Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðiö-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elin Ragnarsdóttir RITSTJÖRAR: ReynirTraustason og Sigurjón M. Egilsson ábm. FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viötöl blaðsins eru hljóörituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SAIVDKORIV ■ Undiraldan í Sjálfstæðis- flokknum vegna skipbrots- ins i borginni er þung. Mikill undirróður sem kennd- ur er við Skrímsla- deild flokks- ins bein- ist nú að tilteknum ráðandi að- ilum. Einn helsti skotspónninn er sjálf- ur heilbrigðisráðherrann, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem talinn er af flestum vera guðfaðir REI og þannig sá sem þyngsta ábyrgð ber á því hvernig komið er í flokknum sem þekktur hefur verið að járnaga fram undir þessa síð- ustu og verstu tíma. ■ Sjálfstæðismenn hugsa margir hverjir með sökn- uði til fyrri tíðar þegar Davíð Oddsson í Svörtuloftum hélt uppi aga og festu þannig að fæstir þorðu að tjá sig um hin viðkvæmari málefni. Davíð verður sextugur á næstunni og þá ætla fylgismenn hans að gefa út hátíðarrit um leið- togann þar sem hann verður væntanlega mærður sem einn af þeim stóru í sögu flokksins. En það mun falla leiðtogan- um fyrrverandi vel í geð þar sem hann mun eiga sér þann draum að fá þá eftirskrift. ■ Björgólfur Guðmunds- son athafnamaður samdi ekki af sér þegar hann fékk Pál Magnússon útvarps- stjóra til að gera með sér samning um kostun á leiknu sjónvarps- efni. Nú er komið á daginn að Ólafsfell, félag Björgólfs, hefur forgang að hagnaði verði um slíkan að ræða af verkefnum. Þá munu aðilar sameiginlega ákveða hvaða verkefni Sjónvarpið lætur framleiða. Þannig er orðið til eins konar útvarps- ráð. Þetta undirstrikar að það er engin tilviljun að Björgólf- ur er ríkasti Islendingurinn og hann kann sitt fag. ■ Varaþingmaðurinn Paul Nikolov á í vök að verjast vegna þeirra ummæla sinna í Grapvevine fyrir tveim- ur árum að Aron Pálmi Ágústsson hefði feng- ið makleg málagjöld þegar hann var settur í fangelsi aðeins 13 ára. Hart er sótt að Paul í bloggheimum vegna þessa en hann hefur reynt að bera hönd fyrir höfuð sér og sagst hafa sent Aroni eins konar afsökunarbeiðni. Vef- urinn mannlif.is upplýsir að Aroni hafi aldrei borist afsök- unarbeiðni. rt@dv.is Neyðarlög LEIÐARI SIGURJÓN M. EGILSS0N RITSTJÓRI SKRIFAR. Ekki er noíaleg tilhugsim uöflest ]mdfólk sem skóp vandann Iteldur enn uin inikilvfegiistii þrœðtna. Félagsmálaráðherra þarf að láta semja fyrir sig laga- frumvarp til að rétta af þá skekkju sem orðið hefur á húsnæðismarkaði. Boðberar frelsisins ruddu sér leið til samkeppni við ríkið eftir að farið var að vilja Framsóknar og lágmarkslán til íbúðakaupa voru hækkuð í níutíu prósent. Ábyrgð á því að nú, þremur árum eftir breyt- ingarnar, er þörf neyðarlaga, bera Framsóknarflokkurinn og viðskiptabankarnir. Einkum Kaupþing. Sjálfstæðisflokkur- inn er heldur ekki saklaus. Eftir að íbúðalánasjóður hækkaði sín lán kom Kaupþing fyrst fram og hækkaði lánin og lækk- aði vextina. Aðrir eltu. Allt hækkaði, íbúðir, lánin og pen- ingarnir flóðu út úr bönkunum. íbúðalánasjóður var sagður óþarfur og bankarnir sögðu stöðuna sýna að þeim væri þetta fullfært, rétt eins og íbúðalánasjóði, ef ekki bara frekar. Framsóknarflokkurinn var varaður við. Samt varð hans vilji ofan á. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ekki bara hækkun íbúðalána og þá íbúðaverðs, heldur einnig að Framsókn fengi forsætisráðuneytið eftir skamman tíma. Svo illa var Sjálfstæðisflokkurinn farinn að hann fórnaði bæði málefn- um og stöðum til að halda áfram í stjórn með Framsókn. Nú þarf neyðarlög til að vinna á móti tjóninu sem af hlaust. