Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Qupperneq 21
DV Umræða FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 21 pórður Björnsson kaupmadur '|íj fær plúsinn að þessu sinni fyrir aðstanda keikur eftir að þrir vopnaðir grimuklæddir piltar réðust inn i verslun hans og rændu hann. SPURNINGIN ER ÞETTA ÓVINNANDI VEGUR? „Alls ekki. Við gefumst ekki svo auðveldlega upp. Piratebay er undir opinberri rannsókn í Svíþjóð og þá verða íslenskir aðilar bara með í því," segir Snæbjörn Steingrimsson, framkvæmdastjóri SMÁIS (Samtök myndrétthafa á íslandi). Heimasíðunni torrent.is var lokað á mánudaginn en óprúttniraðilarvoru ekki lengi að færa efni á borð við Næturvaktina og Tekinn yfir á sænska heimasíðu sem er á slóðinni piratebay.org. Síðan er hins vegar núna undir opinberri rannsókn og mun henni Ijúka á næsta ári. DVFYRIR 25ÁRUM FUnLortur Unnjáfo oio»<njaru. Leysist vonandi ínæstuviku SKÁHOLAN GERJR FJÖGUR MEGAVÖTf Lögbanrtið staðfest fmáli Haukdals gegn séra Páli MMikim porow :=r- m+i. MYNDIN Gaman á Alþingi Kristinn H. Gunnarsson skellti upp úr á meðan Guðni Ágústsson fyrrverandi flokks- félagi hans úr Framsóknarflokknum hélt ræðu á Alþingi í gær. dvmynd/ásgeir Umburðarlyndi þrýtur Þarf alltaf að vera eitthvað kauðskt og hallærislegt við opinbera íslenska stjórnsýslu? Almenningi gefst vart tími til að jafna sig á REI-málinu og vondri stjórnsýslu á vegum kjörinna fulltrúa Reykvíkinga í því máli þeg- ar annað viðlíka geggjað mál skýtur upp kollinum. Að þessu sinni er það Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf sem selur bræðrum, hálfbræðrum, vinum og kunningjum, viðskiptafé- lögum og gæðingum eigur almenn- ings án þess að fara að lögum um út- boð og gagnsæ vinnubrögð. Er nema von að Adi Gíslason, hæstaréttarlög- maður og þingmaður VG, geri at- hugsasemdir við aðferðirnar á hinu háa Alþingi og telji að nýtt Orku- veitumál sé í uppsiglingu. Þegjandaleg einkavæðing Málið hófst vitanlega fýrir áratug- um þegar Bandaríkjaher settist að á Miðnesheiði og tók að byggja eitt stykki kaupstað með öllu og stærsta flugvöll í landinu. Dollarar seytluðu inn í landið. Stjórnmálamenn og stærstu fyrirtæki landsins ákváðu að skipta hagnaðinum af veru verndar- anna á milli sín. Sambandið, verk- takar og kaupmenn. Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Kenningar um að hagsmunum al- mennings væri best borgið með sér- hagsmunagæslu í þágu útvalinna bræðra, hálfbræðra, vina og kunn- ingja skutu upp kollinum. Islenskir aðalverktakar einokuðu herinn. Og svo gerist það að herinn hverf- ur skyndilega á brott og afhendir ís- lensku þjóðinni, almenningi, ríkinu (það erum við), allar eigur sínar á „An þess að nokkur tæki eftir því - varla hægt að segja að vinstri grænir hefðu gert það fremur en aðrir - var ákveðið að selja allareignirnar." Keflavíkurflugvelli að gjöf. Eðlilega hlaut umsýslan af þessum milljarða- eignum almennings að vera í hönd- um stjórnvalda, ríkisstjórnarinnar. Án þess að nokkur tæki eftir því - varla hægt að segja að vinstri grænir hefðu gert það fremur en aðrir - var ákveðið að selja allar eignirnar. Yf- irgefni kaupstaðurinn skyldi einka- væddur með hraði. Ekki þurfti að markaðsvæða neitt því eignirnar voru umsvifalaust settar undir hatt Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf sem stofnað var með hraði. Stjórn Þróunarfélagsins, skipuð sjálfstæðis- og framsóknarmönn- um gerði þjónustusamning við Árna Mathiesen fjármálaráðherra fyrir tæpu ári. Þar kennir margra grasa. „Verksali (Þróunarfélagið) sér um og ber ábyrgð á að auglýsa fyrirhug- aða ráðstöfun eigna með opinberum hætti," stendur þar. „Verksali (skal) fylgja þeirri stefnumörkun sem rík- ið hefur á hverjum tíma um opin- ber innkaup og útvistun verkefna," stendur einnig í samningnum. Stjórnmálamenn með hnút í maga Stjórn Þróunarfélagsins var vitan- legavorkunn. Gammarniríviðskipta- líflnu, verktakarnir, eignarhaldsfé- lagarnir, bræðurnir, hálfbræðurnir, vinirnir og kunningjarnir voru að- eins 20 mínútur að reikna út verð- mæti 1700 fbúða og annarra bygg- inga. Þeir tóku strax til við að strjúka stjórnarmönnum í Þróunarfélaginu meðhárs. Skála við aðra áhrifamenn í boðum og koma orðsendingum á framfæri við ráðamenn. Slatti af fyr- irtækjum undir hatti Base ehf fékk í ágúst síðasdiðnum að kaupa um 20 byggingar á vellinum fyrir tæp- an milljarð. Vildarfyrirtæki, flokks- bræður, vandamenn og vinir fengu að kaupa 1700 íbúðir fyrir 14 millj- arða í októberbyrjun undir hattí Há- skólavalla. Var þetta söluferli löglegt og gegnsætt? Nei, sagði lögfræðing- urinn á Alþingi. Fyrir skemmstu hrökklaðist meirihluti borgarstjórnar Reykjavík- ur frá vegna slælegrar stjórnsýslu á sviði orkumála og slakrar vörslu al- mannahagsmuna. Kannski þrýtur umburðarlyndi Samfylkingarinnar innan ríkisstjórnarinnar þegar all- ar upplýsingar um Háskólavelli og einkavæðinguna á Keflavíkurflug- velli liggja fyrir. ÞAÐ HAFA ALLIR lent í því að vera rölta á Laugaveginum og það keyr- ir einn gaur fram hjá á Nissan Sunny GTI með gluggann niðri og Transmast- er3000íbomi. Þessartýpureru og verða alltaf tíl. Ég lentí hins vegar í öllu súr- reah'skara atviki á þriðjudaginn þegar ég stoppaði stutt á Lauga- veginum. Þá mættí ég manni á miðjum aldri á nýjum og flottum Benz með rúðuna niðri og græj- umar í bomi. Hann var í fallegum gráum ullarfrakka, í jakkafömm og með hatt. Tónlistin sem glumdi út um gluggann var eins konar þjóðlagatónlist og brá fyrir þarna bylmingsþéttu banjósólói ef gamla eyrað sveik mig ekld. Það versta við þetta allt var að maðurinn leit út fyrir að vera bullandi stressaður. ENN 06 AFTUR neyðist ég til að „væla" út af RÚV og handboltan- um. Það virðist allavega öllum öðrum vera sama þannig að ein- hver verður að gera það. Enn hefur RÚVbarasýnt einnleikþað sem af er vetri í Nl-deild karla ogsvipaðíNl- deild kvenna. Enginn leikur verður um næsm helgi og það eru að fara koma jól. Alltaf er jafnmikið kvartað innan raða handbolta- manna yfir þessu sinnuleysi RÚV en hverjum er það að kenna nema okkur sjálfum? Það var nú einu sinni handknattíeiksforystan sem er kosin af félögunum sem samdi við RÚV í stað Sýnar og þar liggur vandinn. Ef handboltínn kemst ekki frá RÚV deyr hann á endan- um. ANNARS FÉKK GREININ í gær f DV um TanCrew mig til að hugsa að- eins um þessa blogghópa. Svona strákablogghópar skiptast yflrleitt í tvennt. Önnur tegundin er sú þar sem bloggsíðan er miðstöð vina- hóps sem ræktar þar einkahúm- or sinn og gemr virkað fullsúr út á við. Hinn hópurinn er strákar sem eru að reyna vera svalir á netínu og halda að það að tala opinskátt um kynlíf og ofbeldi sé töff. Því miður er það feimr misskilningur sem flestír átta sig á nema þeir. Greyin. AFMÆLISBÖRN DAGSINS FIMMTUDAGURINN 22. NÓVEMBER 2007 60ÁRA Hólmfríður Valdimarsdóttir, Þrastarási 53, Hafnarfjirði. Hörður Davíðsson, Efri-Vík, Kirkjubæjarklaustri. Ingileif Ögmundsdóttir, írabakka 34, Reykjavík. Ágúst I. Ágústsson, Sóleyjarima 9, Reykjavík. Þröstur Eyjólfsson, Fellsmúla 17, Reykjavík. 50ÁRA Auður Kristrún Viðarsdóttir, Hraunbæ24, Reykjavík. Edda Guðmundsdóttir, Dalalandi 14, Reykjavík. Einar Hjálmar Jónsson, Smárarima 32, Reykjavík. Guðbjörg Eyrún Hermanns- dóttir, Núpasíðu 4e, Akureyri. Guðrún Geirsdóttir, Hjarðarhaga 54, Reykjavík. Ingibjörg Sif Hákonardóttir, Kerlingardal, Vík. Martyn Richard Knipe, Skúlaskeiði 10, Hafnarfirði. María Hildur Maack, Spítalastíg 3, Reykjavík. María Ósk Óskarsdóttir, Hiíðargötu 26, Fáskrúðsfírði. Pétur Guðbjartsson, Gautavík 11, Reykjavík. S. António Simóes Coelho, Laugarási, Egilsstöðum. Sigríður Júlía Bjarnadóttir, Vesturholti 8, Hafnarfirði. Sigurður Stefánsson, Goðheimum 18, Reykjavík. Sverrir Valsson, Gnoðarvogi 64, Reykjavík. Árni Sigurðsson, Grænumýri 5, Seltjarnarnesi. Þóra Gígja Jóhannsdóttir, Flatasíðu 8, Akureyri. 40ÁRA Gunnar Óli Vignisson, Heiðarlundi 7b, Akureyri. Haukur Guðmundsson, Bræðratungu 30, Kópavogi. Ingibjörg Elfa L. Stefánsdóttir, Seljavegi 2, Selfossi. Kristinn Reykdal, Löngubrekku 5, Kópavogi. Ragnheiður M. Þorsteinsdóttir, Syðri-Bægisá, Akureyri. Esther Brune, Akurgerði 5b, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.