grænmetl!"
Bryndís Loftsdóttir
Vörustiórl Eymurutsson
Itókabúö Múls og menningar
Sfbumúla 15,108 Reykjavik
Slml S86 8003, www.rlt.ls
Flestir glæpir eru framdir í hverfum þar sem tekjur eru að með-
altali lægstar. Þannig eru mun fleiri glæpir framdir í Breiðholti
en á Seltjarnarnesi. Stefán Eiríksson. lögreglustjóri höfuðborg-
arlögreglunnar, telur mikilvægt að vinna úr þessum niðurstöð-
um til að tryggja öryggi í hverfum borgarinnar.
EFNAHAGUR
0G GLÆPA-
TÍÐNIHALDAST
ÍHENDUR
EINAR ÞOR SIGURÐSSON
blaðcimadur skrifar: eiti
„Niðurstöður benda til þess að fleiri
glæpir eru framdir í hverfum þar sem
efnaminna fólk býr. Það virðist vera
tilhneigingin. í Breiðholti eru meðal-
tekjur hvað lægstar og þar er glæpa-
tíðnin meiri en til dæmis á Seltjarn-
arnesi, þar sem er betri efnahagur
og tiltölulega rólegt," segir Benjamín
Gíslason, annar höfunda skýrslunn-
ar Afbrot á höfuðborgarsvæðinu.
í félagi við Rannveigu Þórisdótt-
ur félagsfræðing fór Benjamín yfir
tilkynnt brot til lögreglu og greindi
þau niður eftir hverfum. Flest hegn-
ingarlagabrotin eru í miðborginni en
af einstaka úthverfum er glæpatíðn-
in hvað hæst í Kópavogi og Breið-
holti. Þangað hafa tæplega fjórðung-
ur allra útkalla beinst.
Niðurstöðurnar sýna svo ekki
verður um villst að efnahagur og
glæpatíðni tengjast með beinum
hætti. Skýrslan verður kynnt með
formlegum hætti á blaðamanna-
fundi í dag.
Efnahagur hefur áhrif
Þess ber að geta að Kópavogur
hefur hærri tíðni útkalla en Breið-
holtið en á móti bendir
MESTA GLÆPATÍÐNIN
■ MIÐBORG REYKJAVlKUR 17-18%
■ KÓPAVOGSBÆR 11-13%
■ BREIÐHOLT 10-11%
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höf-
uðborgarlögreglunnar, á að þar sé
að finna stóra verslunarmiðstöð,
Smáralindina. „Það eru ýmsar skýr-
ingar af hverju afbrotatíðni er hærri á
ýmsum svæðum, til dæmis eru glæp-
ir nokkuð tíðir í Kópavogi og í Háa-
leitishverfi því þar eru jú tvær stórar
verslunarmiðstöðvar. Þar af leiðandi
er töluvert um búðahnupl sem hefur
áhrif á tíðnina. f þessari skýrslu kem-
ur eitt og annað fram sem við vilj-
um skoða betur. Til dæmis hvernig
samsetningin er í hverfinu og hversu
margar félagslegar íbúðir eru í boði,"
segir Stefán.
Aðspurður segist Benjamín hafa
nokkuð rannsakað áhrif efnhags á
brotatíðni. Hann segir
orsakasamhengið
blasa við. „Ég
gerði
nú ♦
BA-
rit-
Niðurstöðurnar sýna
svo ekki verður um
villst að efnahagur og
glæpatíðni tengjast
með beinum hætti.
gerð einmitt um þetta mál og þar
kom fram að þessi efnahagslega
staða spilar inn í og hefur áhrif með
teknu tilliti til mannfjölda og aldurs,"
segir Benjamín.
Vilja tryggja öryggi í hverfum
Stefán segir fyrirhugað að kynna
niðurstöður skýrslunnar í hverfum
borgarinnar og með fulltrúum sveit-
arfélaganna. Hann bendir á að meg-
inmarkmið vinnunnar sé að bæta ör-
yggistilfinningu fólks í mismunandi
hverfum höfuðborgarsvæðisins.
„Þetta eru allt saman athyglisverð-
ar upplýsingar og í raun grundvall-
arupplýsingar fyrir okkur varðandi
okkar öryggisgæslu og hvernig við
eigum að geta aukið öryggi borg-
aranna. Nú erum við að fara yfir
hvernig þetta dreifist á milli hverfa
og varðandi öryggistilfinningu fólks í
hverfunum og hvað menn teldu vera
helsta vandamálið í sínu hverfi," seg-
ir Stefán.
„Það virðist vera fylgni á milli
efnahags og tíðni brota. Ég tel
að það sé ekki rétt að draga af
b því víðtækar ályktanir. Þetta
V ^ eru nauðsynlegar upplýs-
ingar fyrir þá sem eru að
vinna á þessu sviði."
Stefán Eiríksson Lögreglustjórl
segir mikilvægt að tryggja öryggi I
öllum hverfum borgarinnar.
Fleiri glæpir Hlutfallslega eru
flestir glæpir framdir í Breiðliolti
af hverfum boigaiinnai. Myndin
tengist fréttinni ekki beint.