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur bera fyrstu ábyrgð á því sem hefur gerst. Það dregur samt ekkert úr ábyrgð viðskipta- bankanna. Þeir lofuðu og þeir sögðu nógu mikið til að fólk tók lán, fólk fjárfesti og fólk byggði. Peningasölumennirnir gengu langt, allt of langt. Árangurinn af þessu öllu er sá að nú þarf að setja neyðarlög til að bjarga fólki. Ungt fólk get- ur ekki lengur keypt sér íbúðir og vegna þess hversu mikið verðið hefúr hækkað hefur leiguverð stigið og er núna með þeim hætti að einungis fólk með góðar tekjur getur leigt sér íbúð. Þetta er hluti afleiðinga þess sem Framsóknarflokk- ur og Sjálfstæðisflokkur og viðskiptabankarnrir hleyptu af stað síðla árs 2004. Nú þremur árum síðar stöndum við frammi fyrir alvarlegum vanda. Beðið er eftir að félagsmála- ráðherra leggi fram frumvarp til neyðarlaga. Lengra verður ekki haldið í þeim anda sem varð til af mannavöldum fyrir svo skömmu. Finni gerendur þessara óskapa ekki til ábyrgðar er illa fyrir okkur komið. Tök þeirra á samfélaginu eru mikil og vandi er að beita þeim. Þeir sem hafa það hlutverk verða að hafa óskerta dómgreind. Skortir á hana? í tilboðslánum bank- anna eru ákvæði um endurskoðun vaxta. Verði þeim beitt þá gerist eitthvað. Ekki er notaleg tilhugsun að flest það fólk sem skóp vandann heldur enn um mikilvægustu þræðina. BRUNU FIKLARNIR SVARTHÖFÐI Mannkynið hefur í gegn- um tíðina glímt við fíknir af ýmsu tagi sem rekur einstaklinga út á ystu nöf í ör- væntingarfullri leit að fullnægju. Stærst og átakanlegast er að kom- ast í efni sem leiðir fólk frá veru- leikanum inn í heim ofskynjana. En síðan má nefna fíkn í kynlíf og ást sem fær fólk til að myrða. Svart- höfði hefur þó ekki fyrr lesið um eins frumlega fíkn og þá að liggja í ljósum. Hópur pilta af ágætum ættum er svo háður þeirri fíkn að lagt var til atlögu við verslunareig- anda til að ná í peninga fyrir korti á sólbaðsstofu. Þá skorti ekki fé, almennt séð, og aðbúnaður heima fyrir var í flestum tilvikum góður. En þeir voru háðir brúnkunni og þar dugði ekkert krem frá mömmu. Þegar fjárskort- ur útilokaði þá frá sól- baðsstofunni var öxin tekin upp að hætti vík- inga og lagt upp í ráns- leiðangur. Brúnkustráka- gengið sem DV sagði frá í gær er ekki þekkt að ofbeldi fram að þessu. En fíknin í brúna húð leiddi þá inn á brautir ofbeldis. Þannig byrjuðu þeir á að höggva Landcruiser-jeppa með öxinni í æðisgenginni brúnkuvímu. Allt bendir til þess að jeppinn hafi ver- ið hvítur og brúnkugengið einfald- * fýxe í/e lega séð rautt af bræði. Síðan lögðu þeir til at- lögu við kaupmanninn á horninu og rændu peningum. Piltarn- ir hafa fram að þessu verið þekktir sem einstök prúðmenni og fyrirmyndir í hvívetna. Gott ef þetta eru ekki einmitt piltarnir sem hjálpa eldri borgurum að komast yfir umferð- argötur. En það er með brúnku- fíknina eins og aðrar. Smám saman nær hún yfirhöndinni og neytand- inn verður á endanum vitstola. Það hlýtur að vera íhug- unarefni fyrir krafta- verkalækninn Þórarin Tyrfingsson hvort ekki þurfi að taka upp sérstaka brúnkudeild á Vogi til að hjálpa þessum nútím- aumskiptingum til að ná bata. Þá mætti stofna samtök brúnkufíkla sem rekin yrðu á sama grunni og samtök spilafíkla sem glíma við sambærilega fíkn. Þjóðfélagið verður umfram allt að bjarga brúnu umskipt- ingunum úr heljargreipum fíknarinnar. I þeim efnum er hugs- anlegt að gera eins og hollensk yfirvöld sem brugðust við eit- urlyfjavandanum með því að útvega fíklum dóp og sprautunálar. ís- lenska ríkið gæti leyst málið með því að kaupa sólbaðsstofukort fyrir blessuð börnin oghirða af þeim öxina. Þannig kæmi samfélagið til bjargar og ungmennin í Brúnku- strákagenginu gætu brún og sæll- eg snúið sér að því aftur að hjálpa eldri borgurum yfir götu. „Mérfinnst það allt í lagi, ég held að það sé óþarfi að vera að banna alla skapaða hluti." Kristinn Þeyr Magnússon, 36 ára myndatökumaður „Já, mér finnst það allt I lagi, getur fólk ekki bara ákveðið sig sjálft?" Hrafn Garðarsson, 23 ára myndatökumaður „Já, mér finnst það, foreldrarnir eru þeir sem eiga að ákveða hvað börnin þeirra borða." Rakel Arna Ottesen, 21 árs sminka „Er ekki öllum frjálst að auglýsa það sem þeir eru að selja? Mér finnst það í lagi, við borðum öll stundum eitthvað óhollt." Kristjana Arnardóttir, 49 ára matsveinn DÓMSTÓLL GÖTUIVIVAR FINNST ÞÉR í LAGI AÐ AUGLÝSA ÓHOLLA MATVÖRU?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.