Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 Sport DV ÚRSLITGÆRDAGSINS N1-DEILD KARLA AKUREYRI-HK 26-27 Staðan Lið L u J T M St 1. Haukar 10 7 2 1 287:241 16 2.HK 10 7 1 2 274:243 15 3. Fram 10 6 1 3 287:260 13 4. Stjarnan 9 6 1 2 274:237 13 5.Valur 8 3 2 3 197:188 8 6. UMFA 9 2 2 5 227:240 6 7. Akureyri 10 2 1 7 262:282 5 8. ÍBV 10 0 0 10 250:367 0 ICELAND EXPR. DEILD KVK HAUKAR-HAMAR 77-66 GRINDAVlK-FJÖLNIR 84-75 KEFLAVlK-VALUR 71-66 Staðan Liö L U 1. Keflavík 8 8 2. Haukar 8 6 3. KR 7 5 4. UMFG 8 5 5. Valur 7 1 6. Hamar 8 1 7. Fjölnir 8 1 T skor St 0 705:522 16 2 667:628 12 2 575:487 10 3 657:587 10 6 424:549 2 7 505:610 2 7 489:639 2 ÍÞRÓTTAMOLAR BJARNÓLFUR A LEIÐINNIBURT Bjarnólfur Lárusson hefur væntanlega leikið sinn síðasta leikfyrir KR. Logi Ólafsson þjálfari KR hefurtilkynnt honum þetta. Bjarnólfur gekk I raðir KR frá IBV árið 2004 og á enn tvö ár eftirafsamningi sínum við KR. KR keypti nýverið Jónas Guðna Sævarsson frá Keflavlk og hefur Logi gefið það út í nóvember að hann ætli að spila 4-4-2. Ekki er enn vitað hvort Bjarnólfur ætli að taka slaginn og berjast fyrir sæti sínu I liðinu eða leita á önnurmið. Hann þarfvæntanlega ekki að örvænta um að komast í lið því (12 liða deild næsta sumar þurfa lið á miklum og öflugum mannskap. FREYR ÓSATTUR VIÐ HJÖRT Freyr Brynjarsson leikmaður Hauka í handboltanum skrifar á blogg Haukamanna að hann sé mjög ósáttur við Hjört Hinriksson leikmann Fram. Hjörtursló til Freys þegarhann vará leið út af þannig að Freyrféll við. „Hjörtur Hinriks sýnir þarna sitt rétta andlit þegar hann slær mig niður að algjöru óþörfu.Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hagar sér á þennan hátt og hvet ég dómara til að fylgjast betur með þessum einstaklingi í framtíðinni,” segir meðal annars í blogginu. Freyr og Hjörtur hafa löngum eldað grátt silfur en forvitnilegt verður að sjá hvort dómarar hlýði kalli Freys. FRANKFURT (UNDANÚRSLIT Þýska liðið Frankfurt, sem sló meðal annars útVal, varð ígærfyrst liða til að tryggja sérsæti í Evrópubikar- keppninni ( knattspyrnu kvenna. Frankfurt vann rússneska liðið Rossiyanká2- 1 í slðari leiknum í Frankfurt, en fyrri leiknum (Moskvu laukmeð markalausu jafntefli. Þettar er (5. sinn sem Frankfurt kemst (undanúrslit en liðið hefur tvlvegis unnið Evrópubikar- inn. DUFF BYRJAÐUR AÐ ÆFA Damien Dufffrá írlandi hóf loksins æfingar hjá Newcastle United eftirað hafaverið frá í sjö mánuði vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Portsmouth í ensku úrvalsdeild- inni í aprij. Meiðslin virtust ekki alvarleg ífyrstu en urðu þó svo slæm að um tíma var óttast að hann myndi ekki spila fótbolta á ný. Duff hefur aðeins leikið 20 leiki með Newcastle. Valur leikur síðasta leik sinn í Meistaradeildinni í handbolta þegar liðið fær ungverska liðið Vezprem í heimsókn í Vodafone-höllina. Rúmlega 150 Ungverjar eru væntanlegir til landsins vegna leiksins til að styðja við bakið á sínu liði og óttast Óskar Bjarni Ósk- arsson að fjölmenni fólk ekki í höllina gæti Valur hreinlega verið eins og á útivelli: Ætlar að sýna kjark og