Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2007, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007
Fókus DV
■BBiBli
HVERT ER LAGIÐ?
„Ég á fleiri gleðikonur en Afgani"
Stórpólitíski
Frelsarinn
Margrómuð sýning Kristjáns Ingi-
marssonar, hið dansk/íslenska
samstarfsverkefni Frelsarinn,
verður sýnd á Stóra sviði Þjóðleik-
hússins í kvöld. Verkið er unnið
upp úr Opinberunarbókinni og er
sagt stórpólitískt. Leikhópur Kristj-
áns, Neander, hefur sýnt verkið við
glimrandi undirtektir í Danmörku
að undanförnu en það er nú sýnt
í fyrsta sinn á íslandi. Um helgina
verður Frelsarinn svo sýndur hjá
Leikfélagi Akureyrar. Kristján er
líklega þekktastur fýrir einleik sinn
Mike Attack sem hann sýndi hér
á landi, bæði sunnan og norðan
heiða, á síðasta leikári.
Upplestur á
Súfistanum
Fjórða Súiistakvöld vetrarins verð-
ur haldið á Laugavegi 18 í kvöld
kl. 20. Fjórir höfundar Forlagsins
lesa þar úr nýjum verkum sínum:
Einar Már Guðmundsson les úr
Rimlum' hugans, Pétur Blöndal les
úr Sköpunarsögum sem inniheld-
ur viðtöl við tólf rithöfunda, Sigrún
Eldjárn gefur gestum sýnishom úr
barnabók sinni Eyju glerfisksins
og Guðrún Gísladóttir leikkona les
úr bókUnnar Jökulsdóttur, Hef-
urðu séð huldufólk? í verslun Máls
og menningar verða ofantaldar
bækur á sérstökum afslætti í tílefni
.Súfistakvöldsins.
Þýðing
Mælingar
heimsins
Elísa Björg Þorsteinsdóttir, þýð-
andi og kennari, fjallar um þýðingu
sína á metsölubókinni Mæling
heimsins eftir Darúel Kehlmann í
Háskóla Islands í dag. Bókin hefur
trónað á toppi þýska metsölulist-
ans vel á annað ár, var mest selda
skáldsaga heims 2006 og verið ein
af vinsælustu skáldsögum á íslandi
frá því hún kom út í septemb-
er. Fyrirlesturinn, sem er hlutí af
fýrirlestraröðinni Þýðing öndveg-
isverka þar sem þýðendur skýra
frá viðureign sinni við sumar af
perlum heimsbókmenntanna, er í
ystofu 101 í Odda og hefst kl. 16.30. .
Þráinn Bertelsson sendi nýlega frá sér bókina Englar dauðans, síðustu bókina í þrí-
leik sem hann ákvað að skrifa um íslenskan samtíma í upphafi nýs árþúsunds. Rit-
höfundurinn segir það tiltölulega vandalitla iðju að skemmta fólki, en að reyna að
skemmta þvi og gera gagn um leið sé mjög heillandi áskorun.
Þráinn Bertelsson
rithöfundur „En
það hefði ábyggi-
lega verið miklu
skemmtilegra að
eyða tveimur árum i
að skrifa bók um
blómálfa."
Englar dauðans Nýjasta bok
Þráms er lokahnykkunnn a þnleik
höfundarins um íslenskt samfelag
í uophafi nýs árþusunds.
„Þetta er mjög ljótur og ómennskur heimur. Ég
skil vel að við höfum reynt að sópa þessu vanda-
máli undir teppið og ekld viljað horfast í augu við
það vegna þess að þetta er svo mikill hryllingur. En
hryllingurinn fer ekki burt þó við þykjumst ekki
sjá hann," segir Þráinn Bertelsson rithöfundur en
á dögunum kom út bók hans Englar dauðans þar
sem ffkniefnaheimurinn er til umfjöllunar. „Eina
leiðin til að losna við þetta er að horfast í augu
við það. Þess vegna fannst mér vera þess virði
að gera það. En það hefði ábyggilega verið miklu
skemmtílegra að eyða tveimur árum í að skrifa bók
um blómálfa," segir rithöfundurinn og hlær.
Reynir að skemmta og gera gagn
Þráinn sagði í dagblaðspistli á dögunum að
Englar dauðans væri síðasta bókin í þríleik sem
hann ákvað að skrifa um íslenskan samtíma í
upphafi nýs árþúsunds, en hinar bækurnar eru
Dauðans óvissi tími og Valkyrjur. Aðspurður hvers
vegna hann hafi tekið þessa ákvörðun segist Þrá-
inn alltaf hafa trúað því að menn gætu gert gagn
með því að skrifa.
„Það er mjög fínt að skemmta fólki, og er tiltölu-
lega vandalítíl iðja, en að reyna að skemmta því og
gera gagn um leið finnst mér vera mjög heillandi
áskorun. Þegar þessi árþúsundamót runnu upp,
sem eru því miður þau einu sem ég fæ að lifa, þá
bara fékk ég þessa hugmynd," segir hann og kveðst
hafa spurt sig hvað honum fyndist athyglisverðast
og helst þess virði að skoða í þjóðfélaginu. Niður-
staðan var hin nýja víkingaútrás auðmanna þjóð-
arinnar, sem fjallað var um í fyrstu bókinni, vald
stjórnmálamannanna og hvernig þeir meðhöndla
það sem tekið er fýrir í Valkyrjum, og loks fíkni-
efnavandinn sem er meginviðfangsefni nýjustu
bókarinnar.
Jónas Hallgrímsson hefði farið í meðferð
f könnun sem Morgunblaðið gerði á dögunum
um þekkingu framhaldsskólanema á Jónasi Hall-
grímssyni og verkum hans, og greint var frá í blað-
inu um síðustu helgi, kom fr am að tveir nemendur
héldu að Jónas hefði skrifað Dauðans óvissa tíma.
Þráinn hafði ekki heyrt af þessu þegar blaðamað-
ur bar þetta undir hann og hafði augljóslega gam-
an af.
„Ef Jónas hefði verið uppi í dag hefði hann nátt-
úrlega fyrir löngu farið í meðferð hjá SÁÁ. Og í
staðinn fyrir að yrkja um fornhetjur og blómálfa
finnst mér bara mjög líklegt að hann hefði verið
með mér í að hjálpa þjóðinni að hugsa. Mér finnst
þetta því ekkert vitlaus ályktun hjá þessum nem-
endum."
En hvað tekur við nú þegar þríleiknum er lok-
ið? „Eftir að ég kláraði Engla dauðans sagði ég við
sjálfan mig að ég ætlaði að velja mér næst ein-
hverja hugmynd með meiri húmor og gleði. Það er
svo margt sem mig langar til að gera og ég er bara
að fara yfir sviðið. Ég er alltaf með nokkra potta á
eldavélinni í einu og ég veit ekki alveg hvar suðan
kemur upp fýrst." kristjanh@dv.is
ÍKAFFIÍSILFURKÖNNUOG
SVARTKLÆDDUR ÞJÓNN
Vinur minn sem núna býr í
Berlín en bjó áður í Vínarborg
kenndi mér fyrir mörgum árum
að stór hluti þess að njóta þess að
KAFFIHÚSARÝNI
drekka gott kaffi væri að drekka
það á fallegu kaffihúsi. Af þeim
var nóg í Vín - en í Reykjavík
fann hann ekkert meira „glamor-
ous" en Hótel Borg. Þetta var fyrir
fimmtán árum og ég veit að enn-
þá þykir honum Borgin glæsileg,
X^sérstaklega Gyllti salurinn sem er
að verða yndislega sjarmerandi.
Þar er hins vegar meira um
einkasamkvæmi en svo að fólk
geti gengið inn af götunni og feng-
ið sér kaffibolla. Það er hins vegar
hægt á Hóteli Holti. Það er ótrú-
lega sjarmerandi að sitja í bóka-
herberginu á Holtinu, virða fyrir
sér gamlar myndir og njóta þess
að láta svarklæddan þjón færa sér
kaffi í silfurkönnu (veit að þetta er
stálkanna, en silfur hljómar bara
svo miklu betur!) Með kaffinu
eru bornir fram nokkrir „lekkrir"
konfektmolar, gætu verið hand-
gerðir af honum Hafliða en held
þó ekki. Bragðgóðir og fallegir á
að líta. Það er líka hægt að setjast
inn á appelsínugula, leðurklædda
barinn og biðja um kaffi og slíkri
beiðni er svarað með brosi á vör.
Gallinn við að drekka kaffi á bar
er hins vegar sá að strax um sex-
leytið á kvöldin er sett þar á Ieið-
inleg tónlist sem minnir mann á
að maður er bara Öskubuska og
það styttist hratt í miðnætti.
Verðið er fullhátt fyrir kaffi
sem kólnar hratt, 400 krónur
bollinn.
ANNA KRISTINE
MAGNÚSDÓTTIR
fór á Hótel Holt
HRAÐI:
KAFFI:
VIÐMÓT:
UMHVERFI