þor Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, ætlar ekki að láta kappið bera fegurðina ofurliði. BENEDIKT BÓAS HINKRISSON blaðamaður skrifar: bennhpdv.is Valsmennleikaíkvöldsíðastaleiksinn í Meistaradeildinni í handbolta. Liðið lenti í ógnarsterkum riðli með Gum- mersbach, Celje Lasko og Veszprem frá Ungverjalandi. Fyrirfram var ekki búist við miklu íf á íslandsmeisturun- um í riðlinum en liðið landaði sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni þegar það vann Celje Lasko og sýndi að allt er hægt. Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, líst vel á leikinn í kvöld en seg- ir að Vezprém-liðið sé það sterkasta í riðlinum. Því verði Valur að eiga al- gjöran toppleik til að eiga möguleika á sigri. „Það er alveg ótrúlegt að þetta lið sé jafnvel að lenda í þeirri stöðu að enda í þriðja sæti. Þeir hafa verið að yngja upp. Þeir misstu Lazarov, sem var næstmarkahæsti leikmaðurinn í Meistaradeildinni í fyrra, hann hafði verið allt í öllu hjá þeim. Þeir eru með tvo framtíðarleikmenn og mjög góða leikmenn í hverri einustu stöðu. Þetta er hávaxið lið, hávaxnari skyttur þótt það séu nokkrar stórar í hinum lið- unum, meiri og skemmtilegri breidd finnst mér. Enda hafa þeir haft und- irtökin í öllum leikjum í 45-50 mín- útur. En þeir hafa klúðrað því ein- hverra hluta vegna, kannski eitthvað reynsluleysi eða úthald. Að mínu mati áttu þeir að vinna Celje, gerðu jafn- tefli, voru betri gegn Gummersbach en töpuðu þeim leik. Sama gerðu þeir svo í heimaleiknum gegn Gummers- bach, þá voru þeir sjö mörkum yfir í seinni hálfleik. Þegar þeir hafa leikið vel eru þeir mjög góðir en eins og er stundum með ung lið eru þeir kafla- skiptir." Vezprem ekki verra en ungverska landsliðið Vezprem-liðið er skipað mörgum efnilegum leikmönnum en inn á milli detta inn gamlir jálkar. Markmaður- inn er 38 ára, Perez frá Kúbu er 37 ára og Pastor er einnig 37 ára. Óskar seg- ir að Vezprem-liðið spili skemmtileg- an bolta. „Þeir eru með fimm stráka sem komu hingað til lands með ung- verska landsliðinu og þetta lið er ekk- ert verra en ungverska landsliðið segi ég. Af því að þeir eru með serbneskan landsliðsmann og rússneskan línu- mann verður gaman að mæta þeim." Ungverjarnir hafa stutt vel við sitt lið og fjölmennt með liðinu á útlleiki í Meistaradeildinni. Valsmenn bú- ast við 150 háværum Ungveijum til landsins sem koma til með að syngja og tralla allan tt'mann. „Við óttumst að við verðum eins og á útivelli því þeir verða að vinna og treysta á Gummersbach. Það koma einhverjir með þeim með trommur og þokulúðra og það verður gríðar- stemning meðal þeirra. Það má ekki gerast." Liðin í riðlinum á stalli fyrir ofan 13 af 15 leikmönnum Vezprem- liðsins eru landsliðsmenn og því ljóst að við ramman reip verður að draga fyrir Valsmenn. Óskar segir að liðið refsi fyrir öll mistök og því þurfa Vals- menn að vera óhræddir í sínum leik. „Við þurfum að vera óhræddir við að láta vaða á þetta. Sendingar sem eru ekki vel ígrundaðar og allt þannig, þeir refsa rosalega fyrir það. Það er nú reyndar þannig með öll þessi lið. Vezprem spilar sterka 6-0 vöm og 5-1 vöm og er óhrætt við að skipta um kerfi. Við þurfum að vera fljót- ir að átta okkur á því þegar þeir em að breyta. Svo þurfum við að halda í við þá, ekki missa þá í of mikinn mun. Athuga hvernig þeir em þegar munurinn er ekki svo mikill, þegar 10-15 mínútur em eftir. Þá er komin smá pressa á þá og þeir hafa verið að klúðra leikjunum á þeim augnablik- um. Ef þetta verður leikur í 40 mín- útur verður gaman að sjá hvað ger- ist. En svo er þetta gamla tuggan að við þurfum að eiga algjöran toppleik til að eiga séns. Þessi lið em staíli fyr- ir ofan okkur sem er eðlilegt. En við emm með góða breidd og efvið erum ekki á tánum er það okkar á bekkn- um að skipta inn. Svo þurfum við að brydda upp á einhverju, síðasti leik- urinn okkar og svona, reyna eitthvað ferskt. Vera djarfir í sókn og vörn, gera eitthvað nýtt," sagði Óskar Bjarni. Gunnar Nelson mætir Hollendingnum Niek Tromp í blönduðum bardagalistum á laug- ardaginn á Cage of Truth, Battle of the Bay-mótinu í Dublin: BARDAGIGUNNARS ERFIÐASTI Gunnar Nelson, bardagakappi í blönduðumbardagalistum, mætirHol- lendingnum Niek Tromp á laugardag í Cage of Tmth, Battle of the Bay-mót- inu í Dublin. Þetta verður aðalbardagi kvöldsins en Pólverji sem átti að mæta Niek Tromp á við meiðsli að stríða og var Gunnari boðinn bardaginn í hans stað. Þetta er mikill heiður fyrir Gunn- ar og sýnir að frábær frammistaða hans í tveimur síðustu keppnum, þar sem hann sigraði andstæðinga sína í 1. lotu, hefur vakið verðskuldaða athygli. Bardaginn við Niek Tromp verður hins vegar vafalítið erfiðasti bardagi Gunnars hingað til því Hollending- urinn er enginn nýgræðingur í íþrótt- inni. Tromp hefur barist í 17 MMA- bardögum á ferlinum og hefur sigrað í 15 þeirra. Hann hefur ekki tapað í tvö og hálft ár og unnið síðustu 12 bardaga í röð og 8 þeirra í fyrstu lotu.Tromp er að fara að berjast um Evrópumeistaratit- il Shooto á móti í Belgíu 15. desember næstkomandi. Það eru sumir sem telja að Gunn- ar eigi ekki mikla möguleika í Niek Tromp, miðað við reynslu Tromps og affekaskrá, auk þess sem Hollending- urinn er nokkru þyngri en Gunnar. Hins vegar er það, að Gunnari skuli bjóðast þessi bardagi, virðingarvottur út af fyrir sig og þetta verður án efa dýr- mæt keppnisreynsla fyrir hann í þess- ari harðgerðu íþrótt. Gunnar er aðeins 19 ára en hefur hægt og bítandi fikrað sig upp metorðastigann í MMA. Bardaginn við Niek Tromp verður aðeins fjórði MMA-bardagi Gunnars Nelson á ferlinum en Gunnar keppti sinn fyrsta MMA-bardaga 1. maí síð- astliðinn í Kaupmannahöfn gegn einum besta MMA-keppanda Dana, John Olesen. Sá bardagi var úrskurð- aður jafiitefli af dönsku dómurunum og mátti Olesen mjög vel una við þann úrskurð. Gunnar sigraði síðan Frakk- ann Driss E1 Bakara í 1. lotu á móti í Dublin 29. september síðastliðinn og síðan Pólverjann Adam Slawinski einnig í fyrstu lotu á móti í Galway á Norður-írlandi 6. október. Gunnar hefur æft stíft í Manchester á Englandi fyrir komandi átök. Tilbúinn íslaginn Gunnar Nelson mætir Hollendingi ( MMA, NiekTromp að nafni